Ægir

Volume

Ægir - 01.06.2006, Page 28

Ægir - 01.06.2006, Page 28
28 V I Ð T A L óx fiskur um hrygg í Noregi og þörfin varð meiri og meiri fyrir skip fyrir olíu- iðnaðinn fóru þeir í auknum mæli yfir í þann geira. Núna er stofan til dæmis að hanna stærsta olíuleitarskip sem smíðað hefur verið í heiminum þegar það verð- ur afhent.“ Skipsteknisk hefur hlotið fjölda viður- kenninga fyrir hönnun á skipum og má þar nefna „Ship Design of the Year“ árið 2003 fyrir norska hafrannsóknaskipið GO SARS. Margt framundan Hjá STS Teiknistofu er í farvatninu viða- mikið verkefni sem er hönnunarvinna á færeysku línuveiðiskipi, sem er ætlunin að smíða á Spáni. „Hugmyndin er að við sjáum um allan „teikningapakkann“ og ef til kemur þarf að fjölga starfsmönnum á STS Teiknistofu. Þetta verkefni er líka ávöxtur samstarfs okkar við Skipsteknisk AS,“ segir Bjarni. Miður góð staða íslensks skipasmíðaiðnaðar Bjarni segir að ekki þurfi að hafa mörg orð um íslenskan skipasmíðaiðnað. Því miður sé hann því sem næst dauður. „Iðnaðarráðherra getur skipað eins margar nefndir og hann vill til að fjalla um íslenskan skipasmíðaiðnað, en það er til einskis, niðurstaðan er og verður alltaf sú sama. Íslendingar munu að óbreyttu ekki smíða „alvöru“ fiskiskip framar. Það þýðir ekkert að berja hausn- um við steininn með það. Því miður er það svo að við erum ekki samkeppnis- færir í verðum og verkkunnáttan í ís- lenskum skipasmíðaiðnaði hefur smám saman verið að dvína. Ég tel að við séum ágætlega í stakk búnir til þess að annast viðhald og viðgerðir skipa, en þegar komið er út í flóknari nýsmíða- vinnu erum við ekki lengur samkeppnis- færir. Þetta er því miður staðreyndin. Svo kemur það líka til að nýliðunin í þessum geira er hverfandi lítil, hvort sem er í okkar hönnunarhluta eða iðnaðar- vinnunni. Við sem erum að vinna við þessa grein í dag, þ.e. kunnum að hanna skip hér á Íslandi, erum flestir á svipuð- um aldri og eftir fimmtán til tuttugu ár eða svo verðum við ekki lengur í þessu. Ég veit ekki eins og staðan er í dag hverjir ætla að taka við af okkur. Það er hins vegar afar mikilvægt að þekking eins og við búum yfir verði áfram til í landinu og ég vil meina að fyrir Akureyri sé ákaflega mikilvægt að teiknistofa eins og við rekum sé hér í bænum. Ég veit nokkur dæmi þess að stór viðhaldsverk- efni hafa komið í Slippinn hér beinlínis vegna okkar tengsla við viðkomandi út- gerðir. Hefðu þessi tengsl ekki verið, er harla ólíklegt að þessi verkefni hefðu komið hingað til Akureyrar.“ Slæm þróun Bjarni segir að því miður hafi það verið svo að stjórnvöld á Íslandi hafi horft of þröngt á kosti í atvinnulífinu. „Við vitum öll að það er verið að framleiða plast sem er sterkara en stál og í framtíðinni verða skip sem smíðuð verða úr plasti sífellt stærri og því mun álið ekki ná frekari fótfestu í skipaiðnaðinum og allir vita að nú þegar eru menn farnir að framleiða flugvélar úr plasti og plastið ryður sér einnig til rúms í bílaiðnaðinum. Bjarni Ásmundsson er fæddur í Reykjavík, fluttist snemma til Húsavíkur, en hefur búið á Akureyri með hléum undanfarin rúm tuttugu ár. „Að loknu landsprófi vildi ég ekki fara í menntaskóla eins og allir hinir og valdi að fara í Vélskóla Íslands, þar sem ég tók fjórða stig vélstjórnar á fjórum árum. Mér skilst að ég sé yngsti vélstjóri með fjórða stig sem hefur útskrifast úr Vél- skólanum, en ég var rétt orðinn tvítugur þegar ég lauk þar námi. Að námi loknu fór ég á sjóinn, var meðal annars á hvalbátum á sumrin, fór haustið ‘77 nokkra mánuði á loðnu- skip, en fluttist síðan til Akureyrar og varð vélstjóri á togur- um Útgerðarfélags Akureyringa. Meðal annars var ég 1. vél- stjóri og leysti af sem yfirvélstjóri á Svalbak EA í tvö ár. Ég leysti síðan af á Svalbak og öðrum skipum félagsins allt til ársins 1993. Vélstjórn á sjó lauk síðan endanlega með vél- stjórn á Björgu Jónsdóttur ÞH á loðnuvertíð árið 1995. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að fara í skipatæknifræði í framhaldi af vélstjórninni var sú að einhvern tímann vorum við félagarnir, ég og Friðrik J. Friðriksson, sem var yfirvél- stjóri á Svalbak, að skoða fyrirkomulagsteikningu af skipinu, sem okkur fannst vera mjög vel gerð í alla staði. Við héldum að við vissum allt um skipið, sem við í raun gerðum s.s. vél- búnaðinn um borð í skipinu og sömuleiðis þóttumst við vita allt um rafkerfið, en hins vegar vorum við sammála um það að við vissum ekkert um skrúfuna og hvernig hönnun henn- ar væri hugsuð eða þá hvernig hún vann. Ég fór að fletta bókum um skipið, en fannst ég ekki fá nægilega góð svör við spurningunni um innstu leyndardóma skrúfunnar. Þegar ég síðan kom í land eftir þennan túr fór ég að velta vöngum yfir því hvort ég gæti farið í nám og fengið þeirri spurningu svarað hvernig skrúfa væri hönnuð og búin til! Í framhaldinu fór ég í raungreinadeild Tækniskóla Íslands og síðan í fjög- urra ára nám í skipatæknifræði í Helsingör í Danmörku. Þar lærði ég að vísu helling um skrúfur en þó aðallega um hönnun skipa yfirleitt og miklu meira en það!! Þetta er fín menntun, sem hefur nýst mér vel. Ekki sakar heldur að hafa vélstjórnarnámið og starfsreynslu sem vélstjóri úti á sjó með í farteskinu.“ Skrúfan á Svalbak var örlagavaldur! Bjarni Ásmundsson við skrifborðið á STS Teiknistofu við Tryggvabraut á Akur- eyri. Eftir tíu ár eða svo átta menn sig kannski á því að þrátt fyrir allt séum við Íslendingar fiskveiðiþjóð og þá kann með sama framhaldi að verða lítið um skip og verkkunnátt- an af skornum skammti aegirjuni06qxp 7/7/06 1:17 PM Page 28

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.