Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2006, Síða 34

Ægir - 01.06.2006, Síða 34
34 F I S K I S T O F N A R N I R árgangar 1998 og 1999 eru yfir meðallagi og árgangarnir 2000 og 2002 með stærstu ár- göngum. Hins vegar segir Hafró að árgangar 2001 og 2003 séu undir meðallagi og árgangur 2004 sérlega léleg- ur. Hafró lagði til að áfram verði takmörkuð sókn í ufs- ann og hún fari ekki yfir 80 þúsund tonn og fylgdi sjávar- útvegsráðherra þeirri tillögu Hafró. Þetta er sami ufsakvóti og á yfirstandandi fiskveiði- ári. Karfinn á sama róli Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að karfakvótinn verði óbreyttur á komandi fiskveiðiári og á yfirstandi fiskveiðiári eða 57 þúsund tonn. Margar stórar spurningar eru uppi varðandi karfastofn- ana, en þrjár tegundir karfa eru veiddar við Ísland, gull- karfi, djúpkarfi og úthafskarfi. Erfitt hefur reynst að færa sönnur á tengsl karfa við Ís- land og á nærliggjandi haf- svæðum. Undanfarin ár hafa veiðst á bilinu 55-83 þúsund tonn af gull- og djúpkarfa, en saman- lagður afli þessara tegunda á síðasta ári var 68 þúsund tonn. Veiðistofn djúpkarfa hefur vaxið síðasta áratuginn og horfur eru á að stofnstærð muni haldast nokkuð stöðug næstu árin eða stofninn stækka. Hafró telur þó ástæðu til að fara varlega næstu árin með sóknina í gullkarfann og sóknin verði ekki meiri en 35 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Þá leggur Hafró til að ekki verði veitt meira en 22 þúsund tonn af djúpkarfa á næsta fiskveiðiári - samanlagt 57 þúsund tonn, sem er sú tala sem sjávarút- vegsráðherra staldraði við. Úthafskarfastofninn virðist vera í mikilli lægð, enda hafa veiðar úr þessum stofni geng- ið illa síðustu misseri. Um út- hafskarfann segir eftirfarandi í ástandsskýrslu Hafró: „Haf- rannsóknastofnunin hefur um langt árabil talið að við út- hafskarfaveiðar séu veiðar stundaðar úr tveimur karfa- stofnum og að stofnmat og ráðgjöf ættu að taka mið af því. Ráðgjafarnefnd Alþjóða- hafrannsóknaráðsins gengur Þann 27. júní sl. gaf Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, út reglugerð um heildarafla á næsta fiskveiðiári. Jafnframt fól hann Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands að gera úttekt á þjóðhagslegum áhrif- um af breyttu veiðihlutfalli á þorski samkvæmt aflareglu. Í tilkynningu frá sjávarútvegs- ráðuneytinu segir að við ákvörðun á leyfilegum heildarafla á þorski á næsta fiskveiðiári sé byggt á breyttri aflareglu þar sem aflamark ákvarðist sem meðaltal af aflamarki síðasta fiskveiðiárs og hlut- fall af viðmiðunarstofni í upphafi úttektarárs, sem sé í samræmi við tillögur Aflareglunefndar frá 2004. Áfram er miðað við óbreytt veiðihlutfall, 25%. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu verður leyfilegur þorskafli á fiskveiðiárinu 2006-2007 193 þúsund tonn, en er á yfirstandandi fiskveiðiári 198 þúsund tonn. Að óbreyttri afla- reglu hefði aflinn á næsta fiskveiðiári orðið 187 þúsund tonn afla. Sjávarútvegsráðuneytið segir að við ákvörðun á heildarafla annarra fisktegunda á næsta fiskveiðiári sé í meginatriðum byggt á tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar um hámarksafla. Heildarafli á ýsu verði þó óbreyttur frá yfirstandandi fiskveiði- ári, 105 þúsund tonn, en Hafró lagði til 95 þúsund tonna afla. Þá verða nokkrar breytingar til hækkunar á heildaraflamarki nokkurra fisktegunda, m.a. steinbíts og kolategunda, frá tillögu Hafrannsóknastofnunar. Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að fela Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að gera úttekt á þjóðhagslegum áhrifum af breyttri aflareglu og skoða áhrif af mismunandi veiðihlutfalli á þorski. Tryggvi Þór Herbertsson forstöðumaður stofnunarinnar hefur yfirumsjón með verkinu. Samkvæmt upplýsingum sjávar- útvegsráðuneytisins er ætlunin að varpa ljósi á áhrif þess að breyta aflareglu og veiðihlutfalli eins og settar hafa verið fram hugmyndir um. Verða áhrifin metin jafnt til lengri og skemmri tíma fyrir efnahagslífið í heild, sjávarútveginn, einstök fyrirtæki, útgerðarstaði og landsvæði svo dæmi séu tekin. Leyfilegur hámarksafli fiskveiðiárið 2006-2007 Fyrir fiskveiðiárið 1. september 2006 til 31. ágúst 2007 er leyfilegur heildarafli sem hér segir: Tegund . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Lestir Þorskur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 193.000 Karfi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 57.000 Ýsa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 105.000 Ufsi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 80.000 Grálúða. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15.000 Steinbítur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13.000 Skrápflúra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.500 Skarkoli . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6.000 Sandkoli . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2.000 Keila . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5.000 Langa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5.000 Þykkvalúra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2.000 Skötuselur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3.000 Langlúra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2.400 Íslensk sumargotssíld . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 130.000 Úthafsrækja . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7.000 Humar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.800 Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra. Þorskafli á næsta ári byggður á breyttri aflareglu Íslenski sumargotssíldarstofninn er sterkur og heimilað verður að veiða úr honum 130 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári, sem er 20 þúsund tonna aukning frá yfirstandandi fiskveiðiári. aegirjuni06qxp 7/7/06 1:17 PM Page 34

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.