Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.2006, Side 35

Ægir - 01.06.2006, Side 35
35 F I S K I S T O F N A R N I R hinsvegar út frá því að um einn stofn sé að ræða í ráð- gjöf sinni. Á fundi sem lauk 1. júní síðastliðinn fjallaði ráðgjafarnefndin um ástand úthafskarfa. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að ráðleggja veiðar á úthafskarfa nema skýrar vísbendingar komi fram um aukningu í stofninum eða þar til nákvæmari upplýsingar liggja fyrir um veiðiþol. Ráð- gjöf Alþjóðahafrannsókna- ráðsins byggir á því að: • Mikill samdráttur hefur orðið í afla og afla á sóknareiningu frá árinu 2003 og útgefið aflamark flestra þjóða sem stunda veiðarnar náðist ekki árið 2005. • Neikvæð þróun hefur ver- ið í bergmálsmælingum undanfarinn áratug og stuttri tímaröð mælinga með togaðferð. Mælingar með togaðferð hafa verið notaðar til að endurspegla þróun í karfa á meira dýpi en 600 metrum, þ.e. á því dýpi sem veiðin á fyrri hluta árs á sér fyrst og fremst stað. Einnig var litið til þess að mikil óvissa tengist niðurstöð- um mælinga. • Mikil fækkun hefur orðið í fjölda stórkarfa í mæl- ingum (karfi sem er 40 cm og stærri). • Óvissa er um stofngerð karfa. • Karfi er hægvaxta og seinkynþroska og er því viðkvæmur fyrir hugsan- legri ofveiði. Ef ofveiði á sér stað og stofninn yrði mjög lítill gæti tekið lang- an tíma að ná aftur upp fyrri framleiðslugetu hans. Í ljósi þess sem að ofan segir lagði ráðgjafarnefnd Al- þjóðahafrannsóknaráðsins til að engar veiðar verði leyfðar árið 2007.“ Grálúðan enn á hættusvæði Talið er að grálúðan við Aust- ur-Grænland, Ísland og Fær- eyjar sé af sama stofni. Heild- arafli grálúðu á þessu svæði var 24 þús. tonn árið 2005 og hefur minnkað um tæp 7 000 tonn á síðustu þremur árum. Afli á Íslandsmiðum var um 13 þús. tonn árið 2005 og hefur ekki verið minni síðan 1999. Afli utan ís- lensku lög- sögunnar var rúm 11 þús. tonn árið 2001, rúm 10 þús. tonn við Austur- Græn- land og tæp 1 000 tonn við Færeyjar. Hlutdeild afla á Ís- landsmiðum var um og yfir 90% af heildaraflanum á ár- unum 1982-1992 en minnkaði ört eftir það og hefur verið 50-70% frá árinu 1996. Almennt er það niðurstaða Hafró að grálúðustofninn við Ísland sé áfram á hættusvæði og því verði að takmarka sóknina í stofninn áfram. Sjávarútvegsráðherra fylgdi ráðgjöf Hafró við ákvörðun heildarafla á næsta fiskveiði- ári og verður kvótinn 15 þús- und tonn eins og í á yfir- standandi fiskveiðiári. Góðar horfur í síldinni Íslenski sumargotssíldarstofn- inn er sterkur, samkvæmt mælingum Hafró, og virðist aldrei hafa verið sterkari. Talið er að hrygningarstofn- inn verði í sumar um 670 þúsund tonn og miðað við kjörsókn verði aflinn á vertíð- inni í haust 130 þúsund tonn, en það er sú tala sem Hafró lagði til að verði veitt af sum- argotssíldinni á næsta fisk- veiðiári og ráðherra hefur staðfest þá tillögu. Þetta er 20 þúsund tonna aukning frá síðasta fiskveiðiári og er því klárlega til marks um að vel hafi gengið að byggja stofn- inn upp. Í vaxandi mæli hefur norsk-íslenska síldin verið að veiðast innan íslensku lög- sögunnar, á síðasta ári er talið að um 2.600 tonn af síld úr þessum stofni hafi veiðst í íslenskri lögsögu. Gert er ráð fyrir að tillaga um hámarks- afla úr norsk-islenska síldar- stofninum fyrir 2007 liggi fyrir í haust þegar vinnunefnd Al- þjóðahafrannsóknaráðsins hittist til skrafs og ráðagerða. Eins og fyrr telur Hafró fulla ástæðu til að fara varlega í veiðar á grálúðunni, enda virðist stofninn vera veikur. Heimildir eru til veiða á 15 þúsund tonnum af grálúðu á næsta fiskveiðiári eins og á yfirstandandi fiskveiðiári. Karfinn er áfram á hættusvæði, að mati Hafró, og leggur stofnunin því til mjög takmarkaðar veiðar á karfanum á næsta fiskveiðiári. Sjávarútvegsráðherra hefur staðfest tillögu Hafró. Vel hefur tekist til með uppbyggingu ýsustofnsins og hann er ágætlega sterkur. Sjávarútvegsráðherra heimilar ívið meiri ýsuveiði á næsta fiskveiðiári en Hafró lagði til. aegirjuni06qxp 7/7/06 1:17 PM Page 35

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.