Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.2006, Side 36

Ægir - 01.06.2006, Side 36
36 H A F Í S Þann 5. júlí sl. var opnað á Blönduósi Hafíssetur og er það staðsett í Hillebrandts- húsi, sem talið er vera elsta timburhús landsins. Hvatamaður að opnun set- ursins er dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur, einn helsti fræðimaður á sviði hafíss og hafísrannsókna á Íslandi. Þór er höfundur texta sem notað- ur er á sýningunni, en hönn- uður sýningarinnar er Björn G. Björnsson. Setrið er að nokkru leyti í minningu Jóns Eyþórssonar, en hann var fremstur í flokki íslenskra náttúrufræðinga sem hófu að huga að hafís við landið. Veðurathugunartæki Gríms Gíslasonar, fyrrverandi veður- athugunarmanns og fréttarit- ara RÚV á Blönduósi, eru á setrinu, en þau gaf Veðurstof- an. Sem fyrr segir er dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur, hvatamaður að hafíssetrinu, en hann hefur verið með hugmynd að slíku setri í koll- inum undanfarin ár og færði hugmyndina í tal við bæjaryf- irvöld á Blönduósi, sem tóku henni fagnandi og málið var sett í farveg, sem endaði síð- an með opnun setursins 5. júlí sl., en sýningin er í eigu Blönduósbæjar. Anna Margret Valgeirsdótt- ir, forstöðumaður Hafísseturs- ins, segir að vel fari á því að slík sýning sé sett upp á Blönduósi, enda séu til ótal margar frásagnir af hafís við Húnaflóa og einmitt nafn fló- ans, sýslanna og önnur nöfn sem vísi til húna segi allt sem segja þarf um að hvítabirnir hafi oft látið til sín taka á þessum slóðum. „Á sýningunni erum við með spjöld með ýmiskonar fræðslu og upplýsingum um hafís, þar sem dregnir eru fram fróðleiksmolar um eðli hans, þykkt, aldur og margt fleira. Einnig gluggum við í söguna og vitnum í annála um hafís og áhrif hans á lífs- baráttu fólks, veðurfar, haf- strauma og fleira. Þá sýnum við ýmsa gamla hluti sem tengjast vetrinum, t.d. gamla skauta og skíði. Þá má ekki gleyma ísbirninum sem hérna er, en hann fengum við lán- aðan frá aðila á höfuðborgar- svæðinu. Þetta er stór björn og við þurftum meira að segja að taka upp gólffjöl í húsinu til þess að koma hon- um fyrir. Við erum einnig með líkan af norðurhveli, þar sem við sýnum meðal annars mögulegar siglingaleiðir í ljósi hlýnandi veðurfars og aukinnar bráðnunar íss á norðurhveli,“ segir Anna Mar- grét. Hafíssetrið er opið daglega í sumar kl. 10-17 til loka ágúst. Anna Margrét segir vilja til þess að þróa setrið áfram og því sé það vonandi komið til að vera. Hafís- setur opnað á Blöndu- ósi Á Hafíssetrinu er líkan af norðurhveli, þar sem m.a. er varpað ljósi á þá möguleika sem opnast með siglingaleiðir á norður- heimskautssvæðinu með hlýnandi veðurfari. Hafísinn hefur oft látið til sín taka á Íslandi, svo um hefur munað. Þessari sögu eru gerð skil á Hafíssetrinu á Blönduósi. Hafíssetrið er til húsa í Hillebrandts- húsi á Blönduósi. Við bjóðum öll veiðarfæri og tengdan búnað fyrir togveiði, línu- og netaveiði og björgunarvörur. Einnig hífi- og festingabúnað og ýmsar rekstrarvörur. Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Starfstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísnet Akureyri - Fiskitangi • Ísnet Húsavík - Uggahúsi • Ísnet Hornafjörður - Ófeigstanga • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísfell Bolungarvík - Grundarstíg 14 www.isfell.is Fast þeir sækja sjóinn! aegirjuni06qxp 7/7/06 1:17 PM Page 36

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.