Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2006, Síða 38

Ægir - 01.06.2006, Síða 38
38 N Ý I R B Á T A R Bátasmiðjan Trefjar í Hafnar- firði hefur smíðað og afhent tvo nýja báta. Báðir eru þeir af gerðinni Cleopatra 38 og báðir verða þeir gerðir út til línuveiða. Annar báturinn er yfirbyggður. Sæli til Tálknafjarðar Annan bátinn smíðaði Báta- smiðjan Trefjar fyrir útgerðar- félagið Steglu ehf. á Tálkna- firði, en að henni stendur Tryggvi Ársælsson, sem jafn- framt er skipstjóri á bátnum. Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Sæli BA-333 og leysir af hólmi eldri Cleopatra 31 bát með sama nafni. Báturinn er 15 brúttótonn að stærð og er í krókaaflamarkskerfinu. Samkvæmt upplýsingum frá Trefjum er aðalvél Sæla af gerðinni Volvo Penta D12 715hp, tengd ZF gír, en ljósa- vélin er af gerðinni Kohler. Í bátnum er ískrapavél frá Kæl- ingu. Sæli er útbúinn siglinga- tækjum af gerðinni Furuno frá Brimrúnu og vökvadrif- inni hliðarskrúfu, sem tengd er sjálfstýringu bátsins. Sæli er útbúinn til línuveiða og er línu- og færaspil frá Sjóvél- um. Öryggisbúnaðurinn um borð er frá Viking. Í lest er rými fyrir tólf 660 lítra kör. Í bátnum er innan- geng upphituð stakka- geymsla. Borðsalur er í brúnni, auk stóla fyrir skip- stjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunar- aðstöðu með eldavél, ör- bylgjuofn og ísskáp. Tryggvi Ársælsson, útgerð- armaður, sagðist vera hæst- ánægður með bátinn, en þeg- ar Ægir náði tali af honum var hann ásamt kollega sín- um, Vigni Árnasyni, að búa bátinn til línuveiða. „Ég neita því ekki að ég er spenntur að byrja,“ segir Tryggvi, en þeir félagarnir þurfa að sækja um fjörutíu mílur á miðin, hálfs þriggja tíma stím. „Ég er með um 200 ígildistonna kvóta, þar af er um 80 tonn steinbít- ur,“ segir Tryggvi, en sam- nefndan bát, Sæla BA, sömu- leiðis Cleopatra, hefur hann selt til Ottós Jakobssonar á Dalvík. Auður Vésteins til Grindavíkur Þá hefur Útgerðarfélagið Ein- hamar ehf í Grindavík fengið afhentan nýjan yfirbyggðan Cleopatra 38 bát, sem fengið hefur nafnið Auður Vésteins GK-88, en að útgerðinni stendur Stefán Kristjánsson. Einhamar gerir einnig út Gísla Súrsson GK-8, sem sömuleiðis er Cleopatra 38 bátur. Skipstjóri á Auði Vé- steins er Óskar Sveinsson. Auður Vésteins er eins og Sæli 15 brúttótonn að stærð og er sömuleiðis í krókaafla- markskerfinu. Eins og í Sæla er aðalvél Auðar Vésteins af gerðinni Volvo Penta D12 715hp, tengd ZF gír, og ljósavélin er Kohler. Í bátnum er ískrapa- vél eins og um borð í Sæla. Siglingatæki eru frá Radio- miðun. Auður Vésteins er út- búin með vökvadrifinni hlið- arskrúfu sem tengd er sjálf- stýringu bátsins. Auður Vésteins er búin fullkomnu 17 þúsund króka línubeitningarkerfi frá Mustad. Línu- og færaspilið er hins vegar frá Beiti. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking. Í lest er rými fyrir 12 660 lítra kör. Í bátnum er innan- geng upphituð stakka- geymsla. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skip- stjóra og háseta. Í lúkar er svefnpláss fyrir fjóra, auk eld- unaraðstöðu með eldavél, ör- bylgjuofni og ísskáp. Tveir nýir Cleopatra 38 bátar frá Trefjum Auður Vésteins GK-88. Myndir: Trefjar. Sæli BA-333. aegirjuni06qxp 7/7/06 1:18 PM Page 38

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.