Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2009, Blaðsíða 6

Ægir - 01.06.2009, Blaðsíða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Góður vinur minn og fiskverkandi sagði mér á dögunum frá nýj- um viðskiptavinum sem hann fékk í Portúgal síðastliðinn vet- ur. Gott orðspor fyrirtækisins í framleiðslu á saltfiski hafði bor- ist víða og til eyrna kaupendanna í Portúgal sem höfðu uppi á þessu íslenska fyrirtæki og brugðu undir sig betri fætinum í Íslandsheimsókn. Þetta var mitt í fárinu hér heima á Íslandi, mitt í botnlausri umræðu um að við værum rúin öllu trausti erlendis, enginn hefði álit á okkur, enginn vildi hafa viðskipti við okkur, enginn vildi af okkur vita. Í stuttu máli nægðu portú- gölsku fiskkaupendunum nokkrir dagar í heimsókn hjá fisk- verkandanum og hans fólki til að þeir tóku snögga ákvörðun. Hættu að kaupa fisk frá Noregi, skiptu samstundis yfir í íslenskan fisk og létu það ekki standa fyrir sér að hjálpa fisk- verkandanum að fjármagna hráefniskaup þannig að hægt væri að vinna fyrir þá strax fyrir markaðinn ytra. Og í stuttu máli er orðið til hið fínasta viðskiptasamband sem skilar þjóðinni arði - fólkinu hér heima atvinnu, fisksölumönnunum í Portúgal góðri vöru til að selja og loks neytendunum þar í landi fiski í hæsta gæðaflokki á diskinn. Og það fyldi líka sögunni að fiskkaup- mennirnir hefðu eftir Íslandsheimsóknina ekki hlustað á neinar mótbárur bankamanna um að millifæra fé til Íslands - þar væri gott fólk til að hafa viðskipti við. Hér er á ferðinni góð dæmisaga um það sem er þrátt fyrir allt að gerast í samfélaginu okkar. Hvað sem líður óráðssíu ýmissa bankamanna sem kunnu fótum sínum ekki forráð í „góðæðinu“ þá erum við ekki alveg rúin trausti. Ég hygg að flestir þeir sem starfa í sjávarútvegi leggi mikið á sig til að tryggja að gæðin á útflutningsvörum okkar séu í hæsta flokki. Þannig hefur það verið um áratugi og fleytt okkur langt. Ég hef trú á að erlendir fiskkaupendur séu það skynsamir að sjá að hin skelfilega atburðarás í kringum fjármálageirann hér á landi er sérstakur kapítuli út af fyrir sig og hefur ekkert með við- skipti við íslenska fiskframleiðendur að gera. Gæði íslenska fisksins eru þau sömu þrátt fyrir Icesave, fall bankanna og alls kyns uppákomur sem líta nú dagsins ljós sem afsprengi banka- hrunsins. Á bak við íslenska gæðafiskinn stendur fólk sem býr að langri hefð og reynslu. Þannig er það út um allt land. Þessu fólki stendur vissulega ógn af árás á orðspor Íslendinga sem gerð var með hinni glæfralegu íslensku viðskiptautanför. Það er ein af skuggahliðum alls þessa máls. Nóg er nú samt að ef samfélagið þarf að taka á sig þungar byrðar til framtíðar þó áratuga orðspor sjávarútvegs á Íslandi sé ekki tekið með í fall- inu. Ég hef mikið velt því fyrir mér hvort þetta yrði raunin í kjöl- far efnahagsáfallsins séríslenska og því varð dæmisagan um portúgölsku saltfiskkaupendurna mér gleðiefni. Við erum þá eftir allt ekki alfarið rúin trausti á erlendri grund. Okkur er enn treyst fyrir því að gera gott úr íslenska fiskinum og sú vitn- eskja er sterk vítt um heim að við höfum í höndum gott hráefni og kunnum til verka. Þó gott kunni að vera að eiga sér stuðn- ing hjá sumum af nágrannaþjóðunum og Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum þá kýs ég að trúa því að fyrst og fremst eigum við mesta björgunarmöguleika í innlendum sjóðum sem enn eru til. Nefnilega sjávarútveginum og mannauðnum! Rúin trausti – eða hvað? Mikið af þorski - jákvætt vandamál! „Þegar menn tala um að kvótakerfið hafi ekki skilað árangri má benda á að fyrir ekki nema sex árum kallaði Hafró okkur útvegsmenn hér á svæðinu á sinn fund. Þá var allt komið í óefni með humarstofninn. Ég veit ekki betur en að hann sé í mjög góðu lagi í dag. Eins er með ýsustofninn, ufsann líka og íslensku síldina þó við getum lítið gert við því að í hana hafi komist sýking. Í kringum 1970 vorum við hér um bil búnir að klára hana. Nú er norsk íslenska síldin óðum að ná sér á strik. Vissulega hefur þetta kerfi skilað árangri. Það er svo mikið af þorski að í rauninni má kalla það jákvæðasta vandamál sem við glímum við á Íslandi í dag. Þú getur hvergi farið um án þess að fá þorsk. Við höfum aldrei séð eins mikið af stórum og fallegum þorski og núna í vetur við Garðskagann og hann er mjög vel haldinn. Vonandi auka þeir þorskkvótann í 200 þúsund í haust og leyfa þeim sem vilja áfram búa á Íslandi að njóta vafans.“ (Þorsteinn Erlingsson, formaður Útvegsmannafélags Suðurnesja og eigandi Saltvers á vef Víkurfrétta) Margar raddir sem krefjast breytinga „Það er alveg ljóst að það á ekki að alhæfa um útvegsmenn fremur en aðra. Margir þeirra eru að vinna gott starf. Ég hef fulla samúð með þeim sem undanfarin ár hafa keypt veiði- heimildir á verði sem engar rekstrarforsendur eru til að greiða niður. Það þarf að taka á málum þeirra af sanngirni. Það breytir hins vegar ekki því að það eru fleiri aðilar en útvegsmenn sem hafa mikla beina og óbeina hagsmuni af sjávarútvegi. Þeir ritstjórar dagblaða sem nú hafa sest í dóm- arasæti hafa aldrei reynt á eigin skinni hvað það merkir í raun að svipta heila byggð rétti til lífsbjargar. Það væri mjög skynsamlegt af útvegsmönnum að gera sér ljóst að það eru ekki fáeinar hjáróma raddir sem krefjast breytinga þessa kerfis og það væri mjög óskynsamlegt að krefjast þess að það standi óbreytt.“ (Ólafur Bjarni Halldórsson á Ísafirði á fréttabef Bæjarins Besta.) U M M Æ L I

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.