Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2009, Blaðsíða 16

Ægir - 01.06.2009, Blaðsíða 16
16 F I S K M A R K A Ð I R „Á þessu ári hefur verið svolít- ill samdráttur hér á markaðn- um í Reykjavík sem helgast fyrst og fremst af því að okkar aðal viðskiptabátur, togarinn Stefnir, hefur ekki verið að fiska karfa eins og undanfarin ár og þar af leiðandi ekki landað hér á markaðinn. En svona er þetta sveiflukennt og getur allt eins orðið upp á við á síðari hluta ársins og næsta vetur,“ segir Örn Smárason hjá Fiskmarkaði Íslands við Reykjavíkurhöfn. Ferskfiskvinnslurnar mikilvægar „Ég hef verið með í viðskipt- um tvo stærstu bátana sem landað hafa á fiskmarkaði hérlendis að jafnaði, togarana Stefni ÍS og Steinunni SF. Stefnir var til að mynda að selja á þriðja þúsund tonn hér á markaðnum í fyrra þannig að við finnum fyrir því þegar hann fer í önnur verkefni. En þetta sýnir að það er öll skipaflóran að nýta sér fisk- markaðina, ekki bara smærri bátarnir,“ segir Örn en uppi- staðan í lönduðum afla hjá Fiskmarkaði Íslands í Reyka- vík er karfi, ýsa og steinbítur. „Þetta er fiskur sem aðallega er að fara í ferskfiskvinnsluna eða gáma beint í útflutning. Kaupendaflóran er breið og kemur alls staðar af landinu. Þetta er bara spurning um hvar kaupandinn fær það verð sem hann er sáttur við og hvenær hann þarf fisk. Þannig eru vinnslurnar hér syðra að sækja fisk á markað- ina úti á landi alveg á sama hátt og landsbyggðarvinnsl- urnar sækja hingað suður ef á þarf að halda. En verðið ræð- ur mestu og það er hærra hér á suðvestursvæði landsins sem skýrist af því að hér er þorrinn af þeim vinnslum sem kaupir á mörkuðum til ferskfiskútflutnings með flugi. Ég held að við Íslendingar værum ekki að gera stóra hluti í dag ef við hefðum ekki komið vel undir okkur fótun- um í ferskfiskútflutningi. Hann skiptir þjóðarbúið miklu í dag,“ segir Örn. Hagkvæmt fyrir bæði kaupendur og seljendur Hjá FMÍ við Reykjavíkurhöfn leggja um 50 bátar upp á árs- grundvelli, virkir söluaðilar ef svo má segja. Það sem af er ári hafa farið um 2500 tonn um markaðinn, sem Örn segir talsvert minna en á síðasta ári. Undanfarin ár hafa farið um markaðinn á bilinu sex til níu þúsund tonn árlega „en við þekkjum þessar sveiflur í gegnum söguna og fáum reglulega bæði toppa og lægðir. Það þarf ekki nema eitt stórt skip í fasta löndun til að breyta miklu og staðreynd- in er að margar stórar útgerð- ir eru að nota fiskmarkaðina. Þetta kerfi er mikilvægur hlekkur í því að bæði útgerð- ir og vinnslur geti leitað hag- kvæmustu leiða hverju sinni í sölu og kaupum á hráefni. Þannig eru margir að sérhæfa sig í stærðum á fiski eftir því hvaða fiskafurðir þeir eru að framleiða. Allt grundvallast þetta á því að um borð í skip- unum sé vandað til hráefnis- meðhöndlunar og flokkunar, samkvæmt þeim kröfum sem við gerum á mörkuðunum. Ég tel að þau atriði séu al- mennt í góðu lagi. Við værum að fá ábendingar frá kaup- endum ef svo væri ekki en fáum sjaldan athugasemdir. Sjómenn eru meðvitaðir um að hafa gæðin í fyrirrúmi,“ segir Örn Smárason hjá Fisk- markaði Íslands við Reykja- víkurhöfn. Fiskmarkaður Íslands við Reykjavíkurhöfn selur að jafnaði 6-8000 tonn á ári: Allt frá togurum niður í smá- báta í föstum viðskiptum Örn Smárason hjá Fiskmarkaði Íslands. „Kaupendaflóra okkar er breið og alls staðar af landinu.“ Afla landað í Reyjavíkurhöfn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.