Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2009, Síða 20

Ægir - 01.06.2009, Síða 20
20 F I S K V I N N S L A Í desember næstkomandi fagnar fiskvinnslan Íslands- saga á Suðureyri 10 ára af- mæli. Fyrirtækið var á sínum tíma stofnað upp úr uppskipt- um á Básafelli sem starfaði á Ísafirði, Flateyri og Suðureyri. Þegar Básafell varð til rann Fiskiðjan Freyja á Suðureyri inn í það og því má í raun segja að Íslandssaga byggi á gamalgrónum grunni Fiskiðj- unnar Freyju. Því fyrirtæki stýrði Óðinn Gestsson á sínum tíma og hann er framkvæmda- stjóri og jafnframt einn eig- enda Íslandssögu. Fyrirtækið er í eigu heimamanna á Suð- ureyri en Guðmundar Kristj- ánssonar, útgerðarmaður, sem kom að Básafelli sem eigandi og skipti fyrirtækinu upp, var meðeigandi í Íslands- sögu í byrjun. Hjá Íslandssögu starfa í dag um 70 manns í landvinnslu og útgerð. Smábátasjómönnunum seint þakkað „Við stóðum frammi fyrir þeirri spurningu hvort hér yrði áfram vinnsla eða ekki þegar uppskipti Básafells urðu. Við skynjuðum ákveðin tækifæri fyrir samfélagið og okkur sem einstaklinga til at- vinnusköpunar. Því til viðbót- ar voru byggðasjónarmið sem knúðu á um að setja hér á stofn vinnslu en á þessum tíma hafði vinnslan gengið vel hjá Básafelli. Með þann grunn vorum við nokkuð bjartsýnir á að verkefnið myndi ganga upp. Hér var allt til staðar og fyrirheit frá Guðmundi Kristjánssyni um að standa með okkur að frek- ari uppbyggingu. Því var það styrkur að hafa hann með okkur í verkefninu í byrjun,“ segir Óðinn en Íslandssaga keypti í upphafi fiskvinnslu- hús á Suðureyri og 94 tonn af kvóta. Á þessum tíma voru sérstaklega mikil umsvif í smábátaútgerðinni frá Suður- eyri, dagabátakerfið var við lýði og mikill afli barst á land yfir sumartímann. „Smábátasjómennirnir sem hér voru tóku þátt í verkefn- inu með okkur með því að vera í viðskiptum og þeim verður seint þakkaður sá stuðningur við fyrirtækið því hann var okkur mikilvægur,“ segir Óðinn. 4-5000 tonn á ári Íslandssaga byggir starfsem- ina á línu- og handfæraút- gerð. Fyrirtækið hefur nú yfir að ráða hátt í 700 tonnum af kvóta, gerir út þrjá fjórtán tonna báta, er með tvo heimabáta í föstum viðskipt- um, einn dragnótabátur frá Patreksfirði leggur allan sinn afla upp hjá Íslandssögu og loks er annar afli keyptur á fiskmörkuðum eins og þarf til vinnslunnar. „Okkur hefur alltaf tekist að halda fullri vinnslu og frá fyrsta ári höfum við unnið ár- lega úr 4-5000 tonnum af fiski. Það er nokkurn veginn Fiskvinnslan Íslandssaga á Suðureyri 10 ára í lok árs: Sjötíu starfsmenn í vinnslu fyrir útflutning og innanlandsmarkað – „fyrningarleiðin sem rædd hefur verið af hálfu stjórnmálamanna stefnir fyrirtækjunum í greininni bara í eina átt - beint í eyðileggingu,“ segir Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Íslandssögu.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.