Ægir

Volume

Ægir - 01.06.2009, Page 22

Ægir - 01.06.2009, Page 22
22 S J Ó M E N N S K A „Aflabrögð að undanförnu hafa verið alveg glimrandi góð. Við höfum mest verið hér á Breiðafirði og út af Snæ- fellsnesi og höfum einbeitt okkur að ýsunni. Í vor höfum við verið á þeirri fiskislóð við Öndverðanesið sem gjarnan er nefnd Vetrarbrautin, sem er um hálfa mílu frá landi og dýpið um það bil fjörutíu faðmar. Í vetur vorum við lítið eitt lengra út frá Nesinu, á miðum sem stundum eru nefnd Suðurkanturinn,“ segir Friðrik Kristjánsson, skipstjóri á Matthíasi SH 21 sem gerður er út frá Rifi. Strákarnir á Matthíasi voru að leggja að bryggju þegar tíðindamaður Ægis var á ferð- inni á Rifi á dögunum. „Við höfum fiskað vel þessa ver- tíðina,“ segir skipstjórinn. „En nú verðum við að fara að hægja á sókninni, enda kvótinn að verða búinn. Í aflaheimildum erum við með um það bil 200 tonn í þorsk- kvóta og ámóta í ýsunni. Þetta dugar okkur hins vegar hvergi og því höfum við alltaf leigt til okkar aflaheimildir í nokkrum mæli. Á þessu fisk- veiðiári erum við líklega bún- ir að veiða eitthvað um 940 tonn alls. Nú síðast í júní er hins vegar allur kvóti búinn og við erum að ganga frá. Þrífa bátinn, taka næturnar frá borði, mála það sem þarf og svona gæti ég haldið áfram. Við erum stopp núna alveg fram í september eða þar til nýtt fiskveiðiár hefst.“ Hörkufínt skip Matthías er rúmlega 122 tonna draganótarbátur, smíð- aður í Kína árið 2001. Skipið var fyrst í eigu Odda hf. á Patreksfirði og hét þá Vestri BA. Árið 2005 keypti Nón- varða hf. á Hellissandi skipið en það fyrirtæki er í eigu for- eldra Friðriks skipstjóra, hjón- anna Kristjáns Jónssonar og Arnheiðar Matthíasdóttur. Skipið nefndu þau eftir syni sínum Matthíasi, sem er lát- inn. „Þetta er hörkufínt skip sem fer bæði vel með mann- skap og veiðarfæri. Er afskap- lega þægilegt í öllum hreyf- ingum,“ segir skipstjórinn. Fimm karlar eru í áhöfn Matthíasar SH og er það sami kjarninn og verið hefur frá upphafi. „Ég kláraði Stýri- mannaskólann árið 2004 en áður hafði ég verið til sjós á sumrin og tekið einhverja lausatúra. Var smábátakarl fyrst eftir að ég kláraði skól- ann. Þegar fjölskyldan keypti þennan bát kom ég í áhöfn- ina og þegar pabbi fór í land tók ég við skipstjórninni. Breytingin á áhöfninni varð þó ekki önnur en sú að Garð- ar bróðir minn kom inn í staðinn og tók við af mér sem stýrimaður,“ útskýrir Friðrik og bætir við að móralinn um borð sé góður. Hver maður þekki til hvers sé af honum ætlast og því gangi hlutir greitt fyrir sig. „Fyrir okkur er ekki langt að sækja á miðin. Erum því oft að fara út um klukkan sex á morgnana og erum komnir inn um kaffileytið. Slíkt er í raun svipað úthald og gerist hjá dagvinnufólki í landi.“ Fyrningarleiðin er hrikaleg Sem kunnugt er hefur sú rík- isstjórn sem tók við völdum í maí boðað breytingar á stjórn fiskveiða með svonefndri fyrningarleið. Þannig ætlar ríkið að innleysa til sín þær aflaheimildir sem nú eru hjá útgerðinni og endurúthluta þeim í framhaldinu. Nánari útfærsla þess hefur þó ekki verið kynnt. „Fyrningarleiðin er hrika- legt dæmi sem setur allt á annan endann. Bara umræðan um þessa uppstokkun fiski- veiðstjórnunarkerfisins er strax farin að hafa mjög skaðleg áhrif. Sjávarútvegurinn hefur starfað eftir leikreglum kvóta- kerfisins alveg síðan 1983 og það er ómögulegt að færa greinina yfir í nýtt umhverfi nema við fáum eitthvað á móti. Það er ekki hægt að taka kvótann af útgerðinni og skilja okkur eftir með skuld- irnar. Ef hér á að setja af stað einhverja allsherjar ríkisútgerð í sjávarútvegi dregur það Glimrandi góð aflabrögð við Öndverðanesið: Veiðum vel á Vetrarbrautinni - segir Friðrik Kristjánsson, skipstjóri á Matthíasi SH Aflanum landað í Rifshöfn.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.