Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2009, Blaðsíða 33

Ægir - 01.06.2009, Blaðsíða 33
33 B Á T A S M Í Ð I „Umsvifin í bátasmíðinni um þessar mundir eru mikil. Við erum að smíða þrjá þrettán metra plastbáta og fleiri eru í hönnun,“ segir Sverrir Bergs- son hjá bátasmiðjunni Seiglu á Akureyri. Seigla flutti starf- semi sína frá Reykjavík norður til Akureyrar fyrir þremur ár- um. Síðan þá hefur verið jafn stígandi í rekstri fyrirtækisins sem sérhæfir sig í smíði plast- báta fyrir erfiðar aðstæður á norðurslóðum. Bátalínan Seigur fæst í ýmsum útfærslum en slíkir bátar eru á bilinu sex til fimmtán metra langir. „Allir okkar bátar byggjast á ákveðnum grunni sem síðan er bætt á, til að tryggja að hver þeirra uppfylli óskir kaupenda. Fyrir vikið eru allir bátar Seiglu á sinn hátt sér- stakir. Nýr bátur í hönnun „Núna erum við til dæmis að þróa nýjan bát sem verður fimmtán metra langur á þrem- ur hæðum og er ætlaður kaupendum bæði í Noregi og Danmörku. Sá er öllu breiðari og hærri en aðrir þeir bátar sem við höfum smíðað til þessa. Er í raun nokkurs kon- ar togari en getur einnig nýst fyrir línu- og snurvoðarveið- ar,“ segir Sverrir sem er fram- kvæmdastjóri Seiglu og annar tveggja aðaleigenda fyrirtæk- isins. Fellikjölur er staðalbúnaður í öllum stærri bátum frá Seiglu, sem gerir bátana meðfærilega. Fyrir fellikjöllinn fékk fyrir- tækið sérstök nýsköpunar- verðlaun á sjávarútvegssýn- ingunni Northfish sem haldin var í Þrándheimi í Noregi í fyrra. Fjölga starfsfólki Síðustu árin hefur verið næsta lítið að gera í bátasmíði fyrir innlenda markaðinn. Svonefnt strandveiðifrumvarp sjávarút- vegsráðherra, sem kynnt var í vor, hefur þó breytt því. Margir eru, að sögn Sverris, til dæmis að kanna hagkvæmni kaupa á litlum strandveiðibát- um. Þá hefur Seigla unnið að smíði báta sem eru notaðir við sjóstangveiði. Allt er þetta þess valdandi að fyrirtækið er nú að fjölga starfsfólki, en hjá Seiglu vinna í dag 18 manns. Þá er fyrirtækið að flytja starf- semi sína af Eyrinni á Akur- eyri í Goðanes nyrst í bænum og fer þangað í 1.800 fer- metra húsnæði sem eykur alla möguleika til vaxtar og sókn- ar. Sverrir fyrir framan þrjá þrettán metra báta sem Seigla smíðaði samtímis fyrir Noregsmarkað. Umsvif stöðugt að aukast hjá Seiglu: Hanna nýjan bát fyrir Noregs- og Danmerkurmarkað Sverrir Bergsson, framkvæmdastjóri Seiglu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.