Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Blaðsíða 8
til þess að veita skógræktarmálunum forstöðu. En á árunum 1900 til 1907 hafði skógræktin aðeins verið styrkt af opinberu fé, en var jafnframt rekin með frjálsu samskotafé og liðsinni góðra manna. Af þvi það getur verið lærdómsríkt. að virða fyrir sér fram- kvæmdir fyrstu áranna og líta á þann árangur og þau mis- tök, er voru þeim samfara, skal gerð stutt grein fyrir því hér. í fyrstu voru settar upp fáeinar girðingar og innan þeirra var reynt að gróðursetja ýmsar erlendar trjátegundir. Síðan var ráðist í að friða og girða skóglendið á Hallormsstað i þeirri von, að kjarrið þar gæti vaxið upp og þroskazt. Á Þingvöllum, við Grund i Eyjafirði, við Rauðavatn og síðar á Hallormsstað. voru ýmsar erlendar trjátegundir reyndar. Helztu tegundirnar voru hvitgreni, fjallafura, siheriskt lerki og nokkrar aðrar. Heim- kynni flestra trjátegundanna voru lönd með meginlandsveðráttu, lönd með löngum og köldum vetrum, en stuttum en hlýjum sumrum. Með þekkingu þeirri, sem þá var á veðurfari hér, var ek.ki nema ofur eðlilegt, að slíkar trjátegundir yrðu fyrir val- inu. Þótt ekki séu nema tæp 40 ár síðan þessar tilraunir fóru fram, vita menn nú miklu betur deili á ýmsu, sem taka verð- ur tillit til, þegar tré eru flutt úr einu landi í annað. Fyrir 40 árum var mönnum livergi nærri ljós nauðsyn þess, að fyrsta skilyrðið til þess, að flutningur trjáa gæti lánazt, væri, að veður- far væri sem allra líkast bæði vetur, sumar, vor og haust, á stöðum þeim, sem flytja átti milli. Úr þvi að þessa var ekki gætt, er engin furða, þótt misjafnlega liafi tekizt til um fluln- ing þessara trjátegunda hingað, sem áttu heimkynni sin suður á hábungum Alpafjalla, austur i miðri Siberiu og fyrir norðan slétturnar miklu i Ameríku. í raun og veru er það mesta furða, að nokkuð af þeim skuli hafa haldið lifi hér. Hvítgrenið er a>- veg ördauða, fjallafuran hjarir hér við Rauðavatn, en hefur náð sæmilegum þroska við Þingvelli og Grund, og lerkið nær nokkr- um þroska við Grund og á Hallormsstað. Af öllum þeim tegund- um, sem reyndar voru, bera tvær alveg af hinum öllum. Það er venjuleg norsk skógarfura, sem ættuð er úr héruðunum norð- an við Þrándheim i Noregi, og blágreni, sem á ætt sína einhvers staðar vestur á Kyrrahafsströnd. Á Hallormsstað er nú til furu- lundur, sem er um 5 metra að hæð og vex engu siður en furu- skógarnir á sama breiddarstigi i Noregi, og þar eru enn frem- ur örfá blágrenitré, og er hið hæsta þeirra nærri 7 metrar. Ástæðan til þess, að þessar tvær tegundir skara fram úr hin- um, er auðskilin. 6

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.