Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Blaðsíða 22
ekki geta lesið og kynnt mér rök og kenningar þeirra manna,
er þær stefnur aðhyllast, án þess að snúast þar til fylgis, þá
væri það vissulega sú mesta viðurkenning, sem ég gæti veitt
þeim á ágæti þeirra. Nei, Mál og menning hefur verið réttilega
stofnað og á réttum tíma, og því hefur verið þannig lekið af
þjóðinni, að viðtökurnar sýna stórum meiri þroska en fram
kemur i umræddri Tímagrein, og vonandi sýnir almenningur
þroska sinn enn betur með auknum stuðningi við félagið, þrátt
fyrir það, þótt einstaka rödd reyni að sundra þeim samtökum.
Það hefur verið sagt, að lýðræðis- og þingræðisskipulagið sé
hezta stjórnskipulagið, en krefjist mests þroska almennings til
framkvæmda. Þetta munu allir viðurkenna. En sá þroski skap-
ast bezt með alhliða fræðslu, jafnt almennri sem pólitískri. Það
verður áreiðanlega enginn stoð eða stytta þingræðis og lýðræðis,
sem aðeins kynnir sér skoðanir eins flokks.
Með ósk um gæfu og gengi félagsins á nýja árinu.
Hjörtur Hjálmarsson.
Kaflar úr bréfum.
Þinganesi í Hornafirði, 1. fehr. 1939.
Vísindarit, eins og „Efnisheimurinn“, ná ekki tilgangi sín-
um, nema þau sé lesin og rædd fram og aftur. Þar er vafalaust
rétta leiðin, að mynda lesliópa. Mér lízt vel á þá hugmynd,
að fá Björn Franzson til að ferðast um og hjálpa fólkinu til
að brjóta þetta rit inn að kjarna. Hér i Nesjahreppi hefur ekki
enn verið myndaður leshópur. En ég skal ábyrgjast Birni marga
lilustendur, ef hann fæst til að koma.
Það er fallega gert af ykkur að ætla að gefa okkur kost á
Andvökum St. G. St. En ekki má heldur liða á löngu, þar til
við fáum úrvalsljóð Einars Benediktssönar. Ég er mikill dá-
andi beggja þessara skálda. Þó hef ég ekki enn þá getað fengið
öll kvæði Einars til lesturs og engin þeirra til eignar. Fleiri
munu hafa slíka sögu að segja.----------
Torfi Þorsteinsson.
Hreiðri i Holtum 19. fehr. 1939.
Frá þvi fyrsta, að bókmenntafélagið Mál og menning var stofn-
að, hef ég verið mjög hrifin af því, og sú hrifning eykst við
hverja bók, sem kemur út; blessaðar bækurnar minar hafa kom-
ið til mín eins og sólargeislar, hingað í sveitaeinveruna ....
Um val bókanna næsta ár er ég mjög vel ánægð; sérstak-
lega hlakka ég til að fá ljóðin eftir Stephan G. Stephansson,
20