Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Blaðsíða 20
an — þjóðin — fær í friði að byggja upp sína menningu, þá munu ávextir Máls og menningar verða ómetanlegir. Með beztu óskum og félagskveðju. Bjarni Þórðarson. Til Máls og menningar. Það hefur dregizt fyrir mér lengur en verða átti að skrifa Máli og menningu nokkrar línur og senda þeim mönnum þakkir, sem gengust fyrir stofnun félagsins. Mér var þegar i upphafi Ijóst, að hér var hafið hið ágætasta menningarstarf, og mér til mikillar gleði er þetta menningarstarf nú orðið mikið, eftir á- stæðum, og virðist þvi betur eiga örugga framtíð. Ég vil þakka fyrir bækur félagsins á árinu 1938, sem ég tel að verið hafi liver annarri betri. Ennfremur lízt mér ágætlega á bókaval þessa árs. Mest hlakka ég þó til að fá „Andvökur". Ég hafði einmitt verið að hugsa um það, áður en ég vissi um þessa ákvörðun félagsins, að félagið ætti að gefa smám saman út úrvalsljóð okkar beztu skálda. Ber tvennt til, að ég tel þetta nauðsynlegt. í fyrsta lagi er það nauðsynlegra en flest annað í bókmennta- legum efnum, að fólkið eignist verk sinna mestu snillinga. í öðru lagi eru verk þessara manna nú annaðhvort ófáanleg, eða þá svo dýr, að aimenningur getur ekki eignazt þau. Þessi útgáfa yrði að sjálfsögðu að vera úrval úr verkum höfundanna, vegna þess að heildarverk þeirra yrðu svo dýr. Slíkum bókum ætti að fylgja ítarleg greinargerð um skáldskap höfundanna og orða- skýringar, og jafnvel skýringar einstakra kvæða, þar sem þess gerðist þörf. Ég lief nefnt Ijóðskáldin i þessu sambandi. Er mér að visu Ijóst, að fleiri höfundar liafa vel gert, en þó hygg ég, að á því sviði hafi þjóðin eignazt mesta snillinga. Og hvort sem svo er eða ekki, þá virðist mér vafalaust, að verk Ijóðskáldanna hafi orðið þjóðinni meiri fengur i bókmentalegum efnum en allt ann- að, og mun þvi valda bæði formið, og svo hversu vel þessir menn hafa túlkað hugðarefni þjóðarinnar. Ljóð eru hæfari til ulanaðlærdóms en óbundið mál, svo og til söngs, og verður þetta til þess, að Ijóðskáldin eiga greiðari leið að hugum fólksins en þeir, sem velja sér önnur form. Úrvalsljóð Jónasar, Matthíasar, Þorsteins, Stephans G. og Einars Benediktssonar, svo að nokkr- ir séu nefndir, ætti fyrst og fremst að vera til á liverju íslenzku heimili. Ég vil þvi vona, að félagið haldi áfram á þeirri hraut, sem það hefur gengið inn á i sambandi við ljóð Stephans G. í boðsbréfi félagsins var talað um, að félagið gæfi út hand- 18

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.