Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Blaðsíða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Blaðsíða 9
Friðunarstarfsemm á Hallormsstað leiddi brátt i Ijós, að björk- in óx öllum vonum framar, þegar sauðfénu var bægt í burtu. Land það, sem örfoka var orðið, greri fljótt upp og fyrsti gróð- urinn á melunum var björkin. Viðarmælingar hafa sýnt, að vöxt- ur bjarkarinnar nemur um einum teningsmetra af við á hverju ári á hektara, og allar likur eru til, að tré þau, sem vaxa upp í skjóli friðunarinnar, verði talsvert hærri en tré þau, sem menn þekktu hæst áður. Sumstaðar hefur björkin náð 7 metra hæð á 30 árum, en áður voru hæstu tré venjulega nálægt 10 metr- um, enda þótt þau væru orðin um 100 ára. Eins og við var að búast, uxu hinar erlendu trjátegundir mjög lítið fyrsta áratuginn eftir að þær höfðu verið gróðursettar, og mesti urmull plantna kulnaði út og dó. Hafði þetta þær afleið- ingar, að hætt var við að gróðursetja liér erlendar trjátegundir, en i stað þess var stefnt að því, að girða ýms skóglendi, svo sem Vaglaskóg, Þórsmörk, Ásbyrgi o. fl. Sú starfsemi hefur bor- ið ágætan árangur, eins og á Hallormsstað, en ávextir hennar eiga þó eftir að verða margfalt meiri. Elzta skógarfriðun á land- inu er ekki nema rúmra þrjátíu ára, og þegar þess er gætt, að aldur trjánna er nærri hundrað ára, liggur í augum uppi, að við höfum enn ekki séð nema þriðjung, og kannski tæplega það, af því, sem vexti og þroska bjarkarinnar nemur. Hér á landi eru áreiðanlega 80—100 þúsund ha. skóglendis, er bíða friðunar og geta orðið verðmætt land með tiltölulega litl- um kostnaði. Enda þótt björkin geti aðeins fullnægt tiltölul'ega litl- um hluta af viðarþörf manna, er þó svo komið, að ýmislegt má vinna úr henni í framtíðinni til mikils hagræðis fyrir þjóðfé- lagið. Það væri efni í heila ritgerð, að skýra frá öllu þvi marg- víslega, sem menn eru nú farnir að vinna úr viði og viðarúr- gangi, og verður því að sleppa því hér. Það mundi mjög auka framtiðarnytjar af skógrækt á landi hér, ef hægt væri að rækta hér fleiri tegundir trjáa. Til þess að við getum vænzt þess, að slíkt geti borið árangur, verðum við að sækja trjáfræ til þeirra staða, sem hafa svipaða veðr- áttu og fsland. Ef slíkir staðir eru til í heiminum og ef ])ar vaxa skógar, er enginn vafi á, að auðvelt er að fá tré þaðan til þess að dafna hér og þrífast. Mér er ekki kunnugt um nema örfáa staði, sem svipar til íslands að veðurfari, og þá er helzt að finna á miðri suðurströnd Alaska og helzt á svonefndum Kenai- slcaga. Veturnir þar eru aðeins kaldari en liér, og meðalhiti sum- arsins er örlítið hærri. Lengd vaxtartímans þar er sízt lengri en á Suðurlandi, úrkomur eru þar miklar og stormar tíðir. 7

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.