Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Blaðsíða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Blaðsíða 21
bækur um ýmis efni. Mér hefúr dottið i hug, að félagið ætti iem fyrst að gefa út nokkurskonar handbók fyrir heimilin. Ætti sú bók að fjalla um ýmis þau efni, sem einkum viðkoma heim- iiunum. Vil ég þá tilnefna matargerð, og í sambandi við það el'nafræði, uppeldismál, þrifnað, garðrækt, trjárækt, reiknings- færslu fyrir heimili, lögfræðileg efni (nokkurskonar formálabók). Hér eru aðeins nefnd nokkur atriði af handahófi, en ég hygg, að bók, sem hefði inni að halda leiðbeiningar um þessi og önn- ur efni, yrði mjög vel þegin og myndi koma almenningi að miklu gagni. Þegar ég minnist á heimilin i sambandi við Mál og menningu, þá vil ég taka það fram, að mér lízt ágætlega á þá hugmynd félagsins, að senda félagsmönnum ljósmyndir af málverkum. Þetta getur orðið til mikillar prýði á heimilum og er mjög við- eigandi. Ivristinn E. Andrésson héfur nokkuð fjallað um framtiðarstarf- semi Máls og menningar, sbr. 2. tbl. 1. árgangs þessa timarits. Er af þeirri greinargerð ljóst, hvílíkt feikna verkefni bíður fé- lagsins. Af þeim grundvallarritum, sem þar eru nefnd, vil ég taka það fram, að ég tel, að félagið ætti að láta bókmennta- söguna sitja fyrir. Finnst mér það viðeigandi, og að sama skapi niikil þörf. Húsavik, 7. febrúar 1939. Páll Kristjánsson. Flateyri, 23. jan. 1939. Mér barst nú fyrir tveim dögum síðasta bók yðar af bókum ársins 1938. Vil ég þá nota tækifærið til að þakka ársútgáfuna, og lýsa yfir því, að hún hefur á engan hátt hrugðizt vonum minum. Aðaltilefni þessa bréfs er þó það, að samtimis barst mér Tím- inn, með grein, er her yfirskriftina: „Á íslandsmiðum“, og tel ég furðu, að blað, sem að standa sæmilega víðsýnir menn, skuli hirta slíka ritsmíð. Greinin virðist vera rituð sem líking. og er annarsvegar þorskveiðarnar, en á hinn bóginn Mál og menning og utgáfustarfsemi þess. Virðast þá Rauðir pennar vera öngull- inn, en meðfylgjandi bækur beitan, og eigi á þessi veiðitæki að veiða menn yfir til kommúnismans. Ég get tekið það fram strax, að ég er ekki kommúnisti, ekki einu sinni samfylkingarmaður, i þeirri mynd, sem samfylking Alþýðu- og Kommúnistaflokksins hefur tekizt, en ef ég teldi mig 19

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.