Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Blaðsíða 10
Á þessum slóSum og i grennd við þær, má finna um 15 tegundir trjáa, og stórvaxinna runna, sem flestar gætu þrifizt hér og náð góðum þroska. Af þessum tegunduin eru þó aðallega þrir barrviðir, sem verulegur fengur væri að fá. Nú hagar þannig til á þessum stöðum í Alaska, að fræ fellur þar vart á hverju ári, og þegar fræ fellur, er ekki alltaf vist, að unnt sé að ná i það sakir þess, að skógræktarmenn Bandaríkjastjórnar fara ekki um þessi svæði nema endrum og eins, og við höfum ekki sambaiul við aðra menn í þessu strjálbyggða og stóra landi. Þrátt fyrir marg-ítrekaðar tilraunir nú um 5 ára skeið, hefur okk- ur ekki tekizt að fá nema rúmlega 2000 plöntur af Sitkagreni frá Kenaiskaga, fyrir einstaka greiðvikni forstöðumanns skóg- ræktartilraunastöðvarinnar í Bergen. Það er engum vafa undirorpið, að frá Alaska getum við feng- ið ágætan nytjavið, er fram líða stundir. Björkin verður samt sem áðnr aðaltréð til þess að klæða skóglaust land, og örfoka auðnir geta orðið að verðmætu og góðu landi. Og þegar okkur hefur tekizt að kynbæta björkina, sem von er um, verður hún enn nytjameiri en nú. Er við íslendingar lítum yfir farinn veg, verðum við þess undir eins áskynja, að forfeður okkar urðu að ræna landið gæð- um, til þess að geta treint fram lífið, og þeir höfðu aldrei bol- magn til þess að veita landinu neitt i staðinn. Það er ekki fyrr en nú á siðuslu áratugunum, að nokkur tök hafa verið til þess. En sanit sem áður höfum við ekki rækt þá skyldu, sem okkur bar, því að með aukinni ræktun liefur skepnum í landinu fjölg- að, svo að nú er sennilega öllu meiri rány.rkja höfð i frammi heldur en um siðustu aldamót. Það er engin tilviljun, að geit- fé er aðallega og langflest i sveitum þeim, sem mest er skóg- lendið, og það er engin tilviljun, að því hefur verið fjölgað alveg ótrúlega siðustu árin, og það er ekkert, sem gefur manni ástæðu til þess að lialda, að .betur sé með það farið en áður fyrr. Það er engin tilviljun, að sauðfjáreignin hefur aukizt um 100 þúsund á fáum árum, og það er engin ástæða til að ætla, að meðferð þess sé miklu betri en áður var, þegar útheysafl- inn hefur frenmr minnkað en aukizt. Allur bústofnsauki lands- manna án bættrar fóðrunar og hirðingar á skepnum er spor i öfuga átt við það, sem vera ætti. Það er ekkert annað en auk- in rányrkja og niðurniðsla lands. Frá upphafi vega sinna hafa fslendingar búið í landi þvi, sem forsjónin gaf þeim, sem eins konar niðursetningar eða „hreppsómagar“, er náttúran sjálf hef- ur orðið að gefa með af landgæðum sinum, til þess að þjóðin 8

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.