Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2012, Page 11

Ægir - 01.04.2012, Page 11
11 S A G A N Í bók sinni byggir Sigurður meðal annars á frásögn Magnúsar Finnssonar, blaða- manns á Morgunblaðinu til áratuga, sem stóð vaktina og aflaði frétta af atburðum úti á miðunum þegar til átaka kom milli Íslendinga og Breta. Í bókinni segir: Slegið í stjórnborðsbóg „Andromeda, hið gríðarstóra herskip, var á fullri siglingu og stefndi í áttina að okkur á miklum skriðþunga. Örfáum andartökum síðar var bresku freigátunni þverbeygt fyrir varðskipið og slegið í stjórn- borðsbóg þess svo skipin skullu saman með braki og brestum og sjálfur hentist ég til þar sem ég stóð á brúar- vængnum. Strax kom allmikill hliðarhalli á varðskipið sem rétti sig þó strax af þegar það var laust úr klóm brimdrek- ans,“ er haft eftir Magnúsi Finnssyni þar sem hann vísar til átaka á miðunum fyrir austan land snemma árs 1976. Tilgreint er að að þegar útfærsla landhelginnar kom til framkvæmda í október 1975 hafi alls alls fimmtíu breskir togarar verið á Ís- landsmiðum, auk togara frá Vestur-Þýskalandi, Belgíu og Færeyjum. Gagnvart síðast- nefndu þjóðunum náðust samningar fljótlega en raunin varð önnur hvað áhrærði Bretum. Því kom til átaka. Hörð atlaga Austfjarðamið voru helsti vettvangur 200-mílna stríðs- ins. Segja má að það hafi byrjað 15. nóvember 1975 þegar varðskipin Týr og Þór skáru trollvíra aftan úr togur- unum Boston Marauder og Primellu, en slíkt átti eftir að gerast margoft á næstu vik- um. „Hinn 25. nóvember 1975 voru bresk herskip og drátt- arbátar komin á Austfjarða- mið, togurunum til verndar. Og fljótlega sló í brýnu. Fyrst með núningi en svo meiri- háttar átökum. Freigátan HMS Falmouth reyndi ásiglingu á varðskipið Þór 10. desember og næsta dag gerðu þrír dráttarbátar harða atlögu að varðskipinu í mynni Seyðis- fjarðar. Einn bátanna, Llo- ydsman, sigldi tvívegis á varðskipið og olli á því mikl- um skemmdum. Svarað var með fallbyssuskotum. „Fyrri kúluna létum við viljandi fara yfir dráttarbátinn en seinni kúlunni var miðað á strompinn. Ekki sáum við hvar hún lenti á skipinu en við heyrðum greinilega að hún hitti Lloydsman,“ sagði Helgi Hallvarðsson skipherra í viðtali við Morgunblaðið í kjölfar atburðanna við Seyðis- fjörð. Áróður skiptir máli Í bókinni er nokkuð gert úr þætti fjölmiðla í þorskastríð- inu. Þar segir að þegar ís- lensku varðskipin lögðu úr Átökin um Íslandsmið Helgi Hallvarðsson var nafntogaður skipherra og ein af frægustu kempum þorskastríðanna.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.