Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.2012, Qupperneq 22

Ægir - 01.04.2012, Qupperneq 22
22 mjög vel sótt og voru nem- endur ýmist að stefna á strandveiði eða jafnvel að auka möguleika sína á vinnu á sjó eða afla sér réttinda í starfi sínu. Jafnframt voru 10 nemar sem útskrifuðust úr vélstjórn II sem var kennt í samstarfi við Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Þá bættu menn við sig 3 áföngum í raffræði, kælitækni og framhald í vél- fræði og juku réttindi sín í að mega vera á bátum með sömu vélastærð en allt að 24 metrar að lengd. Þetta nám var sett upp sem lotunám (ein lota í mánuði). Þetta námskeið var sniðið að þörf- um þeirra sem eru úti á vinnumarkaðinum og þá sér- staklega sjómönnum. Skip- stjórnarnámskeiðin á báta undir 12 metrum hafa verið vinsæl og hefur verið fullt á þeim í vetur. Námskeið í sjó- vinnu hefur verið sniðið eftir óskum skipstjóra sem telja mjög margir að vanti hand- verkskunnáttu úti á sjó. Þetta námskeið er 80 stundir og er mjög hagnýtt fyrir sjómenn. Í vetur hefur Nanna Bára farið um víða um landið til að kenna á námskeiðum fyrir fiskvinnslufólk (sérhæfðir fiskvinnslumenn). Þar má nefna Ísafjörð, Flateyri, Bol- ungarvík, Þingeyri, Þórshöfn, Vestmannaeyjar, Akranes, Þorlákshöfn, Reykjavík og hafa Grindvíkingar einnig verið öflugir í að senda sitt fólk á námskeið. Alls hafa á sjöunda hundrað starfsmenn í sjávarútvegi sótt þessi nám- skeið. Vísir sendi sitt fólk strax eftir áramótin og hafa Þorbjörninn og Stakkavík ver- ið með sína starfsmenn á námskeiðum núna í vor. Jafn- framt er farið að bjóða upp á viðbótarnámskeið þar sem kennarar eru frá rannsóknar- þjónustunni Sýni og Fisk- tækniskólanum. Fyrstu nám- skeiðin fóru af stað í Vest- mannaeyjum í byrjun maí. Þessi námskeið eru kjara- bundin og veita launahækk- un að þeim loknum. Spennandi tækifæri í sjávarútvegi Um þessar mundir eru mörg spennandi tækifæri í sjávarút- veginum. Mikil þróun á sér stað og fjölbreytni starfa inn- an greinarinnar er sífellt að aukast. Fiskur er lúxusvara og mikil áhersla er lögð á gæði og þekkingu starfs- manna til framleiðslunnar. Menntun í faginu gefur möguleika á störfum sem gefa vel af sér, bæði á sjó og landi. Nanna Bára segir skól- ann í afar góðum tengslum við atvinnulífið og stofnanir þess innan sjávarútvegs og rannsókna. Nemendur skól- ans fá strax á annarri önn vinnustaðaþjálfun í samræmi við áhuga og áherslusvið þeirra. Núna stendur yfir skráning í skólann í haust. „Ég vil endilega hvetja Grindvíkinga til að sækja nám í heima- byggð og sækja nám til okk- ar. Það skapar mikla mögu- leika sérstaklega í bæ eins og þessum þar sem sjávarútveg- urinn blómstrar,“ segir Nanna Bára. Hún vill sérstaklega taka fram hvað það sé til mikillar fyrirmyndar hve sjávarútvegs- fyrirtækin í Grindavík eins og aðrir þar hafa stutt vel við fyrstu skref skólans á síðustu 2 árum. Til að fá upplýsingar um skólann og námið má hafa samband á skrifstofu skólans í síma 4125940 eða eydna@ mss.is, nannabara@mss.is , olijon@fss.is Innritun í skólann fer fram á menntagatt.is S J Á V A R Ú T V E G S N Á M
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.