Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2012, Blaðsíða 24

Ægir - 01.04.2012, Blaðsíða 24
24 B Á T A S M Í Ð I Siglufjarðar Seigur ehf. sérhæfir sig í nýsmíði og stærri sem smærri breytingum trefjaplastbáta: Fyrsti plastbáturinn smíðaður fyrir Danmerkurmarkað „Óskastaða okkar er að smíða þrjá nýja báta á ári og annast að öðru leyti viðhalds- verkefni fyrir bátaflotann. Sumartíminn sem í hönd fer er alltaf mikill annatími hjá okkur í smærri viðhalds- og viðgerðarverkefnum fyrir báta- flotann enda höfum við kjör- aðstæður til að veita hraða og góða þjónustu. Húsnæði rétt við höfnina þar sem við getum tekið bátana inn og þessi hraði skiptir bátaeigendur auðvitað miklu máli þegar veiðarnar standa sem hæst,“ segir Friðrik Jónsson, fram- kvæmdastjóri Siglufjarðar Seigs ehf. á Siglufirði. Þessa dagana er mikið að gera í bátasmiðjunni, starfsmönnum hefur farið fjölgandi og segist Friðrik skynja áhuga á stærri breytingaverkefnum í línubát- um, auk þess sem margir hafi þörf fyrir endurnýjun. „Já, það er ekki vafamál að endurnýjunarþörf er fyrir hendi, bæði að bátaeigendur vilji yngja báta sína upp og margir horfa líka til þess að fá stærri og öflugri báta. Okk- ar bátar hafa komið mjög vel út á undanförnum árum og staðreyndin er sú að þeir sem hafa reynslu af Seigs-bátun- um leita til okkar aftur þegar kemur að endurnýjun. Það segir sína sögu um reynsluna af bátunum. Í flestum tilfell- um er það líka svo að eftir að við höfum afhent eigendum bátana höfum við ekkert heyrt af þeim meira. Það seg- ir okkur bara eitt; vandamálin eru engin og eigendurnir ánægðir,“ segir Friðrik en fyr- irtækið Siglufjarðar Seigur var stofnað árið 2005 um smíði trefjaplastbáta. Fyrirtækið er staðsett við hlið JE vélaverk- stæðis hf. sem á helminginn í bátasmiðjunni á móti báta- framleiðandanum Seiglu ehf. á Akureyri. Friðrik segir mik- inn styrk felast í þessu eign- arhaldi, JE vélaverkstæði ann- ast allar stálsmíðar og Seigla aðstoðar í markaðsmálum og ýmsum öðrum þáttum. Smíð- in fer hins vegar alfarið fram á Siglufirði. Starfsmenn Siglufjarðar Seigs ehf. fyrir framan Seigs-bátinn sem afhentur verður til Danmerkur á næstu vikum. Einn af nýjustu bátum Siglufjarðar Seigs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.