Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2012, Síða 43

Ægir - 01.04.2012, Síða 43
43 Ú T F L U T N I N G U R uppsjávarafurða líkt og und- anfarin ár, en þær voru um 130 þúsund tonn, sem er tæplega 30 þúsund tonna samdráttur frá árinu áður. Aukning var í útflutningi loðnuafurða á milli áranna 2010 og 2011. Samtals voru flutt út tæp 100 þúsund tonn af loðnuafurðum árið 2011 samanborið við 57 þúsund tonn árið áður. Tæp 110 þús- und tonn voru flutt út af makrílafurðum, sem er um 104% aukning frá 2010. Út- flutningur skel- og krab- badýra nam 16 þúsund tonn- um, sem er um 2 þúsund tonna samdráttur frá árinu 2010. Stærsti hluti þess út- flutnings voru rúmlega 12 þúsund tonn af rækju. Samdráttur í ýsuafurðum Útflutningsverðmætin jukust milli áranna 2010 og 2011 um 31 milljarð, eða um rösklega 14%. Af samtals 252 milljörðum króna í verðmætum komu 58%, eða rúmir 145 milljarðar króna úr botnfiski. Jókst þannig verðmæti botnfisks um 5,5 milljarða milli ára. Hlutur þorskafurða er stærst- ur, en útflutningsverðmæti þeirra nam tæpum 77,2 millj- örðum og jókst um 6,5% milli ára. Útflutningsverðmæti ýsu- afurða nam rúmum 16 millj- örðum á árinu 2011 og dróst saman um 15,8% milli ára. Verðmæti annars uppsjávar- afla en þorsks og ýsu jókst um 8,1% frá fyrra ári. Útflutningsverðmæti flat- fisktegunda var 11,9 milljarðar á árinu 2011 en 11,1 milljarð- ur króna árið áður. Grálúðan var verðmætust flatfiskteg- unda og nam útflutningsverð- mæti hennar 8 milljörðum króna árið 2011 á móti 7,2 milljörðum króna árið 2010. Hlutur uppsjávartegunda af útflutningsverðmæti sjávar- afurða var 26,7%, eða 67,2 milljarður króna, og jókst um 48,1% frá árinu 2010. Af ein- stökum tegundum var út- Mynd 1. Magn útfluttra sjávarafurða 1997–2011.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.