Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2012, Side 47

Ægir - 01.04.2012, Side 47
47 M A K R Í L V E I Ð A R af þeim makríl sem er í birgðum sé ekki af ásættan- legum gæðum, einkum vegna átuinnihalds.“ Frystiskipin framleiddu í fyrra nær eingöngu heilan óslægðan makríl en land- vinnslurnar og vinnsluskip hausuðu og slægðu stóran hluta aflans. Flakavinnsla var óverulegur hluti alls útflutn- ingsins makrílafurða eða vel innan við 1%. Verðmæti flakavinnslunnar árið 2011 var tæp 81 m.kr. og voru framleidd um 184 tonn af landfrystum og sjófrystum flökum. Verðhækkun um 40% milli ára Tölur sýna að heilfrystur makríll var seldur til 31 lands árið 2011 en um 75% magns- ins fóru til þriggja landa: 38% til Rússlands, 23% til Hol- lands og 12% til Nígeríu. Makrílafurðum er umskipað í Hollandi og skýrir það mikið magn afurða sem þangað er flutt. Meðaltalsverðmæti alls út- flutningsins var 220 kr/kg. Rússlandsmarkaður skilaði að meðaltali 250 kr/kg en Hol- land var töluvert undir með- altalinu eða 167 kr/kg meðan Nígería var að skila meðaltal- inu eða 221 kr/kg. Mikil verðhækkun hefur átt sé stað þegar skoðuð eru meðalverð áranna 2010 og 2011. Heilfrystur makríll er að skila um 40% hærra verði 2011 að meðaltali en árið á undan. Meðalverðið, fór úr 157 kr/kg 2010 í 220 kr/kg 2011 og segir í skýrslu vinnu- hópsins að þetta sýni öðru fremurað mikill árangur hafi náðst í vinnslu og markaðs- starfi fyrirtækjanna. Minna magn í Noregi en verðmætisaukning Ef horft er til Noregs dróst út- flutningur á makrílafurðum saman milli ára. Árið 2010 var útflutningur 276.749 tonn en fór niður í 244.830 tonn 2011 sem samsvarar 12% sam- drætti. Hins vegar jókst verð- mæti makrílafurða milli ár- anna 2010 og 2011, fór úr tæpum 3 milljörðum norskra króna í 3,5 milljarða. Meðal- verðmæti var 10,74 norskar krónur árið 2010 en fór í 14,13 árið 2011. Það er 32% hækkun milli ára. Norðmenn fluttu út makríl til 54 landa árið 2011. Lang verðmætasti og mikilvægasti markaður þeirra er Japan en þangað voru flutt út 75.000 tonn eða 31% af útfluttum makrílafurðum árið 2011. Það gera verðmæti upp á 1,1 milljarð norskra króna eða 34% af útflutningsverðmætum makrílafurða. Makrílvinnslan hefur verið mikil búbót hjá landvinnslunum, líkt og í HB Granda á Vopnafirði.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.