Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2012, Síða 57

Ægir - 01.04.2012, Síða 57
57 N Ý T T F I S K I S K I P Hátíð hafsins verður haldin í Reykjavík helgina 2.-3. júní og að vanda verður menningu hafsins gerð góð skil, sam- hliða hefðbundnum viðburðum sjómannadagsins. Hátíðar- höld fara fram á Granda og teygja sig yfir á Ægisgarð. Dagskráin verður fjölbreytt sem fyrr; leikir, dorgveiði, föndursmiðjur, fiskiveisla, skemmtidagskrá á sviði, furðufiskasýning og margt fleira verður í boði fyrir alla fjölskylduna. Í gömlu verbúð- unum bæði á Granda og við Geirsgötu má kynna sér fjöl- breytta starfsemi; gallery, vinnustofur listamanna og hönnuða, verslanir og veit- ingastaðir svo eitthvað sé nefnt. Hátíð hafsins verður í orðsins fyllstu merkingu flaut- uð inn með skipslúðrum kl. 10 að morgni laugardagsins 2. júní. Að því loknu tekur við samfelld dagskrá til sunnudagskvölds. Einn af miðpunktum hátíðarinnar verður í Sjóminjasafninu Vík- inni þar sem fjórar nýjar sýn- ingar verða opnaðar þessa helgina. Þar má meða annars sjá ljósmyndasýningar, út- skurð í rekavið, auk þess em færeyska skútan Westward Ho verður til sýnis gestum og gangandi. Varðskipið Óðinn verður einnig opið og um borð verða fyrrum skipsverjar sem fræða gesti um tíma þeirra um borð. Færeyjar koma víðar við sögu í dagskránni því Kynn- ingarstofan í Fæeryjum verð- ur með bás í Sjóminjasafninu Víkinni þar sem starfsmenn hennar fræða gesti um eyj- arnar og hvað þar er að sjá. Af öðrum dagskrárliðum má nefna fiskasýningu á Granda- garði, siglingu frá Granda- garði með gömlum eikarbát, nýja varðskipið Þór verður til sýnis, vísindasmiðja Hafró fræðir gesti um makrílinn, hægt verður að bragða á hrefnukjöti, árlegt knatt- spyrnumót sjómanna verður á Þróttarvelli, dorgveiði á Grandagarði, sjómannakaffi í Viðey, vöfflur og kaffi í Gróu- búð á vegum Slysavarna- deildar kvenna í Reykjavík og fleira og fleira. Á sjómannadaginn sjálfan hefst dagskráin með minning- arathöfn í Fossvogskirkju- garði og viðburðir á Granda- garði taka síðan við hver af öðrum. Á hádegi verða til að mynda vígðir tveir nýir björg- unarbátar Björgunarsveitar- innar Ársæls og kl. 13.30 hefst dagskrá á sviði á Grandagarði þar sem Lúðra- sveit Reykjavíkur leikur, hefð- bundin dagskrá Sjómanna- dagsráðs verður flutt, ýmis skemmtiatriði fylgja þar á eft- ir og botninn í þann lið slær síðan hljómsveitin Valdimar. Dagkrá Hátíðar hafsins má sjá í heild á heimasíðu henn- ar, www.hatidhafsins.is Þétt dagskrá á Hátíð hafsins Alls kyns listasýningar koma við sögu á Hátíð hafsins. Furðufiskarnir vekja allataf áhuga. Betra er að varast sjóræningja sem gætu skotið upp kollinum! Grandagarður og Reykjavíkurhöfn í aðalhlutverki á Hátíð hafsins.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.