Ægir - 01.07.2012, Page 9
9
Æ G I S V I Ð T A L I Ð
Árið 1987 var sett á stofn fyr-
irtæki á Dalvík um markaðs-
setningu og sölu sjávarafurða
en að baki því stóð hópur ein-
staklinga á Norðurlandi, bæði
útgerðarmanna og sjómanna.
Segja má að stofnun Fisk-
miðlunar Norðurlands hafi
verið til marks um þá þróun
sem síðar varð í markaðs- og
sölumálum í íslenskum sjávar-
útvegi, þ.e. að fleiri aðilar
kæmu að þessum þáttum en
einungis stór sölusamlög á
borð við Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna, Íslenskar sjáv-
arafurðir og SÍF, svo þau
helstu séu nefnd. Á þessu ári
fagnar fyrirtækið, sem nú ber
nafnið Salka-Fiskmiðlun hf.,
aldarfjórðungs afmæli sínu en
í dag er það leiðandi og
stærst hér á landi í umboðs-
sölu þurrkaðra fiskafurða á
Nígeríumarkaði. Hlutdeild
Sölku-Fiskmiðlunar er þar um
40% og raunar selur fyrirtæk-
ið einnig afurðir til Nígeríu
fyrir erlenda framleiðendur. Í
tilefni tímamótanna tók Ægir
hús á framkvæmdastjóra fyrir-
tækisins, Katrínu Sigurjóns-
dóttur, sem starfað hefur hjá
fyrirtækinu síðustu 18 árin og
verið framkvæmdastjóri þess
um 8 ára skeið.
Þó ætlunin hafi í upphafi
verið að þróa Fiskmiðlun
Norðurlands í fjölbreyttum út-
flutningi sjávarafurða þá kom
sala þurrkaðra afurða til Níg-
eríu snemma til sögunnar og
má heita að allt frá árinu 1994
hafi þau viðskipti verið burð-
Sölufyrirtækið Salka-Fiskmiðlun hf. á Dalvík leiðir útflutning þurrkaðra afurða á
Nígeríumarkað og fagnar 25 ár afmæli í ár:
Höfum trausta
afurðamarkaði
í Nígeríu
- segir Katrín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
Ægir Verkís hálfs outl (100x210mm) 2012-ágúst prent.pdf 1 17.8.2012 14:13:15