Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2012, Side 19

Ægir - 01.07.2012, Side 19
M J Ö L V E R K S M I Ð J U R 19 Erum með fyrirliggjandi allar stærðir og gerðir af rafmótorum Hólmaslóð 6 • 101 Reykjavík • Sími 551 5460 Fax 552 6282 • segull@segull.is • www.segull.is • Rafverktakar • Rafvélaverkstæði • Raftækniþjónusta reikna út hversu mikið magn af svifefni og COD er losað á tonn hráefnis, þarf að marg- falda saman mældan styrk efnisins í safnsýninu og rennslismagn í sólarhring og deila síðan með heildar- vinnslunni. Mælingar á hraða útblásturslofts úr skorsteini Mæling á hraða útblásturs- lofts úr skorsteini á meðan vinnsla er í gangi er gerð með þrýstimæli og pítot-röri. Pítot rörið er tvöfalt L-laga stálrör með opnun annars vegar beint í loftstrauminn (heildarþrýstingsmæling) og hinsvegar á hliðum þvert á lofstrauminn (kyrrstöðuþrýst- ingur). Mæling lofthraða með pítot röri byggist á því að mæla þrýstimun á milli heild- arþrýstings í mælipunkti og kyrrstöðuþrýstings; mismun- urinn er svokallaður hrað- aþrýstingur sem er afleiðing af hraða loftsins. Mismuna- þrýstingurinn eykst eftir því sem lofthraði er meiri. Mæla þarf í ákveðnum fjölda punkta í þversniði skorsteins- ins eftir svokallaðri Log linear aðferð. Fjöldi mælipunkta getur verið frá 6 og upp í 10 á hvorri línu og staðsetning þeirra frá innri brún skor- steinsins ræðst af þvermáli hans (D). Því þarf að velja hentuga lengd á pítot röri í samræmi við sverleika við- komandi skorsteins, en hægt er að fá þau í mismunandi lengdum. Þegar búið er að reikna út staðsetningar mæli- punkta eru þær merktar á pí- tot-rörið. Mæla þarf á tveimur ímynduðum línum sem liggja í sama plani og eru hornréttar hvor á aðra. Hraðinn er breytilegur yfir þversniðið, hann er að jafnaði minnstur upp við innri brún skorsteins- ins vegna seigjuáhrifa, en mestur í miðju hans. Svo koma megi pítot-rör- inu inn í skorsteininn þarf að bora í hann göt sem eru a.m.k 2 tommur í þvermál. Að loknum mælingum er tek- ið meðaltal af öllum mældum gildum til að finna hraða út- blástursloftsins. Mæla þarf í þeim hluta skorsteinsins sem er á beinum kafla, en þar er loftið lagstreymt, og fjærst beygjum, þrengingum o.þ.h. sem mynda iðustreymi sem skekkt getur mæliniðurstöð- ur. Sé því viðkomið er best að staðsetja mælistaðinn eins og sýnt er hér á myndinni að ofan, þar sem lengdin A ≥2·D og lengdin B ≥8·D, þar sem D er eins og áður þvermál skorsteinsins. Heimildir: Wastewater Quality Monitoring and Treatment P. Quaevauviller, O. Tho- mas and A. Van der Beken (2006) ISO 3966 - Measurement of fluid flow in closed conduits - Velocity area method using Pitot static tubes (2008) Pítot-rör tengt við þrýstimæli. Uppröðun mælipunkta í þversniði skorsteins. Staðseting mælistaðar í skorsteini með tilliti til þátta sem geta haft trufl- andi áhrif á loftstreymið.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.