Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2012, Page 20

Ægir - 01.07.2012, Page 20
20 B O T N R A N N S Ó K N I R „Við vissum að á þessu svæði væri einhver hæð en höfðum enga hugmynd um að við myndum finna svo umfangs- mikið neðansjávarfjall,“ segir Guðrún Helgadóttir, jarðfræð- ingur hjá Hafrannsóknarstofn- uninni. Fjallið umrædda upp- götvaðist í leiðangri á rann- sóknarskipi Hafró, Árna Frið- rikssyni, snemma í sumar. Það er um 120 sjómílur vestur af Snæfellsnesi og er um 450 metra hátt eða álíka hátt og Ingólfsfjall á Suðurlandi en hins vegar margfalt umfangs- meira. Sjávardýpi yfir fjallinu er á bilinu 950-1400 metrar. „Neðansjávarfjallið lítur svipað út og til dæmis Ing- ólfsfjall sem gæti bent til þess að það væri móbergsstapi, þ.e. móbergsfjall með hraun á toppnum. Fjallið hefur yfir sér mjög unglegt yfirbragð en við þyrftum að ná bergsýnum úr því og greina þau til að fá úr því skorið hvort jarðmynd- unin sé ung eða margra millj- óna ára gömul eldstöð,“ segir Guðrún. Tíundi hlutinn kortlagður „Hafrannsóknarstofnunin hef- ur kortlagt um 83 þúsund fer- kílómetra af hafsbotninum sem er um tíu prósent af allri lögsögunni. Í þessari ferð fór- um við til dæmis yfir níu þús- und ferkílómetra. Við not- umst við fjölgeislamælingar sem þýðir að við náum að mæla stórt svæði, mun stærra en það sem mælt er með ein- geisla. Því dýpra sem sem geislarnir fara, þeim mun stærra er svæðið sem við mælum,“ segir Guðrún. Svæðið sem kortlagt hefur verið er þó mun stærra en það hafa önnur skip mælt með sínum dýptarmælum. „Það má alls ekki vanmeta slíkar mælingar því í raun er búið að mæla langmest af þeim kortum sem til eru í okkar lögsögu á þann hátt. Með þessum upplýsingum fæst grófari mynd en þeir gefa samt sem áður góðar upplýsingar og hjálpa okkur við að ákveða hvar við viljum mæla næst. Við nýttum til dæmis þennan gagnagrunn þegar við fórum í síðasta leiðangur, við vissum að þarna var eitthvað sem vert var að skoða betur.“ Sjaldgæfir kóralar náðust á mynd Þrátt fyrir alla þessa þekkingu á hafsbotninum þá verða nýj- ar uppgötvanir reglulega í Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi Sími 580 5800 • www.landvelar.is Poclain þjónusta Sérhæft verkstæði fyrir vökvadælur og mótora Sala, varahlutir og viðgerðir „Fjallið hef- ur yfir sér unglegt yfirbragð“ Rannsóknarskipið Árni Friðriksson er búin fjölgeislamælitæki. Geislarnir ná lengra út fyrir bátinn eftir því sem dýpið er meira. Hér sést neðansjávarfjallið. Lögun þess þykir minna á Ingólfsjall á Suðurlandi. Fjallið er um 120 sjómílur vestur af Snæfellsnesi.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.