Ægir - 01.07.2012, Blaðsíða 23
23
S J Á V A R A F L I
um króna í janúar til maí
2012.
Verðmæti uppsjávarafla
nam um 17,1 milljarði króna í
janúar til maí 2012, sem er
56,6% aukning frá fyrra ári.
Sú aukning skýrist að mestu
af loðnuafla að verðmæti 13
milljörðum króna samanborið
við 8,7 milljarða á fyrstu
fimm mánuðum ársins 2011.
Einnig var 1,5 milljarða króna
aukning í kolmunnaafla, sem
nam um 2,5 milljörðum
króna árið 2012. Aflaverð-
mæti flatfisksafla nam um 5,3
milljörðum króna, sem er
8,9% aukning frá janúar til
maí 2011.
Verðmæti afla sem seldur
er í beinni sölu útgerða til
vinnslu innanlands nam 37,3
milljörðum króna og jókst um
26,6% miðað við fyrstu fimm
mánuði ársins 2011. Verð-
mæti afla sem keyptur er á
markaði til vinnslu innan-
lands jókst um 13,1% milli
ára og var tæplega 10,2 millj-
arðar króna. Aflaverðmæti
sjófrystingar nam tæpum 20
milljörðum í janúar til maí og
jókst um 28% milli ára en
verðmæti afla sem fluttur er
út óunninn nam rúmum 2,7
milljörðum króna, sem er
3,7% aukning frá árinu 2011.
Verðmæti afla eftir tegund löndunar janúar-maí 2012
Milljónir króna Maí Janúar–maí Breyting frá
2011 2012 2011 2012 fyrra ári í %
Verðmæti alls 10.665,7 12.173,3 57.256,8 70.667,7 23,4
Til vinnslu innanlands 4.448,8 4.989,3 29.465,4 37.294,3 26,6
Í gáma til útflutnings 612,2 560,8 2.608,1 2.705,2 3,7
Landað erlendis í bræðslu 0,0 0,0 145,5 118,5 –
Sjófryst 3.259,5 4.253,9 15.601,1 19.962,9 28,0
Á markað til vinnslu innanlands 2.154,5 2.228,0 8.995,7 10.174,3 13,1
Sjófryst til endurvinnslu innanl. 25,3 72,2 54,9 88,4 61,0
Selt úr skipi erlendis 0,0 0,0 0,0 0,0 –
Fiskeldi 0,0 0,0 0,0 0,0 –
Aðrar löndunartegundir 165,4 69,1 386,2 324,0 -16,1