Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2012, Page 28

Ægir - 01.07.2012, Page 28
28 F R É T T I R Fornubúðir 3 - 220 Hafnarfjörður - Sími 555 6677 - oli@umb.is Project1 3/31/07 12:20 PM Page 1 Kvótinn 2012-2013 Á nýju fiskveiðiári, sem hófst 1. september síðastliðinn er úthlutað 318.554 tonnum í þorskígildum talið, sam- anborið við um 299.538 á síðasta fiskveiðiári. Úthlutun- in fer fram á grundvelli aflahlutdeilda að teknu tilliti til frádráttar fyrir jöfnunaraðgerðir með sama hætti og á fyrra fiskveiðiári. Aukninguna má rekja til aukinnar úthlutunar í þorski sem nemur tæpum 23 þúsund tonn- um. Úthlutun á ýsu dregst saman um tæp 6 þúsund tonn. Úthlutun í gullkarfa eykst hins vegar um 4.500 tonn. Þá er úthlutað tæplega 63 þúsund tonnum af síld saman borið við um 5 þúsund tonn í upphafi fyrra fisk- veiðiárs. Úthlutað er til færri smábáta (smábáta með aflamark og krókaaflamark) á þessu fiskveiðiári en í fyrra, 426 samanborið við 431. Skipum í „stærra kerfinu“ fækkar um 4 milli ára og eru nú 261. Samkvæmt útgerðarflokk- un Fiskistofu fá skuttogarar úthlutað 54,2% af heildar- aflamarki í ár í þorskígildum talið, skip með aflamark 32,7%, smábátar með aflamark 1,3% og krókaflamarks- bátar 11,8% en þeir síðastnefndu fá eingöngu úthlutað þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa, löngu, keilu og steinbít. Kró- kaflamarksbátar fá úthlutað 14,3% af magninu í þorskí- gildum talið þegar eingöngu litið til þessara tegunda. Töluvert meira magni er úthlutað í upphafi árs sem skel- og rækjubótum en í fyrra eða 1.914 þorskígildis- tonnum og fara þau til 88 skipa. Að vanda birtir Ægir á næstu síðum sundurliðanir á úthlutuðum aflaheimildum fiskveiðiársins, m.a. skipt- ingu milli skipa, fyrirtækja og hafna.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.