Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.01.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 08.01.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2015 Gleðilegt ár kæri lesandi. Að baki er viðburðarríkt ár og framundan er óskrifað blað. Við getum horft til baka og séð hvaða þátt við höfum átt í sögunni og að sama skapi horft fram á veginn og íhugað hvað við getum gert til að gera þennan heim betri en hann er. Það er vart hægt að búast við að deilur leggist af þó öll viljum við friðsælan heim. Mismunandi réttlætiskennd skapar mismundandi viðhorf til málefna og umræðan æsist. Í dag er auðvelt að koma skoðunum sínum á framfæri og heiti potturinn er ekki sá mikilvægi staður til að hafa skoðun á öllum málefnum eins og hann var áður. Nú er hægt að ausa úr skálum reiði sinnar og af mismikilli visku yfir næstum hvern sem er á hinum ýmsu stöðum á vefnum. Sjálfsvirðingin virðist fara minnkandi því fólki virðist vera alveg sama um það hvað eftir það liggur og kommentakerfi DV og fleiri bera þess gott vitni. Mörg umræðan litast af því að fólk hefur meiri skoðun en þekkingu á viðfangsefninu. Fólk hikar ekki við að lýsa vanþóknun sinni eða ánægju yfir skýrslu sem það aldrei hefur lesið. Aðgangur að góðum upplýsingum eru mikilvægar í öllum lýðræðisríkjum. Það er ekki nægilegt að dæla inn gögnum með mistorveldum texta og ætlast til þess að allir skilji. Það er á ábyrgð þeirra sem upplýsingar veita að hafa upplýsingar skýrar og einfaldar þannig að fólk eigi einfalt með að skilja þær. Hins vegar er það á ábyrgð þeirra sem vilja tjá sig um mál að skoða upplýsing­ arnar. Í læknadeilunni t.d. hika menn ekki við að taka afstöðu til kröfu lækna, annað hvort með eða á móti. Hins vegar hafa kröfur lækna aldrei verið birtar! Auðvitað eigum við sjálf að líta í eigin orð og reyna að sýna sanngirni þegar við birtum skoðanir okkar. Hins vegar eru komin fram öfl sem vilja banna mönnum að hafa skoðanir. Árásir gegn trúariðkun manna er gott dæmi um slíkt og er ég þá ekki að tala um löndin í mið­Austurlöndum, heldur okkar litla land. Það eiga allir rétt á að hafa skoðun hvort sem hún samrýmist réttlætiskennd meirihlutans eða ekki. Hins vegar á enginn rétt á að reyna að þröngva skoðunum eða aðgerðum upp á aðra. Hversu mikið sem einhver er t.d. andsnúinn trú á einhvern guð, þá hefur hann rétt á að hafa slíka skoðun. Það hindrar ekki aðra að hafa slíka trú og hann hefur fullan rétt á að iðka þá trú, jafnt og sá trúlausi hefur rétt á að iðka enga trú. Umburðarlyndi er líklega eitt fallegasta hugtakið í tungu málinu. Væri kannski viðeigandi að þetta orð stæði stórum stöfum á helstu gatnamótum og blasi við úr ræðustól á Alþingi og í öllum eldhúsum. Það er örugglega ekki auðvelt að vera umburðarlyndur en það má reyna! Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Sunnudagurinn 11. janúar Messa kl. 11 Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Félagar úr Barbörukórnum syngja. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs. Sunnudagaskólinn byrjar aftur eftir jólafrí: Sunnudagaskóli kl. 11 í Hásölum Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju. Leiðtogi er Anna Elísa Gunnarsdóttir, henni til aðstoðar eru Margrét Heba og Ingeborg. Sögur, söngur og margt annað skemmtilegt. Kaffi og kex í Ljósbroti Strandbergs Fimmtudagur 8. janúar Kvenfélag Hafnarfjarðarkirkju í Vonarhöfn kl. 20 Quilt - handavinnukvöld. www.hafnarfjardarkirkja.is. HAFNARFJARÐARKIRKJA 1914 - 2014 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudaginn 11. janúar Guðsþjónugsta og sunnudagaskóli kl. 11 Prestur er sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir. Allt starf kirkjunnar hefst í komandi viku. www.astjarnarkirkja.is Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir Sunnudagurinn 11. janúar Sunnudagaskóli kl. 11 Guðsþjónusta kl. 13 Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. Fylgist með okkur á www.frikirkja.is Víðistaðakirkja Sunnudaginn 11. janúar Sunnudagaskólinn kl. 11 Sunnudagaskólinn byrjar aftur. Siggi og María sjá um fjörið. Messa kl. 14 Sameiginleg messa Víðistaðasóknar og Garðasóknar í Víðistaðakirkju. Prestar og djákni Garðasóknar þjóna ásamt Garðakórnum, en organisti og kórstjóri er Jóhann Baldvinsson. Kaffi í boði Víðistaðakirkju að lokinni athöfn www.vidistadakirkja.is Nýr veðurvefur Belgings opnaður Veðurvefurinn www.belgingur.is hefur nú verið uppfærður og hefur verið hugað sérstaklega að því að hann sé aðgengilegur í snjalltækjum. Veðurlíkön hafa einnig verið upp­ færð og gerir það notendum m.a. kleift að fylgjast með spám um snjóhulu, vindkælingu og gasdreif­ ingu frá eldstöðinni í Holuhrauni, í viðbót við hefðbundnari spáþætti. Vinna er þegar hafin að frekari viðbótum og munu þær líta dagsins ljós á næstu vikum og mánuðum, en þar má helst nefna að staðar­ spárnar verða færðar rækilega til nútímahorfs. Á vefslóðinni www.belgingur.is hefur almenningur haft aðgang að háupplausnarveðurspám í meira en áratug án endurgjalds. Þær hafa ekki síst nýst útivistarfólki, sjó­ mönnum, ferðaþjónustuaðilum og öllum þeim sem eitthvað eiga undir veðri. Hefur vefurinn um árabil verið einn allra vinsælasti veður­ vefurinn í Færeyjum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.