Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.01.2015, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 08.01.2015, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2015 Handbolti: 9. jan. kl. 19.30, Kaplakriki FH - Fylkir úrvalsdeild kvenna 10. jan. kl. 16, Ásvellir Haukar - Fram úrvalsdeild kvenna Körfubolti: 8. jan. kl. 19.15, Grindavík Grindavík ­ Haukar úrvalsdeild karla 14. jan. kl. 19.15, Keflavík Keflavík ­ Haukar úrvalsdeild kvenna Körfubolti úrslit: Konur: Haukar ­ Snæfell: 61­72 KR ­ Haukar: 58­72 Karlar: Keflavík ­ Haukar: 85­75 Handbolti úrslit: Karlar: FH ­ Akureyri: 26­23 Haukar ­ Afturelding: 22­23 Íþróttir Loftnet - netsjónvarp Viðgerðir og uppsetning á loftnetum, diskum, síma- og tölvulögnum, ADSL/ljósleiðurum, flatskjám og heimabíóum. Húsbílar - hjólhýsi! Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Hreinsunarátak og gámabyggð Hreinsunarátaki sem samþykkt var að ráðast í á haustdögum lauk formlega þann 22. nóvember. Óhætt er að segja að átakið hafi tekist sérlega vel þar sem fyrirtæki og ein­ staklingar tóku virkan þátt með því að losa sig við óþarfa rusl. Lyk­ illinn af góðum árangri liggur ekki síður hjá starfsmönnum Hafnar­ fjarðarbæjar sem sáu um alla framkvæmd verkefnisins. Samtals voru fjarlægð 150 tonn af ýmiskonar rusli, ým ist beint af lóðum eða úr söfnunargámum sem voru stað­ settir víðsvegar um bæinn. Þetta er þriðja hreinsunarátakið frá því að við fulltrúar Sjálfstæðis­ flokksins lögðum fram ítarlegar tillögur í skipulags­ og bygg­ ingarráði í ágúst 2010 um að ráðast í hreinsunarátak sem þetta, í þessum átökum hafa verið fjarlægð 330 tonn af rusli. Skipulags- og byggingarráð …hefur sett sér það markmið að ekki verði staðar numið fyrr en búið verði að fjarlægja allt rusl af iðnaðar­ og íbúðarlóðum bæjarins, áfram verður unnið markvist að hreinsun þar sem umgengni er ábótavant. Lóðar­ hafar á iðnaðarsvæðum hafa fengið bréf þar sem þeir eru hvatt ir til að laga til í sínu nánasta umhverfi, margir hafa tekið þessu vel en því miður eru allt of margir sem ekki virðast hafa skilning á hve mikilvægt það er fyrir okkur sem sam félag að umhverfismál séu sett í forgang. Gámabyggðin …í Hafnarfirði setur sinn svip á iðnaðar­ hverf in. Talið er að rúmlega 800 gámar séu víðsvegar í þessum hverfum, þá eru ekki taldir með gámar sem hafa stutt stopp við fyrir tæki. Skipulags­ og byggingarráð hefur til skoð­ unar að setja nýjar reglur um stöðuleyfi fyrir gáma. Til greina kemur að innheimta gjald af gám um sem standa á lóðum í langan tíma. Á höfuð borgarsvæðinu eru þrjú geymslu svæði fyrir gáma þar af eitt í Hafnarfirði, þeir lóðarhafar sem ekki hafa eða fá ekki stöðu leyfi munu geta flutt sína gáma á þessi svæði. Það er von mín að allir Hafnfirðingar sam einist um að bæta ásýnd bæjarins og upplandsins með bættri umgengni, þannig aukum við vellíðan og ánægju með okkur sjálf og bæinn okkar. Með ósk um gleðilegt nýtt og umhverfisvænt ár. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður skipulags­ og byggingarráðs. Ó. Ingi Tómasson 70 ára sýningarafmæli Ókeypis í Bæjarbíó um helgina Þann 10. janúar 1945 gaf Bæjarstjórn Hafnarfjarðar öllum Hafnfirðingum kost á að sjá ókeypis kvikmyndasýningu í Bæjarbíó í þá nýbyggðu ráð­ og kvikmyndahúsi. 70 árum seinna, 10. og 11. janúar 2015, verður haldið upp á sýningarafmæli Bæjarbíós og því verður ókeypis í bíó þessa helgi. Þar verða m.a. sýndar myndirnar Gauragangur, Stikk­ frí, Kátir piltar og e.t.v. einhverjar fleiri myndir. Menningar­ og listafélag Hafnarfjarðar sér nú um rekstur viðburða í Bæjarbíói. Til gamans má geta að æfingar á fyrsta leikriti Leikfélags Hafnarfjarðar í Bæjarbíó, Kinnarhvolssystrum hófust í 11 janúar 1945 en það var frumsýnt 27. febrúar sama ár. Yoga l /stólar Ertu með vefjagigt Ertu að ná þér eftir veikindi Ertu komin á efri árin Yoga III Ertu að æfa en vilt ná lengra með krefjandi æfingum Yoga II Aukinn liðleiki Aukinn kraftur Aukið jafnvægi Kennt í Sjúkraþjálfaranum í Hafnarfirði 691 0381 • Kristín Björg Kraftur og heilsa árið 2015 Lækkar blóðþrýsting Áhersla á mjóbak og axlir Rétt öndun góð slökun Betri svefn Hjónaafsláttur

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.