Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.01.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 08.01.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2015 f Tónlistarskóli  Hafnarfjarðar   Endurtökum  þetta  vinsæla  námskeið   SÖNGNÁMSKEIÐ   10  vikna  söngnámskeið   hefst  19.  janúar  nk.   Verð:    25.000  kr.   §      Góður  undirbúningur  fyrir  kórsöng        og  frekara  söngnám   §      Grunnþjálfun  í  tónfræðum   §      Kennslutímar  eftir  samkomulagi   §      Sameiginlegur  undirleikur   Söngkennarar   Erna  Guðmundsdóttir   Guðlaugur  Viktorsson   Ingibjörg  Guðjónsdóttir   Allar  nánari  upplýsingar  veitir   skrifstofa  Tónlistarskóla  Hafnarfjarðar    í  síma  555  2704  og  á  netfangið   tonhaf@hafnarfjordur.is   www.tonhaf.is   Sigurbergur Sveinsson, hand­ knatt leiksmaður úr Haukum var valinn íþróttakarl Hafnarfjarðar 2014 og Hrafnhildur Lúthers­ dóttir var valin íþróttakona Hafn­ a r fjarðar 2014. Voru viðurkenn­ ingarnar veittar á Íþróttahátíð 29. desember sl. Hvorugt þeirra var viðstatt afhendinguna, Hrafn­ hildur var í útlöndum en Sigur­ bergur á landsliðsæfingu. Sigurbergur var m.a. ein styrkasta stoð og skytta hins sigursæla liðs Hauka Hann var valinn á árinu í landsliðið í handknattleik og lék mjög vel með því á haustdögum. Hann var kosinn besti leikmaður Hauka í handknattleik árið 2014 og hefur gert samning við lið í Þýskalandi, sem hann leikur með á yfirstandandi keppnistímabili. Hrafnhildur er margfaldur Íslandsmeistari og Íslandsmethafi í bringusundi og fjórsundi. Hún tók þátt í fjölda alþjóðamóta á árinu og stóð sig ávallt mjög vel. Í ár keppti hún á m.a. á Evrópu­ og heimsmeistaramóti í 50 m laug og háskólamótum í USA. Hún stundaði nám og sund­ þjálfun við háskóla í Banda­ ríkjunum. Hrafnhildur var valin sundkona ársins 2014 af SH. Bæjaryfirvöld veitti eftirtöldu afreksfólki úr íþróttafélögum í Hafnarfirði viðurkenningu fyrir góðan árangur og frammistöðu í íþróttum á þessu ári. Voru íþróttakarl og íþróttakona Hafn­ ar fjarðar 2014 valin úr þess um hópi. Auður Íris Ólafsdóttir, Haukar, körfuknattleikur Eyjólfur Þorsteinsson, Sörli, hestaíþróttir Gísli Sveinbergsson, Keilir, golf Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Keilir, golf Gunnar Egill Ágústsson, FH, skylmingar Hjördís Rósa Guðmundsdóttir, BH, tennis Hjörtur Már Ingvarsson, Fjörður, sund Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH, sund Kolbeinn Hrafnkelsson, SH, sund Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Fjörður, sund Kristinn Torfason, FH, frjálsar íþróttir Pétur Viðarsson, FH, knattspyrna Sara Rós Jakobsdóttir, DÍH, dans Sigurbergur Sveinsson, Haukar, handknattleikur Sigurður Már Atlason, DÍH, dans Stefán Geir Stefánsson, SÍH, skotíþróttir Sveinbjörg Zophoníasdóttir, FH, frjálsar íþróttir Þórdís Ylfa Viðarsdóttir, FH, skylmingar Haukar eiga íþróttalið Hafnarfjarðar 2014 Íþróttalið Hafnarfjarðar 2014 var valið Knattspyrnufélagið Haukar, handknattleikslið karla. Hafði íþrótta­ og tómstundanefnd tilefnt fjögur lið, sundlið Fjarðar, körfuknattleikslið kvenna, Haukum og boðsundslið karla hjá SH auk handknattleiksliðs Hauka. Sigraði liðið í öllum keppnum en missti af sjálfum Íslandsmeistaratitlinum á dramatískan hátt. Viðurkenningar fyrir sérstök afrek Veittar voru viðurkenningar vegna sérstakra afreka á árinu 2014. Þær viðurkenningar hlutu: Sveinbjörg Zophoníasdóttir, FH, en hún varð Norður landa meistari í sjöþraut í flokki 22 ára stúlkna Gunnar Egill Ágústsson, FH, en hann varð Norðurlandameist ari í skylmingum liðakeppni Guðjón Ragnar Brynjarsson, FH, en hann varð Norðurlanda meistari í skylmingum, liða keppni Sylvía Rún Hálfdánardóttir, Haukum, en hún varð Norður landameistari í körfuknattleik í flokki U-16 kvenna Inga Rún Svansdóttir, Haukum, en hún varð Norðurlandameistari í körfuknattleik í flokki U-16 kvenna Dýrfinna Arnardóttir, Hauk um, en hún varð Norður landa meistari í körfuknattleik í flokki U-16 kvenna Daníel Ingi Smárason, Sörla, en hann varð Norðurlandameist ari í 250 m skeiði. Karl Viðar Magnússon, Haukum, en hann vann til brons verð launa í knattspyrnu á Ólympíu leikum ungmenna í flokki U-15. Kristinn Pétursson, Haukum, en hann vann til bronsverðlauna í knattspyrnu á Ólympíuleikum ungmenna í flokki U-15. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH, en hann vann til bronsverð launa í knattspyrnu á Ólympíu leikum ungmenna í flokki U-15. Jónatan Ingi Jónsson, FH, en hann vann til bronsverðlauna í knattspyrnu á Ólympíuleikum ungmenna í flokki U-15. Viðurkenningarstyrkir til íþróttafélaga Samkvæmt samþykkt bæjar­ ráðs Hafnarfjarð ar í desember 2001 er þeim félög um sem hljóta Íslands meist ara­ eða bikar­ meistaratign íþrótta hópa í efsta flokki viður kenningu. Hvert lið fékk 300 þúsund kr. styrk. Íslandsmeistarar: FH, efsti flokkur blönduð sveit í skylmingum SÍH, efsti flokkur kvenna í Skeet SÍH, efsti flokkur karla í Skeet Keilir, meistaraflokkur kvenna í golfi Keilir, meistaraflokkur karla í golfi Bikarmeistarar: SH, meistaraflokkur karla í sundi Keilir, meistaraflokkur kvenna í golfi Fjörður, efsti flokkur fatlaðra í sundi Haukar, meistaraflokkur karla í handknattleik Haukar, meistaraflokkur kvenna í körfuknattleik Viðurkenningar til bikarmeistara Var öllum bikarmeisturum veitt viðurkenning: Bikarmeistarar í unglinga og ungmennaflokkum: Knattspyrnufélagið Haukar, bikarmeistari í 10. flokki kvenna í körfuknattleik Fimleikafélagið Björk, bikarmeistari í 2. þrepi íslenska fimleikastigans stúlkur Fimleikafélag Hafnarfjarðar, bikarmeistari í frjálsum íþróttum 15 ára og yngri stúlkur Fimleikafélag Hafnarfjarðar, bikarmeistari í 4. flokki karla yngra ár í handknattleik Bikarmeistarar í efsta flokki: Íþróttafélagið Fjörður, bikarmeistari Íþróttasambands Fatlaðra í sundi Golfklúbburinn Keilir Stigameistari kvenna Eimskipsmótaröðin Sundfélag Hafnarfjarðar Bikarmeistari í sundi í karlaflokki Knattspyrnufélagið Haukar Bikarmeistarar í meistarafl kk handknattleik Knattspyrnufélagið Haukar Bikarmeistarar í meistarafl kvk körfuknattleik Bikarmeistarar para: Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar: Börn, í grunnsporum í 2 K flokki st. Unglingar, í 1 K flokki latin og standard Unglingar, í 2 F flokki latin og standard Fullorðnir , í F flokki latin og standard Bikarmeistarar einstaklinga: Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar: Bikarmeistari í rallycross 2000 flokkur Bikarmeistari í rallycross 4WD króna Bikarmeistari í rallycross opinn flokkur Bikarmeistari í rallycross unglingaflokkur Bikarmeistari í gocart Golfklúbburinn Keilir: stigameistari 17-18 ára strákar Áskorendamótaröðin Viðurkenningar til Íslandsmeistara Alls urðu 331 íþróttamaður auk 45 þjálfara Íslandsmeistarar á árinu 2014. Langflestir Íslandsmeistaranna koma úr FH, 134 þar af 59 í knattspyrnu og 57 í frjálsum Íþróttafólk heiðrað í bak og fyrir Sigurbergur og Hrafnhildur íþróttamenn Hafnarfjarðar 2014 íþróttum. Sundfélag Hafnar­ fjarðar á næst flesta Íslands­ meist arana, 68 og Haukar eru í þriðja sæti með 36 Íslands meist­ ara. Íslandsmeistaratitlarnir eru hins vegar töluvert fleiri og sem dæmi átti frjálsíþróttadeild FH 122 Íslandsmeistaratitla sem dreifðust á 57 keppendur. AÍK: 4 Ísl.m. í akstursíþróttum Fjörður: 14 Ísl.m. í sundi fatlaðra DÍH: 8 Ísl.m. í dansi SH: 24 Ísl.m. í sundi SH: 34 Ísl.m. garpa í sundi SH: 5 Ísl.m. í sjósundi SH: 3 Ísl.m. í þríþraut SH: 2 Ísl.m. í hjólreiðum BH: 6 Ísl.m. í badmintoni BH: 6 Ísl.m. í borðtennis BH: 1 Ísl.m. í tennis Björk: 4 Ísl.m. í fimleikum Björk: 5 Ísl.m. í klifri Björk: 2 Ísl.m. í fitkid FH: 14 Ísl.m. í handknattleik, 4. fl. k. yngra ár FH: 4 Ísl.m. í skylmingum FH: 15 Ísl.m. í knattspyrnu, 5. fl. kv. C-lið FH: 11 Ísl.m. í knattspyrnu, 5. fl. kv. D-lið FH: 18 Ísl.m. í knattspyrnu, 4. fl. kv. A-lið FH: 15 Ísl.m. í knattspyrnu, 5. fl. k. C-lið FH: 22 Ísl.m. í frjálsum íþróttum, -14 ára FH: 21 Ísl.m. í frjálsum íþróttum, 15 ára + FH: 14 Ísl.m. í frjálsum íþróttum, öldunga Haukar: 12 Ísl.m. í handknattleik, 5. fl. kv. Haukar: 14 Ísl.m. í körfuknattleik, drengjaflokkur Haukar: 10 Ísl.m. í futsal, 3. fl. kv. Sörli: 3 Ísl.m. í hestaíþróttum SH: 7 Ísl.m. í skotíþróttum Keilir: 27 Ísl.m. í golfi Gkl. Setberg: 1 Ísl.m. í golfi Kvartmíluklúbburinn: 5 Ísl.m. í akstursíþróttum. Keilir fékk ÍSÍ bikarinn Golfklúbburinn Keilir er handhafi ÍSÍ bikarsins 2014. Forseti ÍSÍ, Lárus Blöndal afhenti Arnari Atlasyni formanni Keilis bikarinn sem er veittur árlega því félagi innan ÍBH sem skarar fram úr í uppbyggingu félags­ og íþróttastarfs og fyrir góðan árangur. Sigurbergur Sveinsson fékk bikarinn strax eftir hátíðina. Karla handknattleikslið Hauka er íþróttalið Hafnarfjarðar 2014. Bæjarfulltrúar dreifðu blómum og viðurkenningar hægri og vinstri. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.