Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.01.2015, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 08.01.2015, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2015 Barnaballett - Ballett - Showdans Kennari: Ana Tepavcevic, silfurverðlaunahafi á Evrópumeistaramóti í dansi Skráning í fullum gangi !!! Sýning í apríl! Sjáumst ☺ www.sh.is - arabesque@sh.is Dans fyrir krakka frá 5. janúar í Ásvallalaug!!! Arabesque Danspar ársins Kemur úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar Dansíþróttasamband Íslands hefur valið dansparið Sigurð Má Atlason og Söru Rós Jakobs­ dóttur frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjaraðar sem dansíþrótta­ par ársins 2014. Sigurður og Sara eru bæði fædd árið 1992 og hafa dansað saman síðan árið 2000. Þau unnu Íslandmeistaratitil í standard­ dönsum árið 2014 og fóru á tvö heimsmeistaramót á árinu. Þau eru nr. 316 í latin á stigalista Alþjóða dansíþróttasambandsins (WDSF) og nr. 133 í 10 x dönsu m. Á árinu 2014 náðu þau eftirfarandi árangri: 1. sæti á Íslandsmeistaramóti í standard­dönsum fullorðinna. 2. sæti á Íslandsmeistaramóti í 10 x dönsum fullorðinna. 2. sæti á Íslandsmeistaramóti í latin­dönsum fullorðinna. Bikarmeistarar í standard­ og latin­dönsum fullorðinna. 25. sæti á HM 10 x dansa sem haldið var í Riga í Lettlandi. 59. sæti á HM latin sem að haldið var í Ostrava í Tékklandi. „Sigurður og Sara eru góðar fyrirmyndir fyrir önnur danspör, hvort sem er við þjálfun eða ástundun“, segir í umsögn DSÍ um þau. Sigurður og Sara eru bæði búsett í Reykjavík en æfa og keppa með Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Lj ós m .: Ja n © Ö rv ar M öl le r Þrjátíu og fjórir nemendur voru útskrifaðir frá Iðnskólanum í Hafnarfirði 19. desember sl. af átta námsbrautum. Sex nemendur útskrifuðust af hársnyrtibraut, 4 af húsa smíða­ braut, 5 af pípulagnabraut, 1 af rafvirkjabraut, 2 af renni­ smíðabraut, 1 af stálsmíðabraut, 10 af vélvirkjabraut og 6 af listnámsbraut hönnun. Bjarni Freyr Þórðarson af rafvirkjabraut var dúx skólans og fékk hann viðurkenningar frá Rafiðnaðarsambandi Íslands, Samtökum iðnaðarins og Rótarý klúbbi Hafnarfjarðar. Við útskrift hafa húsamiðir og píparar einnig lokið sveinsprófi í sinni grein og fengu þrír húsa­ smiðir sem útskrifuðust frá Iðn­ skólanum i Hafnarfirði eink­ unnina 10 á sveinsprófi og sjá fjórði fékk 9. Þrír píparar fengu einkunnina 9 á sveinsprófi. Við athöfnina töluðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir for stöðu­ maður mennta­ og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins, Kári Samúlesson fulltrúi skólanefndar og Stefán Hannesson fyrir hönd útskriftarnema. Útskriftarnemarnir ásamt Sveini Jóhannssyni aðst.skólameistara t.v. og Þór Pálssyni skólameistara t.h. 34 útskrfuðust úr Iðnskólanum Bjarni Freyr Þórðarson rafvirki var dúx skólans Lj ós m .: Lá ru s K ar l I ng as on Um 639 kaupsamningum var þinglýst árið 2014 í Hafnarfirði og er það aukning frá árinu 2013 en þá var 594 kaup­ samningum þinglýst í Hafnarfirði. Kaup­ samn ingar um sérbýli voru 137 og var meðal­ fermetraverð þeirra 225.656 kr./m². 150­ 210 m² sérbýli virð ast seljast mest eða 62 hús. Árið 2013 var þinglýst 132 sérbýlis eignum og var meðal verð á þeim eignum 215.328 kr./m² þannig að meðalfermetraverðið á sérbýlum í Hafnarfirði hækkaði um rúmlega 10.000 kr./m² á milli ára. Kaupsamningar með fjölbýli í Hafnarfirði voru 502 árið 2014 og meðalfermetraverðið var 249.004 kr./m² en árið 2013 voru 462 kaup­ samningar með fjölbýli og meðal fermetra­ verðið var 222.592 sem er um 26.000 á hækkun á hvern fermeter. Horfur eru góðar á fast eignamarkaðnum fyrir árið 2015 og spáir greiningadeild Arion­ banka á milli 7­8% hækkun á ári til ársins 2017. Höfundur er sölufulltrúi fasteigna hjá Fasteignakaupum Páll Heiðar Pálsson Kaupsamningum fjölgar Meðalfermetraverð á fasteignum í Hafnarfirði hækkar Sara Rós Jakobsdóttir og Sigurður Már Atlason. Dalshrauni 24 • 220 Hafnarfirði • 555 4855 • steinmark.is • steinmark@steinmark.is Stafræn prentun Gormun/hefting

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.