Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.01.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 15.01.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Hún er undarleg friðarumræðan hér á landi. Þegar reynt var að safna sem flestum til friðargöngu í París heltu Íslendingar sér í ófrið vegna þess að forsætisráðherra sá sér ekki fært að fara. Á sama tíma og fjölmiðlar eru uppfullir af fréttum af stríði sem oftar en ekki er kennt við trúarskoðanir verður allt vitlaust ef einhver álpar klaufalega út úr sér að við þurfum víst að fara varlega. Fólki er mismunað hér á landi vegna þjóðernis. Það gerist strax í vegabréfaskoðun. Öfgamenn sem oftar en ekki kenna sig við trú hafa fært sig upp á skaftið í löndum þar sem þeir eiga ekki uppruna sinn. Auðvitað er fólk áhyggjufullt. Áhyggjufullt yfir þeim breytingum sem geta orðið. Það er hægt að tala fallega og segja að við eigum öll að vera jöfn og það segi ég líka. En það er draumsýn því miður. Við þurfum hins vegar að forðast öfgar, jafnt í verkum sem orðum. Ef blessaður þingmaðurinn hefur sýnt af sér fordóma þá hafa margir þeir sem hneykslast hafa á hans orðum verið mjög fordómafullir. Þeir hafa í raun sýnt að það er ekki einu sinni skoðanafrelsi á Íslandi. Skoðanafrelsi er ekki það að líða aðeins þær skoðanir sem meirihlutinn samþykkir. Skoðanafrelsi fylgir óhjákvæmilega umburðarlyndi. Við þurfum að umbera skoðanir annarra þó þær fari þvert á okkar gildismat. Við gerum hins vegar þá kröfu að þeir sem hafa þær skoðanir umberi okkar skoðanir. Umræðan undanfarna daga hefur hvorkiz sýnt fram á umburðarlyndi né skoðanafrelsi. Skoðanir fólks eru oft sprottnar af umhverfinu og án þess að fólk hafi leitað sérstaklega eftir mismundandi sjónarmiðum eða að fólk hafi kynnt sér málefni vel. Skoðanir endurspegla oft tilfinningar fólks og því breytast skoðanir fólks einnig. Upplýst fordómalaus umræða, fræðsla og eðlileg mannleg samskipti hafa áhrif á skoðanir fólks og þannig minnkum við fordóma sem sprottnir eru af fákunnáttu. Það að einhver hafi aðra skoðun en ég og jafnvel þvert á almennan skilning þýðir ekki endilega að hann sé fordómafullur. Horfum okkur nær áður en við æsumst yfir heimsetu forsætisráðherra eða klaufa­ legum skrifum þingmanns. Það er svo auðvelt að misskilja ritað mál, ekki síst þegar menn skrifa hraðar en þeir hugsa og gefa sér lítinn tíma til að ígrunda sín skrif. Það er mikill munur á menningu mismunandi landa og þennan mun eiga allir að virða. Auðvitað berjumst við fyrir almennum mannréttindum þó við séum með því jafnvel að hlutast til um menningu viðkomandi landa. Látum ekki öfgahópa kasta rýrð á mismunandi trúarskoðanir sem hafa manngæsku og umburðarlyndi að leiðarljósi. Fjölkirkju­ legar athafnir og samstarf mismunandi trúfélaga auka á skilning manna á milli í stað þess að alið sé á þeim mismun sem er milli hinna mismunandi trúarskoðana. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Sunnudagurinn 18. janúar Messa kl. 11 Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Félagar úr Barbörukórnum syngja. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs. Sunnudagaskóli kl. 11 í Hásölum Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju. Leiðtogi er Anna Elísa Gunnarsdóttir, henni til aðstoðar eru Margrét Heba og Ingeborg. Kaffi og kex í Ljósbroti Strandbergs Miðvikudagur 21. janúar Morgunmessa kl. 8.15 Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs. Morgunverður í Odda Strandbergs eftir messu. www.hafnarfjardarkirkja.is. HAFNARFJARÐARKIRKJA 1914 - 2014 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudaginn 18. janúar Sunnudagaskóli kl. 11 Gospelmessa kl. 20 Kór kirkjunnar syngur við undirleik húsbandsins undir stjórn Stefáns H. Henrýssonar. www.astjarnarkirkja.is Sunnudagurinn 18. janúar Sunnudagaskóli kl. 11 Kvöldvaka kl. 20 Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. Fylgist með okkur á www.frikirkja.is Víðistaðakirkja Sunnudaginn 18. janúar Sunnudagaskóli og tónlistarguðsþjónusta kl. 11 Siggi og María sjá um sunnudagaskólann og Karlakórinn Þrestir sér um tónlistina í guðsþjónustunni undir stjórn Jóns Kristins Cortes. Sr. Halldór Reynisson þjónar. Molasopi á eftir. www.vidistadakirkja.is Kúluhús víkur fyrir parhúsi Fjarðarsmíði ehf. hefur sótt um að breyta deiliskipulagi Setbergs fyrir lóð nr. 15 við Lyngberg. Í stað einbýlishúss verði byggt parhús á lóðinni. Þarna stendur í dag kúluhús en á tímabili stóð til að lóðin yrði tekin undir gatnamót Reykjanesbrautar og Fjarðar­ hrauns. Skipulags­ og byggingarráð hefur samþykkt að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna. Enn fæst ekki að opna bílaþvottastöð Íbúðarblokkir í iðnaðarhverfi Eftir að fleiri íbúðarblokkir voru byggðar í iðnaðarhverfinu við Reykjavíkurveg hafa umhverfis­ þættir haft meiri áhrif á iðnaðar­ og þjónustustarfsemi en áður. Eins og kunnugt var varð Löður að loka bílaþvottastöð sinni aftan við bensínstöð N1 eftir mótmæli íbúa í nýbyggðri blokk við hlið bensínstöðvarinnar. Löður sótti á síðasta ári um að opna bílaþvottastöð í húsnæðinu á ný þar sem ekki væri lengur gegnumakstur og opum að íbúðarblokkunum yrði lokað. Hafði skipulags­ og byggingarráð tekið jákvætt í erindið en í ljósi svara sem hafa borist frá heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar og Kópavogs hefur skipulags­ og byggingarráð tekið til endurskoðunar ákvörðun sína frá 2. des. sl. um að „mæla með fyrirspurn um að breyta núverandi þvottastöð“, eins og það er orðað í fundargerð ráðsins. Ekki hefur verið sýnt fram á að loftborin mengun berist ekki til nálægra fyrirtækja og íbúðarhúsa. Skipulags­ og byggingingarráð óskar eftir nánari gögnum um það og hvernig það mál verði leyst. Á meðan hafa íbúar í Hafnarfirði enga aðstöðu til að þrífa bíla sína sjálfir yfir vetrarmánuðina. Aðeins ein bílaþvottastöð er í bænum en margir kjósa að fara ekki með bíla sína í slíkar stöðvar. www.facebook.com/fjardarposturinn

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.