Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.01.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 15.01.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Sundfélag Hafnarfjarðar • Ásvallalaug • www.sh.is • sh@sh.is Allar upplýsingar um námskeiðin og skráningar á þau eru á heimasíðu SH www.sh.is Fjölbreytt tilboð sundnámskeiða Sundnámskeið fyrir börn 4-6 ára og 3-4 ára – Nýir hópar í Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug Sundkennsla og sundæfingar fyrir alla aldurshópa Framhaldsnámskeið fyrir 3-4 ára og 5-6 ára – Sundhöllin, Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug Skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna – Ný námskeið hefjast 3. febrúar og 3. mars Skráðu þig og þína núna! styrkir barna­ og unglingastarf SH Hlauparöð FH og Atlantsolíu Hlaupasería FH og Atlantsolíu eru þrjú hlaup sem hlaupin eru í janúar, febrúar og mars. Hlaupalengd er 5 km. Hlaupið af stað kl. 19 á göngustígunum gegnt Íþróttahúsinu v/ Strandgötu í Hafnarfirði eftirfarandi daga: 1. fimmtudaginn 29. janúar 2. fimmtudaginn 26. febrúar 3. fimmtudaginn 26. mars. Skráning: Skráning klukkutíma fyrir hlaup í Íþróttahúsinu á Strandgötu. Verð aðeins 500 krónur. Sjá nánar á www.hhfh.is 20 15 © H ön nu na rh ús ið e hf . f yr ir H la up ah óp F H 2 01 5 Kvöddu starfsmann Gára eflist sem skipamiðlun Báðir stofnendur Gáru skipa­ miðlunar hafa nú látið af störfum hjá félaginu vegna aldurs en sl. föstudag kvöddu starfsmenn Gáru Sigvalda Hrafn Jósafatsson eftir um 22 ára starf hjá félaginu. Gára er til húsa að Bæjarhrauni 2 hér í bæ og þjónar sífellt fleiri skipum sem koma hingað til landsins. Sérstaða fyrirtækisins hefur verið móttaka á rússneskum togurum sem hefur verið mikil tekjulind fyrir Hafnarfjarðarhöfn. Þá hefur Gára tekið við skemmtiferðaskipum og hefur þeim fjölgað mikið, ekki síst eftir að TVG Zimsen keypti Gáru. Sigvaldi segist hverfa ánægður frá starfi sínu í Gáru en sam­ starfsfólk og fleiri gladdi hann með kveðjum og gjöfum. Þorkell Jóhann Pálsson, Kári Valvesson, annar stofnandi Gáru, Edda Geirsdóttir, Sigvaldi Hrafn Jósafatsson stofnandi Gáru ásamt Jóhanni Bogasyni framkvæmdastjóra Gáru. Sigvaldi Hrafn Jósafatsson. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Nýr íþróttastjóri Sörla Sigrún Sigurðardóttir íþróttastjóri Hestamannafélagið Sörli hefur gert samning við Sigrúnu Sigurðardóttur reiðkennara um að gegna störfum íþróttastjóra fyrir félagið út árið 2016. Sigrún sem hefur starfað farsællega hjá félaginu frá árinu 2012, mun setja saman námskrá fyrir hesta­ mannafélagið og hafa yfirumsjón með öllu námskeiðshaldi og reiðkennslu á vegum félagsins. Sigrún er einn reynslumesti reiðkennari landsins og hefur stundað kennslu í rúm 30 ár. Hún er með reiðkennararéttindi B og landsdómararéttindi sem gæð­ ingadómari. Sigrún hefur einnig tekið þátt í ýmsu starfi reið­ kennara og m.a. verið virk í kennslu knapamerkjanna, þar sem hún hefur kennt öll stigin fimm. Hún hefur einnig starfað við reiðþjálfun fatlaðra og stundað kennslu víða um heim. Thelma Víglundsdóttir varaformaður Sörla, Sigrún Sigurðardóttir og Páll Ólafsson formaður Sörla við undirritun samningsins. Um 73 milljóna kr. hagræðing verður til á þessu ári vegna fækkunar barna á skilgreindum leikskólaaldri. Við fjárhags áætl­ ana gerð lögðu fulltrúar Samfylk­ ingar og Vinstri grænna fram tillögu um að þessi hagræðing verði ekki nýtt til að standa undir nýjum útgjöldum á grunn­ skólastigi, heldur til eflingar leik­ skólastigsins. Kom sú tillaga til afgreiðslu fræðsluráðs eftir að bæjarstjórn vísaði henni þangað. Þessi tillaga var samþykkt samhljóða í fræðsluráði en þar með var ekki sagt að allir væru sammála því fulltrúar Sjálf­ stæðis flokks og Bjartrar fram­ tíðar lögðu fram bókun þar sem segir að tillagan hafi verið sam­ þykkt þar sem þessi hagræðing hafi sannarlega verið nýtt til eflingar leikskólastigsins með því að laun til starfsmanna hækki um tugi milljóna á milli ára vegna áhrifa kjarasamninga. Það sé fjárfesting í mannauð leik­ skólanna. Í bókun fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna segir að við gerð fjárhagsáætlunar hafi ítrekað komið fram vilji þeirra að þessi hagræðing yrði notuð í þá átt að brúa bilið milli fæð ingar­ orlofs og leikskóla í skref um. Þar sem þegar sé búið að samþykkja fjárhagsáætlun skilji minni hlut­ inn ekki hvers vegna tillög um þeirra var vísað til fræðsluráðs. „Kjarasamningar eru vissulega fjárfesting í mannauði en við teljum það hártoganir að líta á aukinn launakostnað nú sem svar við tillögu okkar sem miðar að því að nýta það svigrúm sem skapast hefur til að lækka í skrefum inntökualdur á leik­ skóla,“ segir í niðurlagi bókunar minnihlutans. Launahækkun efling leikskólastigsins Allir flokkar sammála um tillögu en ósammála um skilninginn Malbik hefur víða farið illa í vetur Ekki kjöraðstæður til malbiksviðgerða Víða hafa stórar holur myndast í malbikið og dæmi er um skemmd ir á bílum vegna þess. Svo virðist sem holur sem myndist í malbikinu verði nokkuð djúpar og með hvössum brúnum sem séu varasamar. Hafnarfjarðarbær hefur fengið verktaka til að gera við þessar holur en aðstæður til viðgerða eru með versta móti. Mikilvægt er að íbúar tilkynni strax um slíkar holur til bæjarins. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.