Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.01.2015, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 15.01.2015, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Handbolti: 17. jan. kl. 16, Ásvellir Haukar - FH úrvalsdeild kvenna Körfubolti: 15. jan kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Snæfell úrvalsdeild karla 17. jan. kl. 15, Grindavík Grindavík ­ Haukar bikarkeppni kvenna 21. jan. kl. 19.15, Ásvellir Haukar ­ Grindavík úrvalsdeild kvenna Körfubolti úrslit: Konur: Keflavík ­ Haukar: (miðv.d.) Karlar: Grindavík ­ Haukar: 94­80 Handbolti úrslit: Konur: Haukar ­ Fram: 22­19 FH ­ Fylkir: 21­22 Íþróttir Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 7. janúar sl. var skipt um fulltrúa Hafnarfjarðar í stjórn HS veitna en Eyjólfur Sæmundsson hefur verið fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í stjórninni. Málið var tekið inn á bæjar­ stjórnarfund með afbrigðum þar sem það hafði ekki verið lagt fram í bæjarráði og var vísað til sérstakra aðstæðna sem var þá ekki önnur en sú að boðað hafði verið til hluthafafundar. Gunnar Axel Axelsson gagnrýndi að engin umræða hefði farið fram um þessa breytingu og upplýsti að hann hafi ekki fengið svör við formlegri fyrirspurn sinni um það hvort fyrirhugað væri að gera breytingar á stjórninni fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar. Sagði hann boðað væri til hluthafa­ fundar en ekki aðalfundar HS veitna og því engin kvöð á því að tilnefna nýjan stjórnarmann. Gerði hann alvarlegar athuga­ semdir við að málið væri tekið upp með þessum hætti gegn skýrum ákvæðum í samþykktum Hafnarfjarðarkaupstaðar og hann hafi því ekki haft tækifæri til þess að taka afstöðu til tillögu sem ekki hafi verið lögð fram með tillhlýðilegum fyrirvara. Gunnar spurði einnig hvort efnisleg rök væri að gera breytingar á stjórn HS veitna og sagði að Eyjólfur Sæmundsson hafi að hans mati sinnt því verkefni að mikilli alúð og án flokkspólitískra sjónarmiða og gegnt lykilhlutverki í stjórninni. Deilt um skipan í stjórn HS veitna Eyjólfur Sæmundsson út í kuldann SJÚKRAÞJÁLFARINN HEILSURÆKT Tækjasalur Bjartur og vel búinn tækjasalur Hópþjálfun fyrir hjarta- og lungnasjúklinga Fjölbreytt þjálfun fyrir hjarta- og lungnasjúklinga, eftirlit og fræðsla (hófst 9. janúar) Vatnsleikfimi Þolaukandi, styrkjandi og liðkandi æfingar í vatni. Slitgigtarskólinn Vandað 8 vikna námskeið fyrir fólk með slitgigt í hnjám eða mjöðmum. Markmiðið er að draga úr einkennum slitgigtar og auka lífsgæði með fræðslu og markvissri þjálfun. Kvennaleikfimi Hressileg leikfimi fyrir konur á besta aldri Styrktarþjálfun fyrir 67 ára og eldri Hópþjálfun fyrir eldri borgara. Fjölbreyttar styrkjandi æfingar Jafnvægisþjálfun Hópþjálfun fyrir einstaklinga sem glíma við jafnvægistruflanir Yoga I, Yoga II og Yoga III Yoga I – stóla yoga Yoga II – fyrir stirða kroppa Yoga III – fyrir lengra komna Strandgata 75 220 Hafnarfjörður www.sjukrathjalfarinn.is © F ja rð ar pó st ur in n 20 15 Skráning og nánari upplýsingar í síma 555 4449 Opið: mán - fös 8 - 19 laugardaga 9 - 12 Bæjarstjórn samþykkti með 7 atkvæðum að Skarphéðinn Orri Björnsson verði fulltrúi í stjórn og Einar Birkir Einarsson verði varamaður. Engin önnur tillaga var lögð fram um fulltrúa í stjórn HS veitna en fulltrúar minni­ hlutans sátu hjá við atkvæða­ greiðslu.Með hraði var Eyjólfi Þór (S) skipt út fyrir Skarphéðinn Orra (D). Ný Cleopatra 40 Hafnfirskur bátur til Frakklands Bátasmiðjan Trefja afhenti nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Capbreton á Suð­vesturströnd Frakklands. Nýi báturinn hefur hlotið nafnið L’Accalmie II. Báturinn er 17 brúttótonn og er af gerðinni Cleopatra 40, sem er ný útgáfa af hinum vinsæla Cleopatra 38 bát. Báturinn er útbúinn til netaveiða og með rými fyrir 16 380 lítra kör í lest. Í vistarverum er svefnpláss fyrir þrjá til fjóra auk eldunaraðstöðu. Snjó mokað af krafti Ágætis líkams rækt sem kostar ekkert Veturinn hefur verið nokkuð snjóþungur miðað við undan­ farinn áratug. Hefur hann kostað mikla vinnu við snjómokstur bæði á götum og á stígum. Strax á mánudag var greinilegt að átak var gert til að hreinsa bæinn sem víðast og eftir það var t.d. mun auðveldara að ferðast um bæinn gangandi því fleiri gangstéttar höfðu verið ruddar en oft áður. Fólk er hvatt til að halda bílum sínum frá gangstéttum svo snjóruðningstæki komist um og ekki síður að taka skóflu í hönd og hreinsa þann snjó af gang­ stéttum fyrir utan hjá sér sem ekki náðist að hreinsa. Snjómokstur er ágætis líkams­ rækt sem kostar ekkert.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.