Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.02.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 12.02.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2015 Í Hafnarfirði státum við af mjög metnaðarfullu og fjöl­ breyttu starfi í leikskólum bæj­ ar ins, jafnt innan sjálfstætt reknu skólanna sem og þeirra sem bærinn rekur. Umönnun, atlæti og örvun sem börn fá innan leikskólans leggur grunn að þroska þeirra og hæfni til framtíðar. Leikskóli er ekki hús heldur innra starfið sem þar fer fram. Því er mikilvægt að sífellt sé hlúð að þeim inn­ viðum. Ánægjulegt er að í Hafnarfirði hefur verið fjárfest í innra starfinu með um 125 milljóna króna löngu tímabærri launahækkun starfs fólks á milli ára í kjölfar nýrra samninga við leik skóla kennara og aðrar 120 milljónir króna eru veittar í þróunarsjóð leik­ og grunnskóla bæjarins. Fræðslu ráð Hafnarfjarðar undir býr einn ig aðgerðir sem miða að því að fjölga leik skóla menntuðu starfsfólki í leik skólum bæjarins en um árabil hefur hlutfall leik­ skólakennara verið um 40%. Þótt það sé hærra hlutfall en í nágranna­ sveitar félög um er það enn undir lágmarks­ hlutfalli sem sett er í lögum. Bæta þarf vinnu aðstöðu, draga úr álagi í starfs um­ hverfi þeirra og fjölda barna á hvern starfs­ mann. Vel mennt aðir og ánægðir leik skóla­ kennarar eru grund völlur öflugs leik skóla starfs sem þarf jafnan að vera í þróun. Þjónustan breytist ekki Sautján leikskólar starfa í Hafnarfirði og í þeim eru 1860 börn. Á næstu fimm árum mun börnum á leik skóla aldri fækka um 300 samkvæmt spám um íbúafjölgun í bæn um. Okkur ber að bregð ast við þeirri stöðu og skoða hvern ig tilfærsl ur er hægt að gera til hag ræðingar, til að nýta fjármuni skattgreiðenda og húsnæði bæjarins sem best en viðhalda um leið sama þjón­ ustu stigi og verið hefur? Þjón­ ustu samningi við einn sjálfstætt starfandi ungbarnaleikskóla hefur verið sagt upp en um mjög óhagkvæma rekstrar ein ingu er að ræða. Þau 24 pláss sem þar hafa verið í boði verða færð inn í ungbarnadeildir ann arra leik­ skóla í bænum því þar verður hægt að nýta húsnæði betur vegna fækkunar í elstu árgöng­ um leikskólabarna. Ein göngu börn foreldra í svoköll uðum for­ gangshópi hafa komist inn á ung barnaleikskóla­ eða deildir í bænum og verður því alls ekki um breytta þjónustu til þess hóps að ræða. Hvað aðra varð ar segir í nokkurra ára göml um úthlut­ unarreglum um leik skólavist í Hafnarfirði: ,,Börn geta hafið leikskólagöngu á ár inu sem þau verða tveggja ára.“ Þessum úthlutunarreglum hefur ekki verið breytt enda áhersla nú á að viðhalda sama þjónustu stigi og verið hefur. Tillögur og óskir fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn um að nota hefði átt tækifærið þegar börnum á leikskólaaldri fækkar, til að lækka inntöku­ aldur á leikskóla, eru óábyrgar og dæma sig sjálfar. Yrði inn­ tökualdur leik skóla barna t.d. lækkaður í eins árs aldur myndi einungis rekstr ar kostnaður auk­ ast um 400 millj ónir króna á ári. Bæjar sjóð ur sem enn glímir við þrönga fjárhagsstöðu hefur ekki tök á slíkum aðgerðum að sinni. Það er verkefni nýrrar bæjar­ stjórnar á næstu misserum að snúa blaðinu við – fyrir framtíð Hafnarfjarðar. Höfundur er formaður bæjarráðs og fræðsluráðs. Leikskóli er ekki hús Rósa Guðbjartsdóttir Höfnin okkar er mikilvægara fyrirtæki en margir gera sér grein fyrir; hún setur sterkan svip á bæjarlífið, leggur grunn að marg víslegri atvinnu­ starfsemi, tómstundir og íþróttir eiga þar sinn vettvang og síðast en ekki síst þá er afkoma hennar góð, hún leggur heilmikið veltufé til á samstæðureikning bæj­ ar sjóðs. Höfnin er ekki hefð­ bundin „stjórnsýslu­ eining“ eins og sumir virðast halda (nýi bæjar stjórnar­ meirihlutinn), heldur sjálfstætt fyrirtæki sem starfar samkvæmt sérstökum lögum og þarf að afla sér viðskipta með góðri þjónustu fyrir sanngjarnt verð. Við bæjar­ búar fáum okkar þjónustu hjá stofnunum bæjarins og höfum ekki svo mikið val um það. Eng­ inn þarf hins vegar að vera í við skiptum við Höfnina okkar frekar en hann vill (ef undan er skilið Alcan í Straumsvík). Lóð­ ar hafar og eigendur skipa eru í viðskiptum við Höfnina af því að þeim líkar þjónustan. Af þessu leiðir að bæði Höfnin og þau fyrirtæki sem þar veita þjón ustu þurfa að afla viðskipta­ vina, stunda markaðssetningu eins og það heitir í dag. Þjónusta Hafn arinnar skiptir þar öllu máli. Það næst ekki árangur nema hjá henni starfi áhugasamt kunnáttu­ fólk sem leggur sig að fullu fram í sínum störfum. Þau þurfa stuðn ing hafnarstjórnar þar sem fulltrúar bæjarbúa, tilnefndir af bæjarstjórn, eiga sæti. Þannig hefur þetta verið og skilað góðum árangri. En nú eru blikur á lofti, svo virðist sem nýr meiri hluti Sjálf stæð is­ flokks og Bjartrar fram­ tíðar hafi ekki á þessu skilning. Gripið hefur verið til aðgerða sem að mínu mati eru til þess fallnar að torvelda starf stjórn enda og starfs­ manna Hafn ar innar. Í stefnu og lang tíma­ áætlun Hafnarinnar eru þrjú megin markmið sem nú hafa náðst: • Að samið verði upp á nýtt um hafnargjöld við Alcan í Straums vík. ­ Samningar náð­ ust sl. vor, tekjur aukast um 60­70 m.kr. á ári • Að staða Hafnarinnar sem lönd unar og útflutningshafnar fyrir uppsjávarfisk verði styrkt með nýrri frystigeymslu. – Þetta verður að veruleika í ár. • Að tekjur fari yfir 500 m.kr. á ári. – Þetta mun gerast í ár ef vel er á málum haldið, áætlun gerir ráð fyrir tæpum 530 m.kr. Að lokum má hér sjá yfirlit yfir veltufé (greiðsluafgang þeg ar öll gjöld hafa verið greidd) síðustu ára ásamt áætlun 2015. Samtals 865 m.kr. 2010 136 m.kr. 2011 141 m.kr. 2012 115 m.kr. 2013 113 m.kr. 2014 130 m.kr. 2015 230 m.kr. Eyjólfur Þór Sæmundsson Höfnin – gullkista okkar Hafnfirðinga Þrjú mikilvæg rekstrarmarkmið í höfn Boðið verður upp á starfsréttindanámskeið fyrir verðandi dagforeldra samkvæmt gildandi reglu­ gerð um daggæslu í heimahúsum á vegum Miðstöðvar símenntunar í Hafnarfirði. Námskeiðið hefst laugardaginn 21. febrúar og stendur til 26. mars 2015. Að jafnaði verður kennt á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 19:00­22:00 og á laugar­ dögum frá kl. 09:00­16:00 Skráning á námskeiðið fer fram hjá daggæslufulltrúa Hafnarfjarðar á netfangið bogga@hafnarfjordur.is Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Sigurborg Kristjánsdóttir, daggæslufulltrúi. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði STARFSRÉTTINDA­ NÁMSKEIÐ FYRIR DAGFORELDRA Ég vil sem bæjarbúi og fyrr­ ver andi formaður hafnarstjórnar þakka öllu því góða fólki sem hjá Höfninni starfar fyrir frábæran árangur. Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi (S) og formaður hafnarstjórnar. ...blaðið sem Gaflarar lesa Bæta á læsi hafnfirskra barna Búist við allt að 800 manns á málþingi um læsi Málþing um læsi fyrir starfs­ fólk leik­ og grunnskóla í Hafn­ arfirði verður haldið á skipu­ lagsdegi beggja skólastiganna í Hafnarfirði 25. febrúar nk. á Hilton hótel Nordica. Segist Eiríkur Þorvarðarson, sem hefur verið í forsvari fyrir stýrihóp um bætt læsi í Hafnarfirði, búast við allt að 800 manns á málþingið. „Hafnfirskir nemendur hafa hvorki komið nægilega vel út á samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði né í PISA könn­ unum á undanförnum árum. Sem viðbrögð við því hefur Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar síðastliðið ár unnið að því með tengiliðahópi frá leik­ og grunnskólunum að smíða að ­ gerð aráætlun um læsi sem nú er byrjað að vinna eftir. “ Eiríkur segir að aðgerðaráætlunin snúist meðal annars um markvissar mæl ingar á þáttum sem hafa með lestrarfærni að gera og íhlutun í kjölfar mælinga á báð um skólastigum. Hingað til hefur hver skóli sett sér ákveðin viðmið um læsi en nú sé stefnt að að því að allir skólar bæjarins hafi sama viðmið. Málþingið er liður í að fræða alla þá sem vinna með börnum í skólum bæjarins og til að efla vitundarvakningu um bættan lesskilning. Er málþingið um lestrarundirbúning og lestrar­ nám og verða tveir aðalfyrir­ lesarar, dr. Hermundur Sigur­ mundsson flytur erindi sem hann nefndir Ný sjónarmið á nám og færniþróun og dr. Freyja Birgis­ dóttir sem fjallar um málþroska og læsi leik­ og grunnskólabarna. Að fyrirlestrunum loknum verða fjórar málstofur með fjórum fyrirlestrum hver, ein um málörvun og lestrarundirbúning í leikskólum, önnur um lestrarnám á mörkum leik­ og grunnskóla, sú þriðja um lestrarnám í grunn­ skóla og sú fjórða um lestrarnám í öllum námsgreinum. Óskum eftir starfsfólki Afgreiðsla - Kaffiþjónn 60%/100% starfshlutfall Nánari upplýsingar: kokulist@kokulist.is eða Elín 820 7466

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.