Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.02.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 12.02.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2015 Það ætlar ekki að vera nein lognmolla í kringum nýjan meiri­ hluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Enn bíða menn eftir niðurstöðum úr úttekt á rekstri bæjarins en á henni á að byggja við að marka stefnu í rekstri bæjarins. Bæjar­ stjóri hefur sagt að ekki þurfi endilega að skera niður, því með hagræðingu í rekstri megi jafnvel auka við eða jafnvel minnka álögur á bæjarbúa. Ekki er þó alltaf beðið eftir niðurstöðum úr þessari úttekt og hagræðing í greiðslu húsaleigubóta virðist hafa verið meiri en upphaflega var kynnt þó hvergi megi finna nein gögn um hækkunina ef frá er talið að upphæð við miðunar­ upphæðar er getið í greinargerð með fjárhagsáætlun. Skilaboð frá bæjarskrifstofunum um að þetta væri gert þar sem viðmiðunarupphæðin hafi ekki hækkað í langan tíma var uppspuni sem og fullyrðing um að þetta væri gert til jafnvægis við viðmið nágrannasveitarfélaganna. Eftir langar og strangar viðræður við eigendur Áslandsskóla var fallið frá viðbyggingu við skólann og byggingu íþróttahúss og talið að nægilegt rými fengist ef tölvustofa væri aflögð og allir nemendur fengju spjald­ tölvu. Nú bregður svo við að Foreldrafélagið, eða a.m.k. fulltrúar þess, rísa upp á afturlappirnar og segja ákvörðun bæjarstjórnar hreinlega ólöglega. Ekkert samráð hafi verið við skólaráð eins og mælst sé fyrir um í fræðslu­ lögum. Meirihlutinn virðist nú allt í einu ekki hafa meirihlutann með sér. Þarna hitnar greinilega í kolunum enda ganga fulltrúar Foreldrafélagsins svo langt að hóta jafnvel lögsókn verði ákvörðun um að hætta við að byggja við skólann ekki dregin til baka. Og það hitnar víðar í kolunum en samstaðan í stjórn Hafnarfjarðarhafnar virðist ekki vera mikil þessa dagana. Það vekur athygli þegar skoðaðar eru fjárhags­ upplýsingar Hafnarfjarðarbæjar fyrir desembermánuð, sem ætti að gefa nokkuð sanna mynd á niðurstöðum ársins 2014, að bæjarráð fer 114% fram úr áætlun ársins. Illa hefur líka tekist til við áætlun um kostnað við stjórn Hafnarborgar sem reyndist 91% hærri en áætlað var. Þar kemur einnig fram að rekstur Hafnarborgar kostaði 85,6 milljónir kr. á meðan rekstur Byggðasafns Hafnarfjarðar kostaði tæpar 67 milljónir kr. Áhugasamir bæjarbúar eru hvattir til að skoða framsetningu á fjárhagsuppgjöri bæjarins og reyna að meta stöðuna. Ekki er allt sem sýnist og t.d. má sjá að rekstur Eignasjóðs átti að skila 232,4 millj. kr. tekjum en kostaði þegar upp var staðið 247,9 mill. kr. Mismunurinn var 480,3 millj. en er sagður ­107%. Þetta ætti auðvitað hver grunnskólagenginn maður að skilja – eða hvað? Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Sunnudagurinn 15. febrúar Messa kl. 11 Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Félagar úr Barbörukórnum syngja. Miðvikudagar Morgunmessa kl. 8.15 Fimmtudag 19. febrúar Aðalfundur kvenfélagsins www.hafnarfjardarkirkja.is. HAFNARFJARÐARKIRKJA 1914 - 2014 Sunnudagurinn 15. febrúar Sunnudagaskóli kl. 11 Kvöldvaka kl. 20 Gestur Pálmason markþjálfi kemur í heimsókn. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. Munið foreldramorgna kl. 10 á miðvikudögum í safnaðarheimilinu og krílasálma á fimmtudögum kl. 10.30 í kirkjunni. Fylgist með okkur á www.frikirkja.is 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudaginn 15. febrúar Sunnudagaskóli kl. 11 Bolludagshátíð. Sláum köttinn úr kassanum og gæðum okkur á bollum með rjóma. Gospelguðsþjónusta kl. 20 Starf eldri borgara á miðvikudögum kl. 13:30-15:30. www.astjarnarkirkja.is Víðistaðakirkja Sunnudaginn 15. febrúar Hláturmessa kl. 11 Fjallað um gleðina sem Guðsgjöf. Sérstakur gestur Ómar Ragnarsson. Félagar úr kór Víðistaðakirkju syngja undir stjórn Helgu Þórdísar. Siggi og María sjá um sunnudagaskólann, – mikið fjör – mikið gaman. Molasopi á eftir www.vidistadakirkja.is Minnst greitt með hverjum notanda Suðurbæjarlaugar Hafnarfjarðarbær borgar 5-800 kr. með hverri heimsókn Rekstur Suðurbæjarlaugar kostaði á síðasta ári 120,5 milljónir kr. en skv. upplýsingum íþróttafulltrúa komu 229.456 í sundlaugina þetta ár en þá er meðtaldir þeir sem sækja heilsurækt í kjallaranum. Því má segja að skattgreiðendur í Hafnarfirði hafi greitt með 525 kr. með hverjum notanda í hvert skipti. Í Ásvallalaug komu 233.835 gestir auk 60.000 í heilsurækt og greiddu skattgreiðendur 187 milljónir kr. í rekstur Ásvallalaugar og því 637­800 kr. á hverja heimsókn eftir því við hvaða aðsóknartölur miðað er við. Í Sundhöll Hafnarfjarðar komu 50.641 gestur og kostað rekstur hallarinnar skattgreiðendur 32,9 milljónir kr. eða 650 kr. á hverja heimsókn. Kostnaður við rekstur Suðurbæjarlaugar hefur hækkað um 31% frá 2011, kostnður við rekstur Ásvallalaugar hefur hækkað um 4,5% en kostnaður við rekstur Sundhallarinnar hefur lækkað á sama tíma um 8,4%. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.