Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.02.2015, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 19.02.2015, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 FRÆÐSLUKVÖLD almenningsíþróttadeildar Hauka INGÓLFUR GEIR GISSURARSON Everestfari og margfaldur Íslandsmeistari í maraþonhlaupum allar um reynslu sína. ALLIR VELKOMNIR AÐ ÁSVÖLLUM Enginn aðgangseyrir FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 19. FEBRÚAR KL. 20 - 21 Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar Opið hús Kynning verður í kvöld 19. febrúar kl. 20 í félagsheimili SVH að Flatahrauni 29. Hjörleifur Steinarsson og Logi Már Kvaran félagar í SVH eru báðir listahnýtarar og munu sýna okkur túpuhnýtingar meðal annars. Hvetjum við félaga til að mæta og taka með sér gesti. Alla fimmtudaga er opið hús hjá okkur og athugið að þegar kynningar verða auglýsum við þær sérstaklega. Alltaf heitt á könnunni. Fræðslu og skemmtinefnd SVH Minnum á unglingastarf félagsins fyrir 12-16 ára á mánudagskvöldum kl. 19. (Í stað þriðjudagskvölda er áður hafði verið auglýst í félagsblaði okkar. Sá dagur hentaði ekki vegna annara tómstunda hjá unglingunum.) Við hvetjum foreldra til að kynna sér þetta frábæra starf sem er þeim að kostnaðarlausu. Sjá heimasíðu www.svh.is. Einnig er velkomið að hafa samband í síma 565 4020. Aðeins konur á vinabæjar­ mót í Frederiksberg Bæjarráð tilnefndi eingönu konur Í bæjarráði sitja 5 fulltrúar auk eins áheyrnarfulltrúa. Konur eru í meirihluta í ráðinu, 3 konur og tveir karlar og reyndar 4 konur og 3 karlar ef áheyrnarfulltrúinn er talinn með. Á fundi ráðsins sl. fimmtudag samþykkti ráðið að tilnefna þrjá opinbera fulltrúa bæjarins á vinabæjarmót sem haldið verður í Frederiksberg í Dan­ mörku 28.­30. maí nk. Í bréfi frá Jørgen Glenthøj borgar­ stjóra, sem ritað er á ensku, er þremur opinberum fulltrúum bæjarins ásamt mökum boðið að taka þátt í aðaldagsskrá vinabæjarmótsins en uppihald er í boði Frede riksberg. Það vekur athygli að bæjarráð tilnefndi aðeins konur í ferðina til Frederiksberg, bæjarfull­ trúana Guðlaugu Kristjáns dótt­ ur, Unni Láru Bryde og Öddu Maríu Jóhannsdótttur. Þema mótsins verður Fram­ sækin bæjarskipulags verkefni þar sem dregin verða fram atriði eins og gæði byggingar­ listar, menning og norræn sér­ kenni. Alls gerir Frederiksberg kommune ráð fyrir að vina­ bæjar mótið kosti um 18 millj­ ónir íslenskra króna eða 910 þúsund DKK. Reikna þeir með að þurfa að greiða um 170 þúsund DKK í hótelgistingu fyrir 15 opinbera gesti og maka þeirra. Búast Danirnir við um 250 þátttakendum í heild, þar af 48 unglingum 13­14 ára eða 8 frá hverju landi. Jørgen Glenthøj borgarstjóri veitir eiginhandaráritanir. Ráðhúsið í Frederiksberg. Hafnarfjarðarkirkja 100 ára 1914-2014 Hádegistónleikar í Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 24. febrúar kl. 12.15-12.45 Básúnukvartettinn Los Trombones leikur glæsilega efnisskrá, m.a. hið magnaða verk Quartet de forme Liturgique eftir Jacques Charpentier (1933-) © 1 50 2 H ön nu na rh ús ið e hf . Kaffisopi eftir tónleika Verið hjartanlega velkomin – Aðgangur ókeypis Kvartettinn skipa: Stefán Ómar Jakobsson, Carlos Caro Aguilera, David Bobroff og Ingibjörg Azima. Lemon opnar við Hjallahraun í apríl Aukin verslun og þjónusta á gamla iðnaðarsvæðinu á hraununum Stefnt er að því að opna veitinga staðinn Lemon að Hjalla hrauni í apríl nk. skv. upp­ lýs ingum Jóhönnu Soffíu Birgis­ dóttur rekstrarstjóra Lemon. Það er fyrirtækið Djús ehf. sem rekur nú tvo veit ingastaði undir nafni Lemmon, að Laugavegi 24 og Suður landsbraut 4 í Reykjavík. Lemon sérhæfir sig í ferskum djúsum og sælkerasamlokum en þar má einnig fá hollan hafragraut, salöt, gríska jógúr, ávexti og fl. Segir Jóhanna Soffía að einungis sé matreitt úr besta mögulega hráefni hverju sinni. Greinilega er mikill áhugi á gamla iðnaðarsvæðinu á hraun­ unum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.