Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.02.2015, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 19.02.2015, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Fjölmennt var í sal Áslands­ skóla sl. mánudag er foreldrafélag skólans boðaði til neyðarfundar „vegna þeirrar stöðu sem komin er upp varðandi framtíðar mennt­ unarskilyrði og aðbúnað barna okkar“, eins og sagði i fundar­ boði. Hafði bæjarstjórn ákveðið að hætta við áform um við bygg­ ingu með 4 skólastofum. Hafði foreldrafélagið nýlega sent bæjar stjórn bréf þar sem félagið taldi m.a. að ákvörðun bæjar­ stjórnar væri ólögleg þar sem ekki hafði verið haft samráð við skólaráð Áslandsskóla. Fulltrúar félagsins funduðu með bæjar­ stjóra þar sem fram kom að for­ eldrafélagið byggði á röngum gögnum þar sem fram komi að nemendum við skólann eigi eftir að fjölga í 650 (605 ef gögnin eru skoðuð) veturinn 2019­20. Hið rétta væri að áætlað væri að nemendum fjölgi aðeins í 549. Á fundinum var farið í nokkuð löngu máli yfir atburðarás sem spannar tæp 10 ár. Bent var á að ekkert samráð hafi verið haft við skólaráð eins og beri að gera þegar meiriháttar mál væru til umfjöllunar. Upplýst var að skólahúsnæðið væri hannað fyrir 500 nemendur og efast væri um að heimilt væri að hafa fleiri í hús inu vegna brunavarna. Haraldur L. Haraldsson bæjar­ stjóri benti í upphafi máls síns á 65. grein sveitarstjórnarlaga um ábyrgð sveitarstjórna á meðferð fjármuna sveitarstjórna og vísaði þar í að mikilvægt væri að fjár­ festingar væru skynsamlegar. Sagði hann að árangur hafi náðst við að leysa húsnæðismál Hraun vallaskóla til næstu ára og sama ætti að gera með Áslands­ skóla. Áréttaði hann mikilvægi þess að styrkja innri starf skól­ anna og benti á að skólar bæjar­ ins hafi ekki komið nægilega vel út úr samræmdum prófum sl. haust í samanburði við aðra skóla á landinu. Sagði hann að móta ætti heildstæða stefnu með mælanlegum markmiðum. Hann upplýsti að hann teldi að bærinn væri að greiða of mikið til leigusala í samanburði við kostnað í öðrum skólum og benti á að ekkert komi fram í samn ing­ um um skólahúsnæðið hvað gera ætti þegar samningur rennur út eftir 12 ár nema að bærinn hafi forleigurétt á húsnæðinu. Bæjarstjóri skýrði út hvernig spár um nemendafjölda hefðu breyst og að nú væru aðeins 13 íbúðir í hverfinu sem ekki væri flutt inn í. Núverandi áætlun gerði ráð fyrir að nemendur verði í haust 533 en ekki 578 eins og fyrri spár gerðu ráð fyrir. „Ég veit ekki hvort ég á að þora að segja það: Ákvörðunin er rétt“, sagði bæjarstjóri, sem sagði einnig að það væri skólans að leysa það hvernig nemendum væri deilt niður á þær 26 heima­ stofur sem væru til staðar. Fjölmargir lögðu spurningar fyrir bæjarstjóra og komu með ábendingar. Spurt var um sam­ ráð, fjögurra barna móðir vildi fá íþróttahús og losna við rútur við skólann, lagt var til að byggja íþrótta hús og stúka niður í skólastofur á meðan fjölmennast væri í skólanum og spurt var um heilsdagsskólann. Vildi bæjarstjóri að náið samstarf væri um framhaldið við alla aðila en fundinum lauk í raun án neinnar áþreifanlegrar niðurstöðu. Handbolti: 19. feb. kl. 19.30, Kaplakriki FH - ÍR úrvalsdeild karla 19. feb. kl. 19.30, Mosfellsbæ Afturelding ­ Haukar úrvalsdeild karla 20. feb. kl. 19.30, Kaplakriki FH ­ Stjarnan úrvalsdeild kvenna 21. feb. kl. 16, Ásvellir Haukar - HK úrvaldeild kvenna Körfubolti: 25. feb. kl. 19.15, Stykkish. Snæfell ­ Haukar úrvalsdeild kvenna Körfubolti úrslit: Konur: KR ­ Haukar: 64­55 Haukar ­ Valur: 61­62 Karlar: Haukar ­ KR: 87­84 Þór. Þ. ­ Haukar: 71­99 Handbolti úrslit: Konur: ÍBV ­ Haukar: (miðv.dag) HK ­ FH: 24­21 Karlar: Haukar ­ ÍR: 29­24 Valur ­ FH: 31­28 Haukar ­ HK: 27­19 Íþróttir húsnæði óskast Mæðgur, 37 og 17 ára og 5 ára labrador hundur óska eftir 2ja eða 3ja herbergja leiguhúsnæði í Hafnarfirði. Skilvísum greiðslum heitið, get einnig fengið meðmæli. Greiðslugeta allt að 150.000 kr. á mánuði. Hægt að hafa samband á netfangið: liljarosolsen@gmail.com tapað - fundið Bíllyklar töpuðust á Strandgötu eða Austurtgötu. Upplýsingar í síma 8412651 þjónusta Tölvuviðgerðir alla daga, kem á staðinn, hagstætt verð. Sími 664 1622 - 587 7291. Tölvuaðstoð og viðgerðir Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun. Apple* & Windows. Kem í heimahús. Sími 824 9938 - hjalp@gudnason.is Innréttingasmíði, viðgerðir, almenn smíði og viðgerð á húsgögnum. Trésmíðaverkstæði Gylfa ehf. sími 897 7947. Bílaþrif. Kem og sæki. Nú er rétti tíminn til að bóna bílinn fyrir veturinn. Úrvals efni. Hagstætt verð. Uppl. í s. 845 2100. Ertu með verki? Þá gæti Bowen verið fyrir þig. Mjúk, áhrifarík með- ferð, getur hjálpað með vöðva-og beinverki, skekkju í grind, höfuð- verki, suð fyrir eyrum, öndunafæra- vandamál o.fl. Örvar blóðflæði til taugaenda, virkjar sogæðakerfið og losar um streitu. Tímapantanir í síma 846 4689 eða ingveldur. stefansdottir@gmail.com. Ódýr húsgagnahreinsun - einnig leðurhreinsun. Djúphreinsun hægindastóla, sófasett, rúmdýnur og teppi. Hreinsum í höndum leðuráklæði. Komum heim til fólks og hreinsum. Sími 780 8319. smáauglýsingar aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s s ím i 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . h v e r 1 5 0 s l ö g . M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r. Ta pað - f u n d i ð o g Ge f i n s : FR Í TT R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! www.fjardarposturinn.is Loftnet - netsjónvarp Viðgerðir og uppsetning á loftnetum, diskum, síma- og tölvulögnum, ADSL/ljósleiðurum, flatskjám og heimabíóum. Húsbílar - hjólhýsi! Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Everestfari og hlaupari Ingólfur Gissurarson, Everestfari og og margaldur Íslandsmeistari í maraþonhlaupi fjallar um reynslu sína á fræðslukvöldi Almenningsíþrótta- deildar Hauka í kvöld, fimmtudag kl. 20-21. Allir velkomnir, frítt inn. Flughnýtingar Kynning verður í kvöld, fimmtudag, kl. 20 hjá Stangaveiðifélagi Hafn- arfjarðar að Flatahrauni 29. Hjörleifur Steinarsson og Logi Már Kvaran félagar í SVH sýna túpuhnýtingar meðal annars. Gestir velkomnir. Opið hús er alla fimmtudaga. Unglingastarf félagsins fyrir 12-16 ára er á mánudagskvöldum kl. 19. Ný sýning í Hafnarborg Á laugardaginn kl. 15 verður opnuð í Hafnarborg sýning á verkum Tuma Magnússonar. Sýningin ber yfir- skriftina Largo – presto. Titill sýning- ar innar er sóttur í stóra innsetningu sem einkennist af reglubundnum hljóðum og hreyfingu. Hamarshögg, bank í borð og fótatak eru á meðal þeirra hljóða sem sem hljóma um sali Hafnarborgar og mynda síbreytilegan takt sem tengist átta aðskildum myndflötum. Tumi ræðir verk sín og sýninguna við safngesti á sunnudag kl. 15. Tónleikar á A. Hansen Tónleikaröðin „Skriðið út úr Skelinni“ heldur áfram göngu sinni á A. Hansen Bar á laugardagskvöld kl. 21. Fyrst á svið er Erla Stefáns Trío sem er tónlistarverkefni Erlu Stefáns sem er sönkona og bassaleikari tríósins en með henni spila Helgi Reynir Jónsson á gítar og Fúsi Óttars á trommur. Þar næst er söngvaskáldið Marteinn Þór Harðarson en hann er að taka sín fyrstu skref einn á sviðinu. Að lokum stígur Heiðar Ingi á stokk en hann sendi nýlega frá sér smá skífuna When I Ain‘t Got You. Húsið er opnað kl. 20 og er frítt inn. Sendið stuttar tilkynningar um viðburði á ritstjorn@fjardarposturinn.is menning & mannlíf Hafa kennt microblading tækni Í framhaldi af umfjöllun í Fjarðarpóstinum um nýja aðferð við varanlega förðun á augabrúnum með microblading tækni hafði Bryndís Ólafsdóttir hjá Zirkonia í Garðabæ sam­ band og vildi koma á framfæri að starfsmenn hjá tíu snyrti stof­ um hafa nú þegar lokið námskeiði í Microblade hjá Zirkonia og bjóða þær upp á þessa nýju tækni í varanlegri förðun á augabrúnir sem gefur brúnunum ennþá náttúrulegra útlit. Segir hún að Undína Sig­ mundsdóttir, meistari í snyrti­ fræði og eigandi Zirkonia ehf heildverslunar hafi yfir 30 ára reynslu í faginu og yfir 15 ára reynslu í heimi varanlegrar förðunar. Undína hafi boðið viðskiptavinum sínum varan­ lega förðun með microblading tækni sl. 2 ár og hefur haldið námskeið fyrir íslenska sér­ fræð inga í varanlegri förðun síðan í nóvember 2014. Leiðrétting Í umfjöllun um varanlega förðun á snyrtistofunni Lipurtá sagði í fyrirsögn augnháratattú en átti að sjálfsögðu að vera augabrúnatattú eins og kemur fram í greininni. Þá er ranglega sagt að Hrund og Þórhalla væru förðunar­ fræði meistarar en þær eru snyrti fræðimeistarar sem mikill munur er á. Er beðist velvirð­ ingar á þessum mis tökum sem eru alfarið blaðsins. Foreldrar höfðu um margt að spyrja. Áhyggjufullir foreldrar héldu neyðarfund Ný íbúaspá áætlar færri nemendur en fyrri spár Skv. núverandi spá er gert ráð fyrir að nemendafjöldinn nái hámarki árið 2018 er 561 nemandi verði við skólann. Fram að því verði mest 27 nemendur í bekkjardeild, í 7. bekk sem hefji nám í haust. 5. bekkur árið 2018 verði hins vegar með 29 nemendur í hvorri bekkjardeild. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri kynnti stöðu mála. Fulltrúar Foreldrafélags Áslandsskóla kynntu sína hlið á málinu.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.