Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.02.2015, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 19.02.2015, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 -en bóndinn borgar 1000! FRÚIN FÆR FRÍTT KONUDAGURINN í HÁSÖLUM 22. febrúar frá 15-17 Við bjóðum konum í kaffi á Konudaginn Börn í fylgd eru líka velkomin, en Bóndinn borgar 1000 krónur! Svo stígum við á palla öðru hvoru og syngjum ykkur til ánægju! 9 9 ö Ný ljósmyndastofa Heiða Dís Bjarnadóttir hefur opnað ljósmyndastofuna Stúdíó Dís að Hjallahrauni 8. Heiða Dís hefur lengi haft áhuga á myndlist og stundaði nám á listnámsbraut Fjölbrautar­ skólans í Garðabæ. Þar kynntist hún ljósmyndun og ákvað að lokaverkefnið hennar yrði ljós­ myndaverkefni. Eftir útskrift fór hún í Iðn­ skólann í Reykjavík þar sem hún hóf nám í ljósmyndun. Hún útskrifaðist svo með sveinspróf í ljósmyndun 2006 þar sem meistari hennar á námssamn­ ingn um var frændi hennar Lárus Karl Ingason ljósmyndari. Þaðan lá leið hennar til Danmerkur þar sem hún hóf nám í margmiðlunar­ hönnun við Københavns Tekn­ iske Skole og útskrifaðist árið 2008. Eftir útskrift vann hún sem margmiðlunarhönnuður hjá Saxo Bank, þangað til hún flutti til Íslands 2011. Samhliða námi og starfi hjá Saxo Bank vann hún sem ljósmyndari í lausamennsku. Á Íslandi starfaði hún sem vefstjóri fram til lok 2014 þar sem hún ákvað að gera ljós­ mynd un að aðalstarfi sínu. Úr varð að Stúdíó Dís var stofnað í febrúar 2015 og er til húsa að Hjallahrauni 8, í sama húsi og Innrömmun Hafnarfjarðar. Af því tilefni býður Heiða Dís 25% afslátt af myndatökum til loka apríl ef bókað er fyrir 10. mars Lj ós m .:L ár us K ar l I ng as on AÐALFUNDUR Knattspyrnufélagsins Hauka verður haldinn þriðjudaginn 24. febrúar kl. 18 á Ásvöllum. Dagskrá samkvæmt lögum félagsins. Félagar eru hvattir til að mæta. Aðalstjórn Hauka Hætt við hækkun á lágmarksleigu Húsaleigubætur endurskoðaðar eftir gagnrýni Umdeild hækkun á lág marks­ leigu vegna sérstakra húsa­ leigubóta hjá Hafnarfjarðarbæ hefur verið dregin til baka. Fjarðarpósturinn greindi frá því 5. febrúar sl. að lágmarksleiga hefði hækkað úr 47.456 í 58.000 kr. án nokkurrar kynningar og hefði húsaleiga öryrkja sem býr í vernduðu leiguhúsnæði því hækk að um 22,2%. Í svari frá Hafnarfjarðarbæ segir að hækkunin hafi verið gerð til samræmis við önnur sveit ar félög og að þetta viðmið hafi ekki hækkað til margra ára. Hið síðara reyndist ekki rétt enda hafði við miðunarupphæðin hækk að um 3,3% frá 2013­2014 er reglunum var breytt. Ekki var gert ráð fyrir hækkun vegna vísitölu á við miðunarupphæð lágmarks húsa leigubóta. Samþykkt ekki bókuð – Var ekkert samþykkt? Í minnisblaði sviðsstjóra fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar sem lögð var fram á fundi fjölskylduráðs sl. föstudag kem ur fram að fjölskylduráð hafi á fundi sínum 22. október sl. sam­ þykkt að hækka viðmið lág­ marks leigu í 58.000 kr. en ekki hafi verið gerð sérstök bókun um það á fundinum. Það er grund­ vallaratriðið í ritun fundargerða að skrá allar ákvarðanir sem ekki var gert á þessum fundi. Hins vegar kemur fram í fundar gerðinni að fulltrúar Sam­ fylkingar og Vinstri grænna hafa bókað að þeir hafi verið að sjá framlagða fjárhagsáætlun í fyrsta sinn og því gætu þeir með engu móti lagt mat á áætlunina og gætu því ekki tekið afstöðu. Í bókun Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar var hins vegar ítrekað að á fundinum væri verið að leggja fram fyrsta upplegg að fjárhagsáætlun sviðsins. Í fundargerðinni kemur einnig skýrt fram að kynnt hafi verið drög að fjárhagsáætlun og engin niðurstaða skráð eða nein tillaga um samþykkt. Ljóst er því að þessi hækkun hafi ekki fengið afgreiðslu í fjölskylduráði. Kynning hvergi skráð Á fundinum sl. föstudag var líka lögð fyrir kynning frá bæjarstjórnarfundi 29. október 2014 en í minnisblaði sviðs­ stjórans segir að hækkun á við­ miði hafi verið kynnt bæjarfull­ trúunum á þeim fundi. Hvergi í þessari fundargerð bæjarstjórnar kemur hins vegar fram að þessi kynning hafi farið fram! Í þessari kynningu sem sögð er hafa verið á bæjar stjórnar fund­ inum kemur hvergi fram hver hækkun eigi að vera. Þar stendur til hliðar á annarri glæru: „Hækkun lágmarksleigu sem veitir rétt til sérstakra bóta.“ Falsað skjal? Á heimasíðu Hafnarfjarðar má finna reglur um úthlutun á almennu leiguhúsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og sérstakar húsaleigubætur. Í þeim segir „Leigutaki greiði að lágmarki 58.000 kr. í húsaleigu að frá­ dregnum almennum og sér­ stökum húsaleigubótum“. Hins vegar eru þetta reglur frá 2005 og síðasta skráða breytingin er skráð 22. janúar 2014! Menn geta því deilt um hvort skjalið sé falsað eða að þarna megi kenna handvömm um. Hins vegar er allt sem bendir til að afgreiðsla á þessari hækkun hafi ekki verið samkvæmt góðri stjórnsýslu svo ekki sé tekið dýpra í árinni. Hvergi er hækkunin tekin sem sérstök tillaga og aðeins má finna upphæðina í greinargerð með fjárhagsáætlun en þar er ekki getið um hver hækkunin sé og þessi greinargerð er hvergi tekin til sérstakrar afgreiðslu. Samanburður fyrst gerður núna? Hin rökin fyrir hækkuninni var að verið væri að breyta til samræmis við önnur sveitarfélög. Ekki virðist þessi samanburður hafa verið gerður fyrir gerð fjárhagsáætlunar en fyrst nú í febrúar var lagt fram minnisblað sem gert var nú í febrúar. Þar er velt upp ýmsum myndum og ljóst að samanburður er ekki einfaldur enda reglurnar mjög mismunandi á milli sveitarfélaga. Ekkert dæmi er tekið af einstaklingi eins og þeim sem upphaflega málið snérist um heldur aðeins tveimur ein­ staklingum með annars vegar eitt eða tvö börn. Ítarleg endurskoðun Fjölskylduráð lagði því til við bæjarstjórn að taka fyrirkomulag á sérstökum húsaleigubótum til ítalegrar endurskoðunar og skoða m.a. hverjir njóta þessa réttar. Þá verði borin saman umgjörð sérstakra húsaleigubóta á milli sveitarfélaga og kjörin í Hafnarfirði borin saman við sambæarilega sveitarfélög. Kynnt með rekstrarúttekt Niðurstaða á að liggja fyrir þegar rekstrarúttekt á sveitar­ félaginu verður kynnt eða eigi síð ar en í lok apríl 2015.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.