Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.03.2015, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 05.03.2015, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 5. MARS 2015 Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði hafnarfjordur.xd.is Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins verður gestur okkar í laugardagskaffinu, þann 7. mars nk. Heitt á könnunni kl. 10-12. Allir velkomnir að Norðurbakka 1a Laugardagskaffi Erum á Facebook: Skottsala í Firði í bílakjallaranum í Firði laugardaginn 7. mars Opið frá 12.00 til 16.00 Stuð og stemmning Komdu og grúskaðu Prúttaðu og gerðu góð kaup Ekki sama hvaðan gott kemur Í umræðum í fjölskylduráði Hafnarfjarðar í dag um íþrótta­ og tómstundamálefni barna inn­ flytjenda vöktu fulltrúar minni­ hlutans athygli á því að það væri enginn samráðs vett­ vang ur fyrir bæjaryfir­ völd og innflytjendur til að ræða um helstu mál efni sem snúa að þeim. Fulltrúar minni hlut­ ans minntu á bókun flokkanna úr bæjar­ stjórn þann 10. desem­ ber sl. þar sem lagt var til að stofnað yrði inn­ flytj enda ráð sem yrði bæjaryfir­ völdum til ráðgjafar. Við undir­ búning og stofnun verði litið til reynslu af ungmennaráði, öld­ unga ráði og notendaráði um þjón ustu fatlaðs fólks. Ekki er gert ráð fyrir sérstökum kostnaði við verkefnið á næsta ári. Þeirri tillögu var á þeim tíma af óskiljanlegum ástæðum hafn­ að af fulltrúum meirihlutans. Þegar fulltrúar minnihlutans bókuðu á fundi fjölskylduráðs í dag og minntu á bókunina úr bæjarstjórn hlupu fulltrúar meiri­ hlutans til og komu með sína eigin bókun um að setja á fót fjölmenningarráð. Þessi vinnubrögð meiri hlutans eru af ­ skaplega dapurleg í ljósi þess að Björt fram tíð vildi auka sam­ ráð milli flokka eftir kosningar. Það er ólíð­ andi að fulltrúar meiri­ hlutans hafni tillögum minnihlutans til þess eins að leggja þær fram með nafnabreytingu einni. Samfylkingin hefur allt frá 2002 talað fyrir auknu samráði við bæjarbúa. Við settum á fót bæði ungmennaráð og öldunga­ ráð. Í kosningabaráttunni töluð­ um við um að auka þetta samráð enn frekar með stofnun inn­ flytjendaráð. Það er ánægjulegt að sjá það verða að veruleika á næstunni. Höfundur er fulltrúi Samfylk­ ingarinnar í fjölskylduráði. Ómar Ásbjörn Óskarsson Á laugardaginn kl. 15 verður opnuð í Hafnarborg sýning á nýjum verkum skoska hönn­ uðarins David Taylor. Sýningin ber yfirskriftina Á gráu svæði. David Taylor (49) hefur vakið athygli víða um heim fyrir einstaka og framsækna hönnun. Á gráu svæði er hans fyrsta sýning hér á landi. Sýningin samanstendur af hversdagslegum hlutum eins og lömpum, klukk­ um og speglum sem að allir bera með sér sterk skúlptúrísk ein­ kenni og eru oft á tíðum unnin úr óhefðbundnum efnivið. Breið efnistökin mæta sérfræðikunnáttu hans í málmsmíðum sem hann nálgast á afslappaðan hátt. David vinnur á gráu svæði, hann er hönn uður sem vinnur í nágrenni myndlistar eða það sem hann kall ar contemporary craft sem á íslensku myndi þýðast sem samtíma handverk. Verkin eru öll ný og sérstaklega unnin fyrir sýninguna. David Taylor er skoskur en búsettur í Svíðþjóð. Hann út ­ skrif aðist árið árið 1999 með meistaragráðu í silfursmíði frá Konstfack, helsta hönnunarskóla Svíþjóðar. Hann hefur fengið fjölda viðurkenninga og verðlaun fyrir verk sín. Á gráu svæði Skoskur hönnuður sýnir í Hafnarborg Í ár fagnar Kvennakór Hafnarfjarðar tuttugasta starfsári sínu en vel heppnaðir jólatón­ leikar í Víðistaðakirkju mörkuðu upphaf þessara tímamóta í starfi kórsins. Karlakórinn Þrestir söng með kórnum á jólatónleikunum en Kvennakór Hafnarfjarðar var einmitt stofnaður á sínum tíma af eiginkonum og dætrum Þrasta og starfa sumar þessara kvenna með kórnum enn í dag. Kórstarfið á afmælisárinu hef ur verið annasamt en um leið fjöl breytt og skemmtilegt að sögn Sigríðar Þyríar Skúladóttur söngvara í kórnum. Í febrú ar fór kórinn í æfingarbúðir á Laugar­ vatn og fimmtudaginn 12. mars n.k. er fyrirhugað glæsi legt konukvöld á vegum kórsins í Íþróttahúsi FH í Kaplakrika. Þar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá, verslanir munu sýna nýj ustu vorlínuna, fyrirtæki kynna vörur sínar og hönnun og dregnir verða út glæsilegir happdrættisvinningar. Léttar veitingar verða í boði og eru konur hvattar til að fjölmenna á konukvöldið, eiga glaða stund með kynsystrum sínum og styrkja um leið starf Kvennakórs Hafnarfjarðar á afmælisári hans. Á vormánuðum er komið að hápunktinum í starfi Kvennakórs Hafnarfjarðar á þessu starfsári en þá standa fyrir dyrum tvennir tónleikar. Í tilefni af afmælisárinu mun kórinn fá til liðs við sig tvo kunna listamenn, þau Margréti Eir og Pál Rósinkranz, sem fyrir löngu hafa unnið sér sess í hugum Hafnfirðinga sem og annarra landsmanna. „Undirbúningur fyrir afmælis­ hátíðina er að ná hámarki um þessar mundir og ljóst er að ekkert verður til sparað að gera hana sem best úr garði,“ að sögn Sigríðar. Kvennakór Hafnarfjarðar kemur víða fram og hér syngur hann í Firði í nóvember sl. Konukvöld á afmælisári Kvennakór Hafnarfjarðar fagnar tuttugu ára afmæli í ár Erna Guðmundsdóttir, stjórnandi kórsins. Hljómsveitin Funk City verður með tónleika í Bæjarbíói föstudaginn 13. mars nk. Farið verður yfir lög frá Motown, þar á meðal Sam Cooke, The Temp tations yfir í Amy Wine­ house, Michael Jackson, og fleiri flotta listamenn. Tólf manns skipa hljóm­ sveitina, Gáki kulp á trommur, Snorri Örn á bassa, Jónas Orri á gítar, Magnús á píanó, Elvar Bragi Kristjónsson á trompet, Björn Janutsh Kristinsson á saxófón og Freyr Sigurðarsona á básúnu. Aðalsöngvari Funk City er Alan Jones Jr. og bak­ raddir syngja Karitas Sól Jóns­ dóttir, Bjarnhildur María Sig­ urðardóttir Alexandra ísfold Alexandersdóttir og Ásdís Líf. Tónleikarnir þann 13. mars hefjast kl. 20 og hluti af miðaverði rennur til ABC barnahjálpar. Funk City spilar í Bæjarbíói Enn ein tónlistarveislan í miðbæ Hafnarfjarðar

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.