Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.03.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 05.03.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 5. MARS 2015 Sl. mánudag voru liðin 50 ár síðan ég fór á minn fyrsta skáta­ fund. Ég man þennan fyrsta fund er ég sem tæpra 7 ára kom af Hvaleyrarholtinu yfir í hinn endann af bænum til að fara á ylfingafund. Þetta var afdrífaríkur fundur því ég hef síðan alla tíð verið skáti. Ragnhildur Guðmundsdóttir var minn fyrsti ylfingaforingi, mín fyrsta Akela, en síðan tók Elsa Kristinsdóttir við og Sigurjón Vilhjálmsson. Öll voru þau einstök á sína vísu en höfðu það eitt sameiginlegt að gefa mikið af sér til okkar skátanna. Allt var þetta gert í sjálfboðavinnu og ánægjan voru einu launin. Af reynslu get ég sjálfur sagt að engin laun eru betri fyrir svona starf en ánægjan. Sjálfboðaliðastarf hefur minnkað mikið síðan en ég man líka þann dag þegar ég á svipuðum tíma mætti á fótbolta­ æfingu hjá Ragnari Magnússyni. „Mæta á þriðjudaginn, keppa við Keflavík“ voru snaggaraleg svör þegar ég spurði hvort ég mætti vera með. Skátastarfið gaf mér mikið og þeim fullorðnu foringjum verður seint þakkað það fórnfúsa starf sem unnu með okkur. Það er ekkert sjálfgefið að fólk taki að sér í sínum frítíma að vinna með börnum annars fólks. Mikilvægi góðs félagsstarf verður seint full metið. Það er ekkert sjálfsagt að unglingar og fullorðið fólk gefi af tíma sínum til þess að vinna með börnum í uppbyggjandi starfi. Enginn gerði það nema hann hefði gaman að því og það að vinna með börnum gefur svo sannarlega mikið af sér. Hafnarfjarðarbær hefur haft skilning á góðu skátastarfi í gegnum tíðina og hefur oft verið í fararbroddi sveitarfélaga í stuðningi við skátastarfið. Hins vegar eru skátarnir og reyndar öll önnur æskulýðsstarfsem útundan þegar kemur að hvatningu og verðlaunum til þátttakend­ anna. Aðeins iðkendur íþróttafélaga innan ÍBH eru gjaldgengir til að fá viðurkenningar á íþróttahátíð Hafn­ ar fjarðar bæjar sem haldin er árlega. Langt er síðan önnur sveitarfélög fóru að veita dugandi foringjum í skáta­ félögum viðurkenningar til jafns við íþróttafólk. Skátar keppa að vísu ekki til verðlauna og engir eru áhorfend­ urnir. Einföld hvatningarverðlaun til ungra foringja gætu verið mikilvægari en nokkur Íslands meistaratitill, að vita að áhrifafólk í bæjarfélaginu meti það sem þeir hafa verið að gera. Ég hef all oft nefnt þessa hugmynd við stjórnmálamenn en nú legg ég það til að íþrótta­ og tómstundanefnd hefji þegar undirbúning að því að veita viðurkenningar til þeirra sem starfa að almennu æskulýðsstarfi í bænum, a.m.k. til jafns við það sem er gert í samstarfi við íþróttahreyfinguna. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Sunnudagurinn 8. mars Messa kl. 11 Félagar úr Barbörukórnum syngja. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs. Aðalsafnaðarfundur eftir messu - veitingar Sunnudagaskóli kl. 11 í Strandbergi, safnaðarheimilinu. Miðvikudagar Morgunmessa kl. 8.15 Fimmtudagur 5. mars Kvenfélagsfundur Fundur í Kvenfélagi Hafnarfjarðarkirkju kl. 19.30 í Vonarhöfn www.hafnarfjardarkirkja.is. HAFNARFJARÐARKIRKJA 1914 - 2014 Sunnudagurinn 8. mars Sunnudagaskóli kl. 11 Hljómsveit kirkjunnar verður í stuði eins og alltaf. Guðsþjónusta kl. 13 Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða söng undir stjórn Arnar Arnarsonar. Tónlistin verður í léttari kantinum og hentar allri fjölskyldunni. Krúttakórinn syngur undir stjórn Thelmu Hrannar Sigurdórsdóttur og Kirstínar Ernu Blöndal. Basar kvenfélagsins Strax að lokinni guðsþjónustu hefst basar kvenfélags kirkjunnar í safnaðarheimilinu. Basarinn er meðal helstu fjáröflunarleiða félagsins á starfsári hverju en kvenfélagið er einn af máttarstólpum safnaðarstarfsins. Mætum og sýnum stuðning í verki! Fylgist með okkur á www.frikirkja.is 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir Sunnudaginn 8. mars Messa kl. 11 Dís Gylfadóttir guðfræðingur segir frá Hugarfari, samtökum fólks með ákominn heilaskaða, og prédikar. Sunnudagaskóli á sama tíma. Miðvikudagur 11. mars kl. 13.30 Starf eldri borgara Ásta Júlía Arnardóttir frá Tryggingarstofnun fjallar um fjármál eftirlaunaþega Fimmtudaga kl. 11 Bæna- og fyrirbænastundir www.astjarnarkirkja.is Víðistaðakirkja Sunnudaginn 8. mars Kirkjuferð Frímúrara Guðsþjónusta kl. 11 Drengjakór Hamars syngur undir stjórn Sigurðar Halls Stefánssonar. Organisti: Helga Þórdís Guðmundsdóttir Prédikun: Jakob Kristjánsson Einsöngur Ívar Helgason Prestar: Sr. Halldór Reynisson og Sr. Bragi J. Ingibergsson Allir velkomnir! www.vidistadakirkja.is Drekaskátar Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.