Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.03.2015, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 05.03.2015, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 5. MARS 2015 Aðalsafnaðarfundur í Hafnarfjarðarsókn 8. mars 2015 Aðalsafnaðarfundur í Hafnarfjarðarsókn verður haldinn 8. mars 2015 strax að lokinni messu (sem hefst kl. 11) í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Sóknarnefnd Hafnarfjarðarkirkju www.hafnarfjardarkirkja.is. Kvennakórs Hafnarfjarðar Kaplakrika fimmtudaginn 12. mars kl. 19:30 Veitingar, tískusýningar, vörukynningar, skemmtiatriði og veglegir happdrættisvinningar Miðaverð 1.500 kr. Aðgöngumiðinn gildir sem happdrættismiði Snjóbrettamótið Slark Rail Session verður haldið í miðbæ Hafnarfjarðar á laugardaginn og hefst kl. 13.30. Svipað mót var haldið í fyrra á Linnetsstígnum en mótið í ár á að verða stærra og flottara. Á Thorsplani verður byggt upp s.k. Jib svæði með snjó úr Blá­ fjöllum. Keppendur leika listir sínar á handriðum, pöllum og rörum en helsta snjóbrettafólk landsins tekur þátt í viðburðinum. Hljómsveitin Barr spilar fyrir áhorfendur og plötusnúður á að halda uppi stemmningu í mið­ bænum. Snjóbrettamót á Thorsplani Snjór úr Bláfjöllum fluttur í miðbæinn Í fyrra var mótið haldið á Linnetsstígnum. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Hug­ og heilsuræktin elin.is á Bæjarhrauni 2 hefur bætt við nýjum námskeiðum fyrir þá sem vilja fjölbreyttari hreyfingu. Notast er við nýjustu trampólínin og hjólin á markaðnum í stöðva­ þjálfun. „Tímarnir eru sérstak­ lega samsettir til að þjálfa allan líkamann, bæði þol, styrk og liðleika á afar öflugan máta svo þú komist í þitt allra besta form. Allar æfingar hlífa liðamótum og eins og í öllum öðrum tímum er sérstök áhersla lögð á teygjur og slökun,“ segir Elín Sigurðardóttir. Hún segir námskeiðin Golf TRX fyrir kylfinga vera mjög vin sæl þar sem flestir átti sig á því að græjurnar séu ekki það mikilvægasta heldur líkaminn. Á námskeiðinu er unnið markvisst að því að styrkja það sem máli skiptir fyrir golfsumarið og auka liðleika. Allar nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á www. elin.is Hjól og trampólín notuð í söðvaþjálfun. Ný og fjölbreytt námskeið Sérstök áhersla lögð á teygju og slökun TRX námskeið fyrir kylfinga. Stofnað 1982 Dalshrauni 24 • 220 Hafnarrði • 555 4855 • steinmark.is • steinmark@steinmark.is Ársskýrslur Stafræn prentun

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.