Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.03.2015, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 05.03.2015, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 5. MARS 2015 Hafnarfjörður átti þrjú lið í úrslitum bikarkeppni HSÍ, Hauka í kvennaflokki og FH og Hauka í karlaflokki. Á fimmtudag lagði Valur Hauka í kvennaflokki í jöfnum leik í undanúrslitum 22­20 og Haukar því úr leik. Á föstudag keppti Valur og FH í karlaflokki og þeir sem mættu á þann leik fengu mikið fyrir pen­ inginn. Undir lok venjulegs leiktíma stefndi allt í sigur Vals en þá jöfnuðu FH­ingar á lokasekúndunni og þá var framlengt. Aftur stefndi í sigur Vals en aftur jöfnuðu FH­ingar á lokasekúndunni og því var aftur framlengt! Þá voru Valsmenn sprungnir og FH­ingar sigruðu með 4 mörkum, 44­40. Þá tók við leikur ÍBV og Hauka og gallharðir FH­ingar héldu með Haukum og eygðu úrslitaleik á milli Hafnarfjarðar­ liðanna. Leikurinn var mjög spennandi en ÍBV var sterkara liðið á lokamínútunum og sigruðu með 2 mörkum, 23­21. Mættust þá ÍBV og FH í úrslitaleik á laugardaginn fyrir troðfullu húsi í Laugardalshöll. Stemmningin var gríðarlega góð og fóru fylgismenn ÍBV hreinlega á kostum, sungu, klöppuðu og spiluðu allan leikinn. FH­ingar komust í góða forystu og virtust ætla að rúlla yfir leikmenn ÍBV og gátu náð 6 marka forskoti. Áhangendur ÍBV voru þó ennþá í sigurham og kannski kveikti það í Eyjamönnum því þeir náðu að jafna og komast yfir. Ekkert benti síðan til að FH næði að jafna fyrr en á síðustu mínútun­ um þegar þeir komust upp að ÍBV og gátu jafnað. Það tókst hins vegar ekki og enginn bikar koma því í Fjörðinn þetta árið. Njörður Helgason býr á Burknavöllum þar sem snjó af götunni fara upp á gangstéttina og valda því að fólk þarf að fara eftir götunni sem er flughál. Segir hann konu hafa dottið á henni, en enginn hálkuvörn er á henni. Þarna er göngu leið barna úr Hraunvallaskóla í sund­ laugina á Ásvöllum og í íþróttahús Haukanna. Handbolti: 5. mars kl. 19.30, Kaplakriki FH - Haukar úrvalsdeild karla 8. mars kl. 18, Austurberg ÍR ­ Haukar úrvalsdeild kvenna 9. mars kl. 19.30, Ásvellir Haukar - Stjarnan úrvalsdeild karla Körfubolti: 5. mars kl. 19.15, Ásvellir Haukar - ÍR úrvalsdeild karla 8. mars kl. 19.15, Sauðárkr. Tindastóll ­ Haukar úrvalsdeild karla 11. mars kl. 19.15, Grindavík Grindavík ­ Haukar úrvalsdeild kvenna Körfubolti úrslit: Haukar ­ Keflavík: (miðv.d.) Karlar: Njarðvík ­ Haukar: 78­100 Handbolti úrslit: Konur: Valur ­ FH: (miðv.dag) ÍR ­ Haukar: (miðv.dag) Valur ­ Haukar: 22­20 Karlar: ÍBV ­ FH: 23­22 ÍBV ­ Haukar: 23­21 Valur ­ FH: 40­44 Íþróttir húsnæði óskast Óska eftir lítilli íbúð eða herbergi til leigu sem fyrst. Uppl. Í síma 896 5388. Óska eftir atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði eða Garðabæ. Skrifstofu- eða iðnaðarbil. 40-60 m². Uppl. í s: 777-1234 húsnæði í boði Mjög gott 141,9 m² skrifstofu­ húsnæði á annarri hæð í alfara­ leið! Gott auglýsingagildi. Þrjár skrif stofur, auk opins skrifstofu rým- is. Uppl. veitir Gyða í s. 695 1095. tapað - fundið Hvítur iPhone í bleiku hulstri tapaðist, sennilega í kringum IKEA, á öskudaginn. Finnandi vinsam- legast hafi samband í s.869 7090. Fundarlaun. þjónusta Tölvuviðgerðir alla daga, kem á staðinn, hagstætt verð. Sími 664 1622 - 587 7291. Tölvuaðstoð og viðgerðir Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun. Apple* & Windows. Kem í heimahús. Sími 824 9938 - hjalp@gudnason.is Innréttingasmíði, viðgerðir, almenn smíði og viðgerð á húsgögnum. Trésmíðaverkstæði Gylfa ehf. sími 897 7947. Bílaþrif. Kem og sæki. Nú er rétti tíminn til að bóna bílinn fyrir veturinn. Úrvals efni. Hagstætt verð. Uppl. í s. 845 2100. Ódýr húsgagnahreinsun ­ einnig leðurhreinsun. Djúphreinsun hægindastóla, sófasett, rúmdýnur og teppi. Hreinsum í höndum leðuráklæði. Komum heim til fólks og hreinsum. Sími 780 8319. Óska eftir þolinmóðum, ábyrgum og barngóðum aðila til að passa fyrir mig 2 börn, 2 og 4 ára, á þriðjudögum frá 16­22 og eftir atvikum meira. Þarf að sinna léttum heimilisstörfum með (þvotti, ganga frá í eldhúsi ofl.). Áhuga- samir eru beðnir að hafa samband með því að senda kontakt upplýs- ingar á kolbrunrakel@gmail.com og haft verður samband, öllum verður svarað. Er í Háahvammi. smáauglýsingar aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s s ím i 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . h v e r 1 5 0 s l ö g . M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r. Loftnet - netsjónvarp Viðgerðir og uppsetning á loftnetum, diskum, síma- og tölvulögnum, ADSL/ljósleiðurum, flatskjám og heimabíóum. Húsbílar - hjólhýsi! Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Aðalfundur og sólmyrkvi Aðalfundur St. Georgsgildisins í Hafnarfirði, samtaka eldri skáta verður í Hraunbyrgi í kvöld kl. 20. Auk almennra aðalfundarstarfa mun Gunnlaugur Júlíusson stjörnu fræð- ingur segja frá sólmyrkvanum sem verður 20. mars. Gamlir skátar velkomnir. Laddi í kvöld Allt það besta með Ladda verður í Bæjarbíói í kvöld kl. 21. Miðasala á midi.is Listamannaspjall Nú stendur yfir sýning á verkum Kristbergs Ó. Péturssonar í Gallerý Firði í verslunarmiðstöðinni Firði. Á laugardaginn kl. 16 verður haldið Listamannaspjall á sýningunni þar sem gestum gefst kostur á að spyrja um verkin og taka þátt í umræðum. Verið velkomin. Basar Basar kvenfélags Fríkirkjunnar verður á sunnudaginn kl. 14 í safnaðar heim- ilinu við Linnetsstíg. Þar verður ýmislegt á boðstólum s.s. kökur, prjóna vörur o.fl. Einnig verður flóa- markaðshorn. Allir velkomnir. Ný sýning í Hafnarborg Á laugardaginn kl. 15 verður opnuð ný sýning hönnuðarins David Taylor og nefnist hún Á gráu svæði. Sendið stuttar tilkynningar um viðburði á ritstjorn@fjardarposturinn.is menning & mannlíf styrkir barna­ og unglingastarf SH Sundfélag Hafnarfjarðar • Ásvallalaug • www.sh.is • sh@sh.is Aðalfundur SH Fimmtudaginn, 12. mars 2015 kl. 19 í Ásvallalaug Aðalfundur Sundfélags Hafnarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 12. mars 2015 kl. 19.00 í félagssal SH í Ásvallalaug. Á dagskrá fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins. Stjórnin Aðgangur 8 - 22 alla daga ársins 564-6500 - Steinhellu 15 Geymsla frá 1 til 17 m² www.geymslaeitt.is geymsla eitt Malbikun Fengu ekki fram leng ingu Á síðastliðnu ári bauð Hlaðbær­Colas hf. lægst í vinnu við yfirlagnir á götum Hafnar­ fjarðar en undanfarin ár hefur það verk verið boðið út árlega. Í útboðsgögnum er kveðið á um þann möguleika að framlengja samninginn ef verktaki hefur staðið sig vel. Forsvarsmenn Hlaðbæjar­ Colas hf töldu sig hafa sinnt þeim verkefnum, sem fyrir tæk­ inu voru falin, af stakri prýði og leyst verkefnin vel af hendi og óskuðu því eftir framlengingu á samningi skv. ákvæðum út ­ boðs gagna. Umhverfis­ og framkvæmda­ ráð hafnaði erindinu á grunni verðbreytinga á olíu og heimil­ aði sviðinu (umhveri og fram­ kvæmdum) að bjóða út yfir­ lagnir. slagverk.is Fermingartilboð! Námskeið í hljóðfæraleik Kennt er á trommur, gítar, bassa og mandolín 15% afsláttur af gjafabréfum Nánari upplýsingar hjá nonnitromma@gmail.com Rafmagns laust Norðurbær Vegna endurnýjunar á búnaði í dreifistöð verður spennulaust við Suðurvang, Miðvang, Laufvang og Hjallabraut aðfara nótt föstudagsins 6. mars á milli kl.23.00­06.30. Þetta er síðara spennuleysið á þessum stað. HS veitur biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Það var svart­hvít veisla í Laugardalshöll. Enginn bikar til Hafnarfjarðar FH tapaði fyrir ÍBV með einu marki í úrslitum bikarkeppni karla Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Rutt upp á gangstéttir

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.