Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.03.2015, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 05.03.2015, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 5. MARS 2015 Stofnað 1982 Dalshrauni 24 Sími 555 4855 steinmark@steinmark.is reikningar • nafnspjöld • umslög bæklingar • fréttabréf • bréfsefni og fleira styrkir barna- og unglingastarf SH Sundstund gefur gull í mund Helgina 4.- 7. mars TAX FREE Blár = c9 0/m59/y0/ k0 Gulur = c0 /m20/y100 /k0 – í miðbæ Hafnarfja rðar Í öllum verslunum Íris Lóa (21) nemandi við Flensborgarskólann og mjög efnileg í listdansi á skautum var fyrst til að troða upp í Bæjarbíói á laugardaginn er rótarýklúbb­ arnir í Hafnarfirði héldu „Ungl­ inga­Rótarý­Rokk“ sem hluta af Rótarýdeginum. Heillaði hún fólk upp úr skónum með glæsi­ legum flutningi. Íris vakti athygli fyrir tveimur árum eftir að hún gaf út sitt fyrsta lag, Hypnotized sem strax náði miklum vinsæld­ um á Youtube. Næst tróð upp hljómsveit með því sérstaka nafni „I need pills to sleep“ hressileg rokk ­ elektro­ popp hljómsveit. Söngvari hennar er Sæmundur Ásgeir Þórðarson (24) en með honum eru þeir Kristján Gilbert og Sigurður Örn Arnarson en þeir stofnuðu hljóm sveitina árið 2013, allt Hafnfirðingar. Flutn­ ingur þeirra var þéttur og flottur. Aðalhljómsveit dagsins var hljómsveitin Vök sem sigraði í Músiktilraunum árið 2013 en þá var hún aðeins dúett með þeim Margréti Rán Magnúsdóttur og Andra Má Enoks syni. Síðan bættist Ólafur Alexander Ólafs­ son við en Jón Valur hefur einnig leikið með hljómsveitinni á tónleikum. Hljóm sveitin Vök kemur úr hinu huggu lega sjávarplássi Hafnar firði, eins og segir á bókunarsíðu Paxal. Hún hefur spilað á Airwaves, var tilnefnd til Íslensku tónlistar­ verðlaunanna 2014. Hljóm­ sveitin vakti mikla athygli á Eurosonic Noordeslag í Hollandi í janúar en Vök mun leika á The Great Escape Festival í Brighton í maí. Það þurfti enginn sögu af afrekum þeirra til að átta sig á hæfileikum þeirra er þau hófu að spila og sk. indí­elektró tónlist þeirra fyllti salinn í Bæjarbíói. Það voru ánægðir áheyrendur í Bæjarbíói á þessum skemmtilegu tónleikum á miðjum laugardegi en áheyrendur hefðu mátt vera miklu fleiri og misstu því margir af góðum fríum tónleikum. Rótarýklúbbarnir í Hafnarfirði stóðu fyrir þessum tónleikum í nánu samstarfi við Lista­ og menningarfélag Hafnarfjarðar, rekstraraðila Bæjarbíós. Sæmi, söngvari I need pills to sleep.Íris Lóa söngkona tróð fyrst upp. Vök var aðalhljómseit þessara ókeypis tónleika. Unga fólkið blómstrar í tónlistinni Flottar krakkar tróðu upp í Bæjarbíói á Rótarýdeginum Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.