Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.04.2015, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 22.04.2015, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015 Leitaðu: „Fjarðarpósturinn“ Nú færðu fríar litaprufur við val á nýrri málningu Borgartún 22 Dugguvogur 4 Gleráreyrar 2, Akureyri Dalshraun 11, Hafnarfirði www.slippfelagid.is Íslandsmeistarar í 6. flokki í handbolta Haukar unnu Fram í úrslitaleik 6. flokks yngri Ungu strákarnir í 6. flokki Hauka eru Íslandsmeistarar í handbolta. Háðu þeir harða rimmu við Fram í allan vetur sem endaði svo með úrslitaleik sem Haukar unnu 9­8. Efri röð frá vinstri: Jóhann Ingi þjálfari, Gísli, Birkir, Daníel, Andri, Þorsteinn, Össur og Bjarki þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Atli og Óliver. Meistaramót Íslands í bad­ minton fór fram í TBR húsinu um þarliðna helgi en á mótinu var keppt um Íslandsmeistaratitla í fullorðinsflokkum. Tuttugu og þrír keppendur frá Badminton­ félagi Hafnarfjarðar tóku þátt í mótinu, tíu komust í undanúrslit, fimm unnu til verðlauna og urðu þrír Íslandsmeistarar. Sigurður Eðvarð Ólafsson sigraði tvöfalt í B­flokknum og varð Íslandsmeistari bæði í einliðaleik og tvenndarleik en þar lék hann með Eyrúnu Björgu Guðjónsdóttur. Í A­flokknum sigraði Róbert Ingi Huldarsson í einliðaleik karla. Þá urðu þær Sigrún María Valsdóttir og Anna Lilja Sig­ urðar dóttir í öðru sæti í tvíliðaleik kvenna í A­flokki. Sigurður tvöfaldur Íslandsmeistari Þrír BH-ingar Íslandsmeistarar Íslandsmeistararnir frá vinstri: Sigurður Eðvarð Ólafsson, Eyrún Björg Guðjónsdóttir og Róbert Ingi Huldarsson. Útvarpið Talrásin á FM 97,2 var opnuð laugardaginn 21. mars sl. Stöðin hefur hefur fengið mjög góðar viðtökur að sögn að ­ standenda en útsendingar stöðv­ arinnar nást víða um land auk þess að nást á sjónvarpi Símans og á netinu á www.talrasin.com. Talrásin forvarnarútvarp sér­ hæfir sig í því að senda út ís ­ lenskt jákvætt og forvarnartengt efni. Þar er einnig leikin blönduð tónlist en þar verður m.a. kynn­ ing á þeim úrræðum og sjálfs­ hjálparleiðum sem í boði eru fyrir fólkið í landinu. Allir sem koma að stöðinni eru þarna í sjálfboðavinnu , fólk með allskonar menntun og reynslu að baki. Talrásin treystir á fólkið í landinu og leitar nú styrktaraðila en einnig hefur verið stofnaður. Finna má upplýsingar um Talrásina á www.talrasin.com og á Facebook. Talrásin forvarnarútvarp

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.