Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.05.2015, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 21.05.2015, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2015 Tvöföld stjórnsýsla virðist tíðkast í Hafnarfirði ef marka má svör við fyrirspurnum fulltrúa Samfylkingarinnar sem kynnt voru á fundi fræðsluráðs sl. mánudag. Þar kemur fram að það hafi komið til álita að loka fjöl­ greinadeild Lækjarskóla á þeim forsendum að efasemdir séu uppi um að heppilegt sé að safna nemendunum saman á einn stað í stað þess að hafa þá í sínum heimskólum. „Skóli án aðgrein­ ingar,“ segir svo í lok svarsins við spurningu um það hvort komið hafi til álita að loka fjöl­ greinadeildini. Þegar spurt var hvar sú umræða hafi farið fram kemur fram að það hafi verið hjá meirihluta fræðsluráðs „og hér innanhúss á síðasta kjörtímabili.“ Ekki kemur fram í fundargerð fræðsluráðs hver svari spurn­ ingunum en gera má ráð fyrir að það sé formaður fræðsluráðs, Rósa Guðbjartsdóttir. Fram kemur að engin formleg ákvörðun hafi verið tekin en til stóð að vinna úttekt á sérúrræðum í grunnskólum Hafnarfjarðar en það dróst m.a. vegna þess að beðið er eftir viðmiðum Sam­ bands ísl sveitarfélaga um sér­ úrræði og sérdeildir sem nýlega var sett inn í reglugerð, eins og segir í svarinu. Fræðsluráð óskaði eftir frekari gögnum og upplýsingum um „verkefnið“ eins og það er orðað í fundargerð fræðsluráðs Hafnar­ fjarðar. Frá gleðistund í fjölgreinadeild Lækjarskóla. Meirihluti fræðsluráðs hefur rætt um að loka fjölgreinadeild Lækjarskóla Hefur þó ekki verið rætt á fundum ráðsins! Á góðum degi í apríl færði Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar Barnaspítala Hringsins styrk að upphæð 500.000 kr. Þessi styrkur fer beint í utanumhald um ís björnin Hring. Hringur er vinalegur og kátur björn sem er duglegur að heimsækja börnin á spítalanum og létta þeim lífið og tilveruna í veikindum sínum. Hlutverk hans er að gleðja lítil sem stór hjörtu og stytta stundir þeirra barna sem liggja inni á spítalanum og einnig þeirra barna sem koma í heimsóknir á spítalann en þurfa ekki að leggjast inn. Hringur er hugar­ smíð hjónanna Önnu Mörtu Ásgeirsdóttur og Ingólfs Arnar Guðmundssonar þegar þau stofnuðu sérstakan sjóð árið 2006 í kringum Hring. Segir Anna Borg, formaður Krabbameinsfélags Hafnar fjarð­ ar að 160 þús. kr. af þessum 500 þús. kr. hafi komið frá Hlaupa­ hópi FH sem stóð fyrir veglegu „bleiku hlaupi“ í október sl. Eigi hlaupararnir góðar þakkir fyrir. Kætir hjörtu veikra barna Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar styrkir Gróa Gunnarsdóttir leikskólakennari, Ingólfur Arnar, Anna Marta, ísbjörninn Hringur, Anna Borg, Ása Karin Hólm, Hafrún Dóra Júlíusdóttir og Hafdís Sigursteinsdóttir ásamt þremur börnum við afhendingu á gjöfinni. 12 sporin í Gúttó 12-14 þúsund komur á AA- og 12 spora fundi Frá og með 23. maí n.k. verður starf sextán 12 spora deilda sem verið hefur að Kaplahrauni 1 flutt í Góðtemplarahúsið (Gúttó) við Suðurgötu. Aðstaðan að Kaplahrauni 1 hefur verið í notkun fyrir AA deildir og önnur 12 spora samtök síðan 1995 en til fróðleiks má áætla að 12­14 þúsund komur hafi verið árlega þar og búast megi við að það verði svipað í Gúttó. Fyrir utan AA, Alcoholics Anonymous, deildir starfa nú Al­Anon fjölskyldudeild ­ OA deild, Overeaters Anonymous, og CODA deild, codependent anonymous, í þessu húsnæði en auk þess eru nokkrar deildir starfandi í kirkjum bæjarins. AA­fundir verða í Gúttó alla daga vikunnar allt árið um kring og oftast 2 deildir á dag. Sama á við um hin samtökin sem eru með fasta vikulega fundi. Nafnlausir menn Jóns Hreiðars. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Það mátti sjá nemendur alls staðar umhverfis Öldutúnsskóla. Allir höfðu verkefni á meðan vindurinn blés og sumrið lét bíða eftir sér. Drasl var tínt upp, gróður var snyrtur, sópað og allt gert til að gera umhverfi skólans sem fallegast. Eflaust hefur þetta átak á umhverfisdegi Öldu­ túnsskóla minnt nemendur á mikilvægi góðrar umgengni. Má alveg segja frá viskuorðum góðs manns þegar honum var hrósað fyrir að vera svona duglegur að taka til í bílskúrnum sínum: „Ég tek aldrei til! Ég geng bara frá hlutunum strax á sinn stað, þá þarf ég aldrei að taka til.“ Tíundu bekkingar grilluðu fyrir alla og dugði ekki annað en nokkur grill víðs vegar í kringum skólann. Þessar voru aldeilis duglegar á kústunum og skóflunni. Einbeitingin var mikil enda átti allt að verða fínt. Vel tekið til á umhverfisdegi Umhverfisdagur Öldutúnsskóla var haldinn nýlega Draslið var sett í poka og engir plastpokar sjáanlegir. Síðan biðu pylsurnar, kærkomnar eftir vinnuna. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.