Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.08.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 20.08.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2015 Deilur í bæjarstjórn eru ekki nýjar af nálinni og virðist því miður vera hluti af venjulegri stjórnmálaumræðu hér á landi. Það er ekkert óeðlilegt að skarpar umræður séu í bæjarstjórn og að minnihluti bæjarstjórnar veiti meirihlutanum aðhald þegar menn á annað borð kjósa að raða sér á bekki. Enn minni ég á að bæjarbúar kjósa 11 einstaklinga í eina bæjarstjórn! Deilurnar um launahækkun bæjarstjóra eru gott dæmi um svona deilur. Deilur sem snúast ekki um kjarna málsins heldur umgjarðir. Auðvitað átti það að vera uppi á borðinu í bæjarstjórn hvernig starfsmann væri verið að leita að og að vilji væri til þess að greiða hærri laun en til fyrirrennarans ef það þyrfti til að fá þá hæfileika sem leitað væri eftir. En þetta var að venju aðeins einkamál meirihlutans og jafnvel fá menns hóps og því ætti honum ekki að koma á óvart umræðan um launamál nú. Það sem gerir þetta enn skondnara er að bæjarstjórinn dróst inn í deilurnar þegar hann svaraði fyrirspurn minnihlutaflokkanna um breytingu á launakostnaði vegna embættis bæjar­ stjóra. Þar fór hann að blanda inn í launum sem fyrr­ verandi bæjarstjóri hafði fyrir setu í bæjarstjórn sem bæjarfulltrúi! Í þessu tilviki hefði verið eðlilegra ef umræða skapaðist um það hver laun bæjarstjóra eigi að vera og hvort engu skipti hvaða reynslu eða nám fólk hafi sem gegni því embætti. Orsök deilna í bæjarstjórn virðast í flestum tilfellum vera hin sama – skortur á samvinnu og samráði. Á meðan 40 þúsund manns gæddu sér á beikoni á Skólavörðustíg var frekar fátt um manninn á grasrótarlistahátíðinni PopArt í miðbæ Hafnarfjarðar. Hvort kenna má um lélegu kynningarstarfi eða deyfð bæjarbúa þá er deginum ljósara að eitthvað þarf að gera í miðbæ Hafnarfjarðar. Fimmtán ára gamalt miðbæjarskipulag er löngu úrelt og enginn vilji hefur verið til að setja metnað í nýtt skipulag sem gæti t.d. hafist með vandaðri arkitektasamkeppni um fram­ tíðarhugmyndir fyrir miðbæ Hafnarfjarðar. Ýmsar stefnur eru í gangi, þétting byggðar, að skapa líf á hafnarsvæðinu og á meðan er miðbærinn í óvissu þar sem atvinnuhúsnæði víkur fyrir litlum íbúðum og verslanir víkja fyrir heildsölum. Hvernig miðbæ viljum við hafa í Hafnarfirði? Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Upphaf fermingarstarfs Miðvikudaginn 26. ágúst kl. 18 verður samverustund í kirkjunni með væntanlegum fermingarbörnum og foreldrum þeirra. Þau sem ekki hafa staðfest þátttöku eru beðin að senda póst á einar@frikirkja.is Helgihald og sunnudagaskóli hefst að nýju sunnudaginn 6. september 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudagur 23. ágúst Guðsþjónusta kl. 11 í veislusal Haukaheimilisins Matthías V. Baldursson og Áslaug Helga Hálfdánardóttir söngkona leiða söng Fermingarbörn lesa ritningarlestra. Prestur er sr. Kjartan Jónsson Fermingarbörn og aðstandendur eru sérstaklega velkomin www.astjarnarkirkja.is Sunnudagur 23. ágúst Guðsþjónusta kl. 11 Uppphaf fermingarstarfsins. Fermingarbörn næsta vetrar eru beðin um að koma ásamt foreldrum. Prestar kirkjunnar, sr. Jón Helgi og sr. Þórhildur leiða stundina. Organisti Douglas A. Brotschie. Kaffisopi og spjall á eftir. Innritun í fermingarstarfið stendur yfir. Skráning á heimasíðu Hafnarfjarðarkirkju. www.hafnarfjardarkirkja.is www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565-9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898-5765 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA Kepptu með U-15 landsliðinu í handbolta Hafnfirðingar áttu fjóra fulltrúa í U­15 handbolta­ landsliðinu sem fór sl. helgi til Skotlands á æfingamót. Þar vann liðið alla sína leiki; England 29­17, Skotland sem var með tvö lið og unnu þær liðin 50­9 og 47­5. F.v.: Embla Jónsdóttir, FH, Alexandra Jóhannsdóttir, Haukum, Berta Rut Harðardóttir, Haukum og Alexandra Líf Arnardóttir, Haukum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.