Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.08.2015, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 20.08.2015, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2015 íbúð óskast Vantar 2 til 3 herbergja ibúð fyrir 1. okt. eða strax. Topp meðmæli. Öruggum greiðslum og súper góðri umgengni heitið. Uppl í síma 897 8919, Keli. Óska eftir 3-4 herbergja íbúð til leigu í Hafnarfirði frá 1. sept. Reglusamt fólk. Góð greiðslugeta og skilvísum greiðslum heitið. Vinsamlegast hafið samband við Elsu í síma 868 1379 eða elsaedv@gmail.com. þjónusta Í einum grænum garðsláttur og önnur garðverk. fyrir smærri sem stærri garða. Einyrki. Hagstætt verð. Geri tilboð. Uppl. í s. 845 2100. Tölvuaðstoð og viðgerðir Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun. Apple* & Windows. Kem í heimahús. Sími 824 9938 - hjalp@gudnason.is Bílaþrif. Kem og sæki. Nú er rétti tíminn til að bóna bílinn fyrir vorið. Úrvals efni. Hagstætt verð. Uppl. í s. 845 2100. Innréttingasmíði, viðgerðir, almenn smíði og viðgerð á húsgögnum. Trésmíðaverkstæði Gylfa ehf. sími 897 7947. Hrein húsgögn án ryks, lyktar og bletta! Djúphreinsun á borðstofu- stólum, hægindastólum, sófasett um, rúmdýnum og teppum. Kem á staðinn og hreinsa, s. 780 8319. til sölu Píanó fyrir byrjendur til sölu. Hefur verið viðhaldið og er nýstillt. Fallegur hljómur. Hefur reynst vel. Sími 896 1488. smáauglýsingar aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s s ím i 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . h v e r 1 5 0 s l ö g . M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r. Ta pað - f u n d i ð o g Ge f i n s : FR Í TT R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! www.fjardarposturinn.is Myndir úr bæjarlífinu Inga Rósa sýnir á Hrafnistu Inga Rósa Kristinsdóttir sýnir málverk í Menningarsalnum á Hrafnistu. Sýningin stendur til 26. ágúst. Tónleikar og listsýning Tónleika- og listsýningin „June vibrations, 25 years of fighting boredom and bad tast“ með þeim V-P Bäckman og Hildi Kristínu Thorsten- sen verður að Strandgötu 43, þriðjudaginn 25. ágúst kl. 20-22. Rallýkross Fjórða umferð Íslandsmótsins í rallýkrossi verður haldið af Rally- crossdeild AÍH á akstursíþróttasvæði AÍH við Krýsuvíkurveg. Mótið hefst kl. 13 á laugardaginn og verður keppt í fjórum flokkum og keppendur eru 14. Ratleikur Hafnarfjarðar Ratleikur Hafnarfjarðar stendur yfir til 21. september. Frábær fjölskylduleikur en einnig fyrir einstaklinga eða hópa. Fáðu frítt ratleikskort í Bókasafninu, Ráðhúsinu, á sundstöðum, í Fjarðar- kaupum, bensín stöðvum, Altís, Fjall- kofanum, Músik og sport, Þöll, Lemon og víðar. Ljósmyndir í Hafnarborg Ljósmyndasýningin Enginn staður - íslenskt landslag stendur yfir í Hafnarborg fram á næstu helgi. Þar sýna 8 listamenn mynd ir sýnar af íslensku landslagi. Á sunnudag kl. 15 munu sýnendurnir Björn Árnason, Daniel Reuter og Katrín ræða verk sín við sýningargesti. Sendið stuttar tilkynningar um viðburði á ritstjorn@fjardarposturinn.is menning & mannlíf Aðgangur 8 - 22 alla daga ársins 564-6500 - Steinhellu 15 Geymsla frá 1 til 17 m² www.geymslaeitt.is geymsla eitt Loftnet - netsjónvarp Viðgerðir og uppsetning á loftnetum, diskum, síma- og tölvulögnum, ADSL/ljósleiðurum, flatskjám og heimabíóum. Húsbílar - hjólhýsi! Loftnetstaekni.is sími 894 2460 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Kristín Ingólfsdóttir Hilmar Erlendsson Sverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5a, Hafnarfirði Vaktsímar: 565 5892 & 896 8242 • www.utfararstofa.is • Allan sólarhringinn Frístundaheimili Knattspyrnufélagsins Hauka Knattspyrnufélagið Haukar óskar að ráða forstöðumann fyrir Frístundaheimili Hauka að Ásvöllum fyrir komandi vetur. Leitað er eftir barngóðum einstaklingi sem hefur yndi af börnum, er glaðvær, reglusamur og á gott með að starfa með öðrum. Umsækjandi um stöðuna þarf að hafa uppeldismenntun á háskólastigi. Í Frístundaheimili Hauka er sérstök áhersla lögð á hreyfifærni barna, byggða á þroskaþáttum skv. aðalnámskrá grunnskóla, þar sem hver einstaklingur fær tækifæri til að þroska líkamlega- og félagslega hæfileika sína með aðstoð fagmenntaðra einstaklinga. Umsóknir um starfið skal senda á netfangið magnus@haukar.is . Frekari upplýsingar um starfið eru veittar í síma 665 8910. Dansskóli Birnu Björns Dansskóli Birnu Björns er með vandað markvisst dansnám og hefur skólinn verið starfandi í 20 ár við góðan orðstír. Að sögn Birnu er merki skólans metnaður framkoma dansgleði og er markmiðið að þjálfunin skili góðum árangri og framförum frá ári til árs. „Það er mikið um að vera á dansárinu og voru nem­ endur og kennarar að koma frá London úr dansferð og munu kynna fyrir nemendum skólans alla þær nýjungar úr dansheim­ inum erlendis frá. Í sumar sýndu nemendur á 17. júní víðsvegar um bæinn, dönsuðu í Söngvaborg og einnig með Gunna og Felix. Kennarar skólans tóku þátt í Eurovison og sýningarhópur skólans tók að sér fjölmörg verkefni. Í vetur verður dans­ keppnin okkar Dansfárið á sínum stað. Við fáum til okkar heimsfrægan gestakennara er lendis frá. Síðan eru þemadagar fram undan jólavikan nemenda­ sýningar og margt fleira.“ segir Birna. Nýtt og spennandi Musi­ cal theatre með Birnu og Euro­ visonstjörnunni Maríu Ólafs­ dóttur byrjar í september og núna ætlar skólinn að bjóða uppá námskeið fyrir 2­3 ára og 4­5 ára þar sem kenndur verður ballett og söngleikjadansar undir leiðsögn ballett­ og jazz ballett­ kennara. Innritun er hafin fyrir haustönnina! Boðið verður upp á námskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna. Æfingar fara fram í Kaplakrika. Hefur þú áhuga á að koma á æfingu? Ef svo er komdu þá til okkar í FH. Allt sem þú þarft að hafa með þér eru íþróttaföt! Við lánum þér skylmingaútbúnað á æfingum, þér að kostnaðarlausu!! Heimasíða: www.fh.is netfang: skylmingar@gmail.com Við skorum á þig SKYLMINGADEILD FH © F ja rð ar pó st ur in n 20 43 Fjölmennasta stúlknamótið í knattspyrnu sem haldið er hér á landi var haldið í Kópavogi 16.­ 19. júlí sl. Allir keppendur ásamt fjöl­ skyldum gengu frá Digranes­ kirkju inná völlinn þar sem mótið var sett. Friðrik Dór stjórn aði fjöldasöng við mikinn fögnuð allra. Auk þess að spila fótbolta var ýmislegt annað skemmtilegt í boði. Haldin grillveisla, boðið var uppá liðsmyndatökur, skemmt un í Smáranum þar sem Ingó veðurguð og BMX bræður skemmtu, tennis í tennishöllinni, sundferðir og einnig var leikur á aðalvellinum, Landsliðið á móti Pressunni, en þar leika stúlk ur úr 5. fl. en þjálfarar velja 1 leikmann úr hverju liði til að keppa. Að sögn Margrétar Brands­ dóttur tóku nærri 110 stúlkur úr FH þátt. Í 7. fl. sendi FH sjö lið til leiks, sjö í 6. fl. og fjögur í 5. fl. Segir hún frammistöðu stúlknanna hafa verið til fyrir­ myndar. Þær fengu nokkra bikara og auk þess urðu stúlk­ urnar í 6. fl. Símamótsmeistarar 2015. Nokkrum dögum eftir mót, fyrir leik mfl. kvenna, bauð BUR öllum þátttakendum FH á Símamótinu og fjöl skyldum þeirra til grillveislu í Kaplakrika. Fjölmennasta stúlknamótið 110 FH-ingar tóku þátt í 31. Símamótinu Lj ós m .: Jó ha nn es L on g

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.