Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.08.2015, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 20.08.2015, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2015 Aðstæður voru góðar til siglinga í Hafnarfirði, fyrir utan Hraunsvíkina, þegar áhafnir á 7 seglbátum kepptu í flokki kjöl­ báta til Íslandsmeistara. Keppni hófst á fimmtudag í hressilegu veðri og góðum byr og sigraði áhöfnin á Skeglu í Siglinga­ klúbbnum Þyt í Hafnarfirði í fyrstu umferð en skipstjóri Skeglu er Gunnar Geir Halldórs­ son. Tíminn var góður og Skegla áberandi fyrst bæði með og án forgjafar. Skegla sigraði einnig örugglega í annarri umferð. Á föstudeginum hafði veðrið róast aðeins gripið var til belgsegla á köflum. Gunnar stýrði Skeglu áfram til sigurs í þriðju og fjórðu umferð en varð að láta sér nægja 2. sætið í fimmtu umferð en Dögun úr Brokey sigraði. Á laugar deginum hélt áhöfnin á Dögun áfram að stríða Skeglu­ áhöfninni og hélt fyrsta sætinu en Skegla var í öðru sæti í sjöttu umferð. Þetta dugði áhöfninni á Skeglu sem góð áskorun eftir 7 ára einokun Dögunar og sigraði í síðustu tveimur umferð unum. Áhöfnin á Skeglu úr Þyt sigraði því örugglega með 8 stig, 6 sigra og eitt annað sæti en lakasta umferð reiknast ekki með þegar sigldar eru fleiri en 5 umferðir. Töluverður munur er á bátun um en hver bátur hefur útreikn aða forgjöf og á það að gefa miklu jafnari keppni. Hins vegar verður það þá ekki alltaf sá sem kemur fyrstur í mark sem sigrar. Skegla var t.d. með næst minnstu forgjöfina, 0,946 á meðan Dögun sem varð í öðru sæti var með 0,840 í forgjöf. Er tími í hverri umferð margfaldaður með þess um tölum og fæst þá tími til úrslita. Úrslitin: 1. Skegla ISL9835, Þytur, Gunnar G. Halldórsson, 8 2. Dögun ISL1782, Brokey, Þórarinn Stefánsson, 12 3. Aquarius ISL2667, Brokey, Halldór Jörgensson, 24 4. Sigurborg ISL9845, Ýmir, Smári Smárason, 25 5. Ögrun ISL9800, Brokey, Jón Thorberg Ólafsson, 36 6. Icepick 1 ISL01, Þytur, Rúnar Steinssen, 41 7. Ásdís ISL2217, Þytur, Arnar Jónssno, 42 Tómstundaleiðbeinendur ­ Tómstundamiðstöðin Áslandsskóla Aðstoðarmaður í eldhúsi ­ Leikskólinn Hlíðarberg Kennsla í námsveri unglinga ­ Öldutúnsskóli Stuðningsfulltrúi ­ Öldutúnsskóli Aðstoðarverkefnastjóri ­ Frístundaheimilið Álfhraun Smíðakennsla ­ Setbergsskóli Almenn kennsla ­ Áslandsskóli Forfallakennari ­ Öldutúnsskóli Aðstoðarverkefnastjóri ­ Tómstundamiðstöð Víðistaðaskóla Skólaliði ­ Áslandsskóli Leikskólakennari ­ Leikskólinn Hlíðarendi Stuðningsfulltrúi ­ Áslandsskóli Yfirmaður í eldhúsi ­ Leikskólinn Hörðuvellir Bæjarlögmaður ­ Stjórnsýslusvið Byggingarfulltrúi ­ Umhverfis­ og skipulagsþjónusta Skipulagsfulltrúi ­ Umhverfis­ og skipulagsþjónusta Aðstoðarmaður í eldhús ­ Hraunvallaskóli Aðstoð í eldhúsi ­ Hraunvallaskóli Starfsmaður á frístundaheimlið Selið ­ Öldutúnsskóli Frístundaleiðbeinendur ­ Frístundaheimilið Holtasel Starf á heimili fatlaðs fólks í Steinahlíð Leikskólasérkennari/þroskaþjálfi ­ Leikskólinn Stekkjarás Frístundaleiðbeinendur ­ Víðistaðaskóli og í Engidalur Stuðningsfulltrúar ­ Víðistaðaskóli og Engidalur Leikskólakennari ­ Leikskólinn Tjarnarás Skólaliði ­ Víðistaðaskóli Framtíðarstörf ­ Þjónustukjarni Hverfisgötu Stuðningsfulltrúi ­ Víðistaðaskóli Skólaliðar ­ Hraunvallaskóli Grunnskólakennari ­ Víðistaðaskóli Stuðningsfulltrúar ­ Hraunvallaskóli Tómstundaleiðbeinendur ­ Félagsmiðstöðin Mosinn Pólskumælandi þjónustufulltrúi ­ Þjónustuver Uppsagnir og störf í boði Auglýst eftir lögfræðingi og byggingarfulltrúa Á sama tíma og 16 stöðugildi er lögð niður hjá Hafnarfjarðarbæ er fjöldi starfa auglýstur á ráðningavef. Eftir að hafa sagt upp skipulags­ og byggingar­ fulltrúa á að ráða tvo í staðinn, byggingarfulltrúa og skipulags­ fulltrúa. Þá á að ráða bæjar lög­ mann en þessar stöður hafa verið auglýstar með stórum aug­ lýsingum í Fréttablaðinu. Bæjarstjóri segir að áætlaður sparnaður við að leggja niður þessi 16 stöðugildi sé um 127 millj. kr. á ári. Kostnaður vegna biðlauna þeirra sem ákveðið hefur verið að segja upp er um 32 milljónir kr. en áætlaður heildarkostnaður vegna greiðslu launa í uppsagnarfresti þeirra sem ákveðið hefur verið að segja upp störfum er 46 millj. kr. Meðalaldur þeirra sem sagt er upp er 55,3 ár og meðalstarfs­ aldur þeirra er 16 ár. Eftirfarandi störf eru nú auglýst hjá Hafnarfjarðarbæ. Undrist lesendur það að hafa ekki séð þessar stöður auglýstar þá er rétt að upplýsa að Hafn­ arfjarðarbær auglýsir almennt aldrei lausar stöður í bæjar­ blaðinu. Það er mikill hamagangur þegar hver umferð hefst og bátarnir sigla mjög nálægt hverjum öðrum. Áhöfnin á Skeglu Íslandsmeistari kjölbáta Sjö skútur kepptu í 8 umferðum í Hafnarfirði á 40 ára afmælisári Þyts Leyndardómar Thailands Kynningarkvöld föstudaginn 21. ágúst kl. 20 á veitingarstaðnum BAN KÚNN Tjarnarvöllum 15 Hafnarfirði Aðgangur ókeypis Ferðaskrifstofan www.ferdin.is kynnir ferðir til Thailands sem eru í boði alla daga allt árið Ferðin.is • Burnavöllum 1C-208 • 221 Hafnarfjörður • Sími 846 2510 og 893 8808 • Netfang: ferdin@ferdin.is Ban Kúnn Thai Restaurant Gunnar Geir stýrði Skeglu til sigurs í Íslandsmótinu. Fleiri myndir má sjá á Facebooksíðu Fjarðarpóstins Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.