Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.08.2015, Síða 4

Fjarðarpósturinn - 20.08.2015, Síða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2015 Finndu okkur á Arabesque dans SH Dans fyrir krakka frá 31 ágúst í Ásvallalaug!!! Barnaballett – Ballett – Showdans Kennari: Ana Tepavcevic, silfurverðlaunahafi á Evrópumeistaramóti í dansi. 30% systkinaafsláttur !!! Upplýsingar á netinu: www.sh.is – arabesque@sh.is Driftdeild Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar, AÍH, var með Drift sýningu á aksturs íþrótta­ svæði sínu við Krýsuvíkur veg 24. júlí þar sem fá mátti for­ smekkinn að lokaumferð í Ís ­ lands mótinu sem var framundan. Ökumenn á 10 bílum sýndu listir sýnar á braut inni en há punktur kvöldsins var svo þegar þeir feðgar Atli Óðinsson og Óðinn Hauksson sýndu fullbúinn Toyota Supra drift bíl sem þeir hafa verið að keppa á í Danmörku ásamt keppn isliði sínu Team Wild Dogs. Hátt í 700 manns fylgdust með sýningunni. Lokaumferð Íslands meistara­ mótsins í drift var haldið á athafnasvæði AÍH, í í byrjun ágúst. Fjórar umferðir voru og tilþrifin mikil og reykjarspól. „Drift er það mótorsport sem stækkar hvað örast af öllu mótor­ sporti í heiminum og er það ekki af ástæðulausu enda mjög áhorf­ enda vænt,“ segir Sigurður Gunn ar Sigurðsson hjá AÍH. Hraði, reykur, hávaði og spól ein kenna sportið en nú um þessar mundir er það í stórsókn á Íslandi. 18 keppendur voru skráðir í Íslandsmótið en tveir þeirra mættu ekki til keppni og sá þriðji heltist úr lestinni í undan­ keppninni, það voru því 15 ökumenn sem börðust um sætin að þessu sinni. Gaf enginn neitt eftir í þessari keppni sem reyndist afar spennandi og skemmtileg. Íslandsmeistari varð Þórir Örn Eyjólfsson með 398 og Fannar Þór Þórhallsson varð í öðru sæti með 348 stig og Ríkharður Jón Ragnarsson þriðji með 282 stig. Íslandsmeistarinn Þórir Örn Eyjólfsson á bíl sínu. Driftað til Íslandsmeistaratitils 15 ökumenn kepptu um að láta bíla sína skríða til hliðar Lj ós m .: E gi ll A rn ar Lj ós m .: S te fá n Fr ey r M ar gr ét ar so n Aðför að bæjarstjóra Fullyrðingar bæjarfulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn Hafn­ arfjarðar í fjölmiðlum um að laun bæjarstjórans hafi hækkað undanfarna mánuði og aðdrótt­ anir um að hækkunin sé gerð samhliða uppsögnum starfsfólks hjá bæjarfélaginu eru rangar. Menn geta haft mis­ munandi skoðanir á því hvort launin, sem sam­ ið var um við bæjar­ stjórann þegar hann kom til starfa í fyrra séu of há eða sanngjörn o.s.frv. Augljóst er þó að þau eru síst hærri en bæjarstjóralaun í ná ­ grannasveitarfélögunum. Og þau hafa ekkert breyst síðastliðna mánuði – ekkert. Nýr meirihluti mat það svo í fyrra að nauðsynlegt væri að ráða í starf bæjarstjóra einstakling með víðtæka þekkingu og reynslu af rekstri og fjármálum sveitarfélaga. Ekki síst vegna þeirrar mjög svo erfiðu fjár­ hagsstöðu sem fyrrum meirihluti bæjarstjórnar hafði komið bænum í. Lýðskrum og illkvittni Þessi málatilbúnaður, að reyna að telja bæjarbúum trú um það að laun bæjarstjórans hafi hækkað um milljónir króna á síðustu mánuðum, á sama tíma og uppsagnir hafa staðið yfir, eru lýðskrum. Ítrekaðar árásir á persónu og störf hans undanfarið ár eru illkvittni. Það er ljótt að sjá hvernig reynt er sífellt að gera verk hans tortryggileg, slíta ummæli hans úr samhengi, afvegaleiða umræðuna og dreifa óhróðri um fyrri störf hans. Augljóst er að þetta er allt gert til að reyna að draga athyglina frá aðalatriðinu; ömur legum viðskilnaði fyrri meirihluta – þeirri slæmu fjárhagsstöðu sem full trúar hans komu sveitarfélaginu í. Full­ trúar þeirra flokka sem bera á því ábyrgð ættu að sjá sóma sinn í því að leggja sitt af mörk­ um við uppbygg ing una í stað þess að stunda þessa rætnu pólitík. Þá er umhugsunarefni að sífellt sé reynt að draga þá einstaklinga, sem nýverið hafa misst störf sín hjá sveitarfélaginu, inn í aðförina að bæjarstjóra. Þeir sem staðið hafa fyrir því upphlaupi báru sjálfir ábyrgð á því að yfir 70 manns var sagt upp hjá Hafn­ arfjarðarbæ árið 2011 í þremur uppsagnarhrinum. Munurinn þá og nú er augljóslega sá að þá verandi minnihluti sýndi sársaukafullum uppsögnunum nauð synlegan skilning í ljósi slæmrar fjárhagsstöðu sveitar­ félagsins. Núverandi meirihluti, ásamt öflugu starfsfólki bæjarins og bæjarstjóra, mun hér eftir sem hingað til halda áfram að starfa af einurð og sinna því uppbygg­ ingar starfi sem sannarlega er þörf á í bæjarfélaginu. Það er verkefnið, því munum við sinna og það mun skila árangri! Höfundur er bæjarfulltrúi og bæjarráðs og fræðsluráðs. Rósa Guðbjartsdóttir Börn fædd í apríl 2015 fá pláss í febrúar 2017 18-19 mánaða með leikskólapláss núna Bæjarráð samþykkti 13. ágúst sl. tillögur fræðsluráðs frá 1. júní um breytingu á innritunar aldri barna í leikskóla og um hækk un á mótframlagi til for eldra barna hjá dagforeldrum. Stefnt er að því að á kjör­ tímabilinu verði börn 18 mánaða á því ári sem þau innritast í leikskóla í stað tveggja ára eins og verið hefur. Niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldri hækka úr 40.000 kr. í 50.000 kr á mánuði og til viðbótar kemur mótframlag við 18 mánaða aldur barns þar til það fær leikskólavist. Einnig var samþykkt að hefja undirbúning að tilraunaverkefni um gjaldfrjálsan leikskóla og verða 1­2 leikskólar fengnir til að taka þátt í því. Reynsla þeirra af verkefninu verður síðan höfð til hliðsjónar þegar ákveðið verður um slíkt skipulag til framtíðar. Með gjaldfrjálsum leikskóla er átt við að þeir sem hafa börn sín í 6 tíma eða skemur greiði ekkert en hækkað tímagjald verði á umframtímum. Tillögurnar um innritun 1. ágúst 2015 verði börn fædd í janúar og febrúar 2014 innrituð í leikskóla. 1. febrúar 2016 verði börn fædd í mars og apríl (eftir því sem pláss leyfir) 2014 innrituð í leikskóla. 1. ágúst 2016 verði börn fædd í jan., feb. og mars 2015 innrituð í leikskóla. 1. febrúar 2017 verði börn fædd í apríl og (eftir plássi) í maí 2015 innrituð í leikskóla. Telja innritunaraldur í raun hækka Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna benda á að í raun sé aðeins verið að drga til baka hækkun á innritunarlaldri sem innleiddur var með samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir þetta ár. Benda þeir á að sama viðmið gildi núna og sl. haust en þá hafi enn yngri börn einnig fengið pláss ef þau losnuðu. Fulltrúar meirihlutans hafi hins vegar fellt tillögu um að þau pláss sem sann arlega væru laus til úthlut­ unar yrði úthlutað til yngri barna nú.

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.